Næsta efnahagshrun verður

Jón Gnarr er þekktur maður. Hann er hins vegar alls ekki þekktur fyrir pólitíska hugmyndafræði eða eldmóð enda telur hann sig ekki hafa neina stefnu. Aðrir flokkar með sömu stefnuskrá myndu fá mjög alvarlega gagnrýni, jafnt frá andstæðum flokkum sem og fjölmiðlum.

Hvernig stendur þá á góðu gengi Besta flokksins. Taka þarf afstöðu til þriggja fullyrðinga:

 

  1. Er Besti flokkurinn listrænn gerningur með stefnu sem er hrein útópía?
  2. Er Besti flokkurinn gagnrýni á aðra flokka sem kjósendur hafa fengið nóg af og þar af leiðandi eru kjósendur að refsa gömlu flokkunum?
  3. Er Besti flokkurinn með betri stefnuskrá en aðrir flokkar og kjósendur hrífast með?

 

Í fyrsta lagi munu kjósendur sjá í gegnum listrænan gerning og ekki kjósa flokkinn þegar á kjörstað er kominn enda til einskis. Flokksmenn hafa hvorki reynslu né þekkingu í stjórnun eða rekstri og niðurstaðan verður margfalt verri fyrir borgarbúa en með núverandi flokkum við stjórn.

Í öðru lagi gætu kjósendur verið að refsa gömlu flokkunum því þeir hafa fengið nóg. Vart er við því að búast að Besti flokkurinn munu hjálpa til við endurreisn íslenskra stjórnmála. Þvert á móti. Ekkert er ljóst um stjórnmálaskoðanir félaga hans, stefnu þeirra eða hvernig þeir taki á málum þegar á reynir.

Í þriðja lagi má fullyrða að aðrir flokkar myndu aldrei komast upp með stefnu eða aðgerðaráætlun á borð við á sem Besti flokkurinn býður upp á. Stefna flokksins er í besta falli jákvætt tal, mal um að láta sér líða vel.

Flokkurinn virðist ekkert velta því fyrir sér að tekjur borgarinnar duga tæpast fyrir útgjöldum. Hann snýr bara út úr í tilraun til að vera fyndinn. Og hann er það í margra augum. Brosið mun þó frjósa á andlitum borgarbúa þegar fyrstu verk nýrrar borgarstjórnar verða þessi:

 

  • Flytja inn íkorna, froska, sauðnaut og sleppa lausum
  • Allar aspir verða felldar
  • Miklatún verði endurskírt Klambratún
  • Redda á „aumingjum“ ...!
  • Banna niðurskurð í listkennslu
  • Spara í stjórnsýslunni (líklega vegna þess að það hefur gleymst ...)
  • Hætt verður að slá gras
  • Einærar jurtir verða ekki gróðursettar
  • Leikskólagjöld fari eftir tekjum foreldra
  • Staðið verði vörðu um allskonar menningararfleið ...

 

Ekki eru til nákvæmar tillögur um sparnað, hvernig eigi að efla atvinnulífið, engar tillögur um menntamál, skuldamál borgarinnar, stöðu Orkuveitunnar og gjaldskrá hennar.

Jón Gnarr fram í nýjum fötum rétt eins og keisarinn í ævintýrinu. Allir fagna, allir skemmta sér og enginn hefur áhyggjur af framtíðinni. Enginn þorir að gagnrýna Besta flokkinn vegna þess að sá sem það gerir er sagður húmorslaus, hafi bar ekkert skopskyn. 

Þeir eru þó til sem hafa skopskyn en horfa með hryllingi fram á annað efnahagshrun sem þá verður eingöngu bundið við Reykjavík eftir næstu kosningar.  


mbl.is Jón Gnarr: „Ég er stoltur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

mér sýnist þú halda að "gömlu" flokkarnir séu betri kostur.

Þeir hafa fengið sitt tækifæri. Og klúðrað því hvað eftir annað.

Ég, ásamt fullt af fólki treysti Jóni Gnarr og hans fólki til að taka við þessari óreiðu og gera eitthvað betra úr því.

Hans flokkur og fólk, getur ekki verið verr en það sem á undan hefur verið.

Birgir Örn Guðjónsson, 21.5.2010 kl. 21:55

2 identicon

Ég meina er ekki komin tími á breytingu? Jón Gnarr og félagar eru ekkert verri kostur en hitt spillta liðið.

CrazyGuy (IP-tala skráð) 21.5.2010 kl. 21:57

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Rétt Sigurður, það virðist sem enginn eða fáir allavega þori að koma fram og mótmæla þessu framboði, við sem það gerum fáum skítkast og dónaleg tilsvör frá þeim er betur virðast til þekkja, ég er sammála því að þegar að á hólminn er komið mun fólk kjósa á annann veg en kannanir segja til um.

Guðmundur Júlíusson, 21.5.2010 kl. 22:05

4 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Hvað ef Besti flokkurinn fengi einfaldlega fólk með vit á málefnunum til að aðstoða sig og hefði llt uppi á borðum.    Væri það ekki bara stórkostleg framför miðað við að verið sé að makka um hlutina í "reykfylltum bakherbergjum" eða í Valhöll!    Það væri að mínu viti bara fínt að byrja á að ryðja salinn - koma hyskinu burt.     Þá getur verið að almennilegt fólk fáist.

Ragnar 

Ragnar Eiríksson, 21.5.2010 kl. 22:20

5 Smámynd: G. Bragason

Hvaða ógurlegu reynslu höfðu Hanna Birna, Dagur B Eggerts og aðrir í þessum svokölluðu fjórflokkum þegar þau byrjuðu í pólitík. Reyndar er Hanna Birna með próf í stjórnmálum en Dagur er lærður læknir sem hefur ekkert með borgarpólitík að gera. Ég fæ ekki betur séð en að flestir á lista besta flokksins er fólk sem hefur komið árum sínum vel fyrir borð og ekkert síðri kostur en hver annar.

Persónulega finnst mér mesta djókið vera að Gísli Marteinn sé á lista hjá sjálfstæðismönnnum. Er ekki búið að borga nóg fyrir hann. Hann stefnir kannski á að mennta sig eitthvað meira?

G. Bragason, 21.5.2010 kl. 22:31

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Ragnar, ef besti flokkurinn þarf menn til að leiðbeina sér, af hverju voru þeir þá ekki settir í þau sæti? þurfa þessir menn barnapíur?

Og ég er alveg sammála þér G Bragason um Gísla M hann er óhæfur að mínu viti!

Guðmundur Júlíusson, 21.5.2010 kl. 22:56

7 Smámynd: Baldvin Þór Jóhannesson

mumuð þið eftir þvi hvernig Sjálfstæðisakademían með Vilhjálm í broddi fylkingar ætlaði að koma orkuveitunni í hendur þeirra aðila sem arðrændu þjóðina, hafa menn velt fyrir sér það tjón sem af því hefði skapast fyrir borgarbúa ef það hefði tekist??

Afhverju eru menn svona illa fastir í gryfjunni, að geta ekki hugsað sér að veita öðru fólki brautargengi til að reyna að reysa borgina á nýjan stall? Stöðnunin er algjör eins og staðan er í dag, þetta niðurrifspakk sem hreiðrað hefur um sig í náðhúsi borgarinnar í gegnum tíðina hefur eingöngu hugsað um rassgatið á sjálfu sér.

Baldvin Þór Jóhannesson, 21.5.2010 kl. 23:11

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Framboð Besta flokksins er aðeins brandari. Það getur ekki verið neitt annað. Og sannast sagna er engin óreiða í borgarmálunum. Síðustu tvö árin hefur verið festa í stjórn borgarinnar. Þar áður voru þrír meirihlutar. Þannig er það bara í lýðræðislegu kerfi, við því er ekkert að gera. Við höfum ekkert betra.

Besti flokkurinn hefur ekki kynnt sig með öðru en hálfsögðum bröndurum og illa gerðri stefnuskrá sem vart stendur undir nafni. Væri ekki frægur uppistandari í fyrsta sæti fengi flokkurinn ekkert fylgi.

Auðvitað byrja menn einhvers staðar. Það er vonlaust að menn stökkvi inn í borgarstjórn nema fólk kynni sig og stefnu sína. Annað er hrein móðgun við kjósendur. Enginn frambjóðandi Besta flokksins hefur kynnt stefnu sína að neinu viti. Og þeir hafa komist upp með það meðan aðrir frambjóðendur eru „grillaðir“ í fjölmiðlum.

Það sem skiptir mestu máli eru fjármál og atvinnumál borgarinnar. Þó margt megi segja um fjórflokkinn hefur hann haldið mjög skynsamlega á málum síðustu tvö árinu undir öruggri stjórn núverandi borgarstjóra. Jón Gnarr og félagar hans geta ekki bætt um betur.

Raunar bendir „stefnuskráin“ flokksins einfaldlega til að hrun verði í efnahag borgarinnar eftir kosningar. Menn geta endalaust slegið höfðinu við steininn og haldið því fram að Besti flokkurinn verði ekkert lakari en hinir „spilltu flokkarnir“. Það er einfaldlega rangt, KOLRANGT.

Leikaraskapur Besta flokksins ber ekkert annað með sér en tóma óreiðu og heimsku í stjórn borgarinnar. Borginni mun hnigna verði þetta úrslit kosninga.

Það sem höfuborgin þarf er pólitísk forusta ekki stefna um einærar plöntur frá tæplega einærum brandaraflokki.

Ég met Jón Gnarr mikils sem leikara og uppistandara en mér er meira í mun að lýðræðið bíði ekki hnekki vegna misnotkunar á því. En líklega eiga kjósendur ekki annað skilið en það sem meirihlutinn velur.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.5.2010 kl. 23:13

9 Smámynd: Einhver Ágúst

Meira svona, opin og uppbyggileg umræða og þroskuð skoðanaskipti. Takk fyrir stuðninginn og athyglina. Skoðið nú faglega getu okkar hinna á listanum og hakkið okkur í ykkur. Við leggjum til að þið skoðið allann listann og komandi stuðningsmannalista, ég veit að fæstir vilja flíka þeim sem bak Hönnu Birnu standa enda þeir faldir vel.

En bara, áfram allskonar og burt með lélegt!

 Kv Einhver Ágúst 13 sæti Besta flokksins

Einhver Ágúst, 21.5.2010 kl. 23:29

10 Smámynd: Baldvin Þór Jóhannesson

Ekki svona neikvæður, einu sinni er alltaf fyrst. Aldrei að dæma fyrirfram.

Baldvin Þór Jóhannesson, 21.5.2010 kl. 23:33

11 Smámynd: Einhver Ágúst

Jújú leyfum neikvæðni líka, það má alveg hata okkur eða finnast við lúðar, það er opið og lýðræðislegt. Það er svona allskonar.

Einhver Ágúst, 21.5.2010 kl. 23:36

12 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Hvernig á að vera hægt að skoða faglega getu þeirra sem eru á listanum þegar engin kynning fylgir? Einhver Ágúst matreiðslumaður ... Eiga kjósendur að þekkja manninn.

Og fyrir alla muni ekki gera lítið úr skoðunum þeirra sem hérna rita. Hingað til hef ég ekki hatast við einn eða neinn né uppnefnt fólk. Þetta er sá vettvangur sem ég kynni skoðanir mínar og vilji svo til að einhver sé ekki mér sammála, þá verður svo að vera - þó það sé ekki „svona allskonar“.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.5.2010 kl. 23:42

13 Smámynd: Benedikta E

Satt best að segja - þá held ég að fólk átti sig ekki á því hvað er í gangi og ekki hvað síst Bestiflokkurinn sjálfur - áttar sig ekki á hvort um grín eða alvöru er að ræða.

Þannig hefur framboð Besta snúist upp í andhverfu sína. Merkilegt........

Benedikta E, 22.5.2010 kl. 00:02

14 Smámynd: Baldvin Þór Jóhannesson

einhver ágúst einhver þessi einhver hinn, og hvernig á að þekkja þessa menn á listanum Ágúst hver?  Þekkið þið Borgarstjórann vitið þið hver hún er eða Dag B eða alla hina í fjórflokkamunstrinu? Þekkið þið þetta fólk persónulega eða bara í gegnum fjölmiðlaumræðuna?

Aðalatriðið er að þetta fólk er kosið af fólki, og fær umboð frá því til að æxla þá ábyrgð að vinna fyrir fólkið sem kaus það, en því miður þá hefur þetta fólk brugðist skyldu sinni gagnvart fólkinu, og ekkert nema eðlilegt að fólkið vilji breytingar.

Baldvin Þór Jóhannesson, 22.5.2010 kl. 00:10

15 Smámynd: Einhver Ágúst

Já þarna er andhverfan komin aftur upp á yfirborðið, ég var alls ekki að gera lítið úr einum né neinum. Ég fór ekki í framboð og bjóst við að ALLIR myndu bara elska mig og verða mér sammála alla tíð, og elti ekki ólar við slíkt það er algjör tímasóun.

Ég er matreiðslumaður já og er að bíða eftir að greina um áherslur mínar í skólamáltíðum, rekstri skóla og almennum rekstri stofnana og fyrirtækja í eigu borgarinna verði birtur en sökum þess að ég er aðeins í 13sæti þá er erfitt að komast í gegn, en sjáum til eftir helgi.

Auk þess birti ég grein í gær um fangelsismál og aðkomu borgarinnar að þeim í Morgunblaðinu.

Svo er bloggið mitt opið öllum en ég hvet fólk til að skoða síðustu mánuði sérstaklega þarsem ég hef lagt af ýmsa ósiði sem umbótasinnar eiga við að stríða.

Einsog að þurfa alltaf að hafa rétt fyrir sér.

Kv Einhver Ágúst 13 sæti Besta flokksins.

Hafðu enga áhyggjur Sigurður þó að þetta virki framandi fyrir þér þá verður þetta allt í lagi.

Einhver Ágúst, 22.5.2010 kl. 00:13

16 Smámynd: Baldvin Þór Jóhannesson

Benedikta, borgin getur nú varla verið verra stjórnað  eins og dæmin sýna, skuldir í hæstu hæðum og valdaklíkan í náðhusinu matar krókinn sem aldrei fyrr. Allt annað er betra en þetta sukklið sem hreiðrað hefur um sig þar, sama hvað vitlaust það er.

Baldvin Þór Jóhannesson, 22.5.2010 kl. 00:23

17 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Hefur ekki hvarflað að þér Sigurður að alvaran gæti leynst á bakvið fíflalætin?

Þráinn Jökull Elísson, 22.5.2010 kl. 02:58

18 identicon

Komið þið sæl; Sigurður síðuhafi - sem og, þið önnur, hér á vef !

Sigurður Sigurðarson og Guðmundur Júlíusson ! 

Án; alls gamans ? Við hverju bjuggust þið, ágætu drengir ? Fólkið; sem býður fram, í nafni gömlu sukk listanna; B - D - S og V, mætti þakka fyrir, að hljóta náð, fyrir augum Guðfeðra Ítölsku Mafíunnar, suður á Sikiley - hvað þá; að fá inngöngu, í hana, ykkur að segja.

Skynsamleg; sem íhugunarverð, spurning Þráins Jökuls (nr. 17), til þín, Sigurður minn.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 22.5.2010 kl. 03:30

19 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta eru undarleg komment við nokkuð gott blogg.

Einhver Einar, er ekki framboðs ykkar að kynna frambjóðendur og stefnuna, eða eru þið kannski bara grín líka.

Það er ljóst að þetta framboð á allt sitt fylgi leikaranum Jóni Gnarr að þakka. Enginn hinna frambjóðenda framboðsins getur eignað sér neitt af því, enda er ykkur haldið til hliðar. Hvers vegna skyldi það vera?

Gunnar Heiðarsson, 22.5.2010 kl. 04:14

20 Smámynd: Ragnar Eiríksson

@Guðm. Júlíusson.   og aðrir

Ég held að það hafi nú éngir átt von á því sem nú er að koma fram varðandi fylgi og e.t.v. best að sjá hvort það rætist.     Röðun á þennan Besta Flokks lista hefur augljóslega ekki verið hefðbundin og Jón Gnarr sagði í viðtali  þegar hann var spurður um fjármál "Er ekki einhver hjá borginni sem sér um svoleiðis?"!   Hann sagði líka um hvað hann ætlaði að gera ef kosningin færi eins og spáin sýndi - "Nú ætli við byrjum ekki á að tala saman!"     Er það ekki fínt upphaf, sérstaklega ef það verður ekki svona leyni-eitthvað?     Vafalaust eru margir úti í þjóðfélaginu, heiðarlegt og réttsýnt fólk, sem vill rétta hjálparhönd þó það hafi ekki viljað fara á lista sem flestir líta á sem grín.

Ragnar Eiríksson, 22.5.2010 kl. 04:32

21 Smámynd: Einhver Ágúst

Hahahah....gelðin og vonin sem er á stjái um allanna bæ er eitthvað að fara framhjá ykkur en endilega komið á kosningaskrifstofuna okkar kl 13 í dag og fáið ykkur kaffi og kökur, við erum til húsa að Aðalstræti 9...þar getið þið hitt mig og ég get sagt ykkur persónulega frá reynslu minni af rekstri skólaeldhúsa og hugmyndum mínum í þeim málum svo dæmi séu tekin.

Það er svolítið erfitt að komast að með sín mál peninglausir og í því flóði greina sem er inná fjölmiðlana, mér hefur tekist að fá eina grein birta um fangelsismál í Morgunblaðinu og svo hef ég reynt vikum saman að koma grein í Fréttablaðið um skólamáltíðir.

Kv Einhver Ágúst

Einhver Ágúst, 22.5.2010 kl. 10:29

22 Smámynd: Einhver Ágúst

Ég sé nú ekki marga aðra frambjóðendur hérna inni að tala við ykkur, er það ekki eitthvað? Auk þess verður það að teljast sterkt að eyða bara broti af þeim peningum sem hinir flokkarnir nota til auglýsinga í þessa kosningaherferð með þessum árangri, það gefur nú fyrirheit um ráðdeild og framkvæmdagleði. Ekki haldið þið að Jón geri þetta allt sjálfur?

Einhver Ágúst, 22.5.2010 kl. 10:33

23 Smámynd: Benedikta E

Baldvin - góði besti fylgist þú ekkert með því sem er að gerast í borgarmálunum í dag - við lifum ekki á tímum R-listans í Reykjavík að öðru leiti en því að reisa Reykjavíkurborg úr rústum þeim sem R-lista martröðin kom borginni í á þessum 12 árum sem R-listinn sat við kjötkatlana og mataði eigin krók.

R-listanum tókst að reka borgarsjóð með bullandi halla öll 12 árin - meira að segja góðæris árin 2002 - 2006 var bullandi halli á borgarsjóði hjá R-listanum.

Í borgarstjóra tíð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur - 2 síðastliðin ár hefur borgarsjóður verið rekinn með hagnaði árið 2009 var hagnaður borgarsjóðs 3.2 milljarðar - stöðugleiki hefur ríkt í borgarmála starfinu skattar ekki hækkaðir né heldur þjónustugjöld.

Hanna Birna hefur lagt mikla áherslu á íbúalýðræði  - borgarbúar kunna vel að meta störf Hönnu Birnu og treysta henni vel fyrir störfum borgarstjóra í Reykjavík.

Benedikta E, 22.5.2010 kl. 10:58

24 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Varðandi grínframboð eða hálfpartinn grínframboð og ástæða þess að fólk styður eða setur atkvæði sitt þangað, má skipta í 2 megin flokka:

1. Fólk fílar húmorinn

2. Yfilýsing um andstöðu við hefbundin stjórnmál og ekkert "alvöru" framboðanna sé þess virði að kjósa.

Ætli í umræddu tilfelli sé ekki svona samband af 1&2 að ræða.

En, veit það ekki, að mín tilfinning er að i þessu tilviki skipti Jón sjálfur dáldlu máli.  Það er hefð fyrir því á íslandi að sá sem leiðir lista eða flokk skiptir miklu máli.  Foringji listans o.s.frv.

Málið er bara að fólk sér eitthvað í Jóni sem fær það til að leita til hans (án djóks)  Fólk hefur mikla trúa á honum og líkar framganga hans og framkoma útávið.   Það hefur trú á honum og trúir að hann geti leitt það eða samfélagið til góðs,  götuna fram eftir veg.  Held það.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.5.2010 kl. 11:19

25 Smámynd: Sigurður Hreiðar

Kúgaðu fé af kotungi, / svo kveini undan þér almúgi; / þú hefnir þess í héraði, / sem hallaðist á alþingi.

Mér sýnist þessi vísa Páls Vídalíns lögmanns (d. 1727) eiga vel við um þá Reykvíkinga sem ætla að kjósa sér grínborgarstjórn fyrir næsta kjörtímabil.

Sigurður Hreiðar, 22.5.2010 kl. 15:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband