Ótrúlega líkir óróar 12. apríl og 6. maí

100412_godabunga_oroi_988133.jpg

Þann 12. apríl var Eldgosinu á Fimmvörðuhálsi lokið. Síðan þá er óróamælingin frá Goðabungu hér til vinstri.

Á henni sést hvernig sveiflurnar hjaðna niður í nokkuð flatar línur. Ég skrifaði pistil um óróamælinguna þennan sama dag og af vanþekkingu minni hélt ég að sveiflurnar væru eingöngu vegna gossins á Hálsinum og flatinn væri merki um að gosinu væri lokið.

Til samanburðar er hér óróamæling frá því fyrr í dag, 6. maí. Nú velti ég því fyrir mér hvort eitthvað sé líkt með þessum tveimur mælingum.

100506_oroiamaeling.jpg

Getur til dæmis verið að hægri hluti sveiflanna í mælingunni frá því 12. apríl eigi við innantökur undir Eyjafjallajökli á þeim tíma og þær hafi verið fyrirboði um gosið sem hófst þar rétt fyrir miðnætti 13. apríl? 

Samanburðurinn er óróamæling dagsins í dag. Þar falla sveiflurnar niður í nokkuð flatar línur eða virðast ætla að gera það.

Getur verið að óróinn hægra megin á þessum síðustu mælingum, þar sem risið er hæst, eigi að hluta til  eða öllu leyti rót sína að rekja til kvikuinnskotsins sem sagt er að hafi bæst við í gær?

Nú hefur þetta kvikuinnskot valdið aukningu í eldgosinu og því verða engar sveilfur á óróamælingunum, flatinn hefst. Þetta gerðist líka þann 12. apríl, gosið var í þann mund að hefjast og sveiflurnar flöttust út. 

Og nú væri gaman ef einhver jarðfræðingur nennti að svara og segja manni til. 

 

 


mbl.is Búast má við töluverðu gjóskufalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Það þarf ekki að vera að þessi kvika valdi miklum hávaða á gosóróaplottum. Sérstaklega í ljósi þess að hún er mjög seig samkvæmt efnagreiningu HÍ. Þetta verður hinsvegar bara að koma í ljós eins og svo margt annað.

Jón Frímann Jónsson, 7.5.2010 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband