Baðheitt vatn í allan dag í Markarfljóti

100502_987204.jpg

Miklir gufumekkir rísa nú upp frá lónsstæðinu fyrir framan Gígjökul. Þetta byrjaði allt með smá gufuhnoðrum um klukkan 19 en upp úr kl. 20 hefur sjóðheitt bráðvatnið runnið niður eftir árkeilunni og áleiðis að Markarfljóti.

Mæli eindregið með því að lesendum opni síðuna www.vodafone.is/eldgos og skoði náttúruöflin í ham.

Vatnið undan Gígjökli hefur verið heitt í dag eins og má sjá á meðfylgjandi mynd af hitagrafi mælis í Markarfljóti við Þórólfsfell. Takið eftir miklum og nærri reglubundnum sveiflum í hita.

100502_roagraf_kl_2024.jpg

Þar hefur bráðvatnið blandast Markarfljóti og hefur vatnið þar í dag og í gær mælst um 15,5 gráðu heitt. Sem sagt hægt að baða sig í því þó svo að fæstir myndu nú taka áhættuna. Núna er það um 5.7 gráður og á öruggleega eftir að hækka.

Mér hefur sýnst vera frekar lítið vatn koma undan jöklinum í dag. Ef til vill hefur nú losnað um stíflu uppi í jökli sem gerir það að verkum að vatnið sem hefur verið að sjóða í allan dag nær nú niður á láglendi.

Skýringin gæti nú einnig verið vegna óvenju mikillar virkni í eldgosinu. Samkvæmt órámælunum hafa slættir náð nýjum hæðum og hafa aldrei verið meiri frá upphafi goss. 

Þetta má glögglega sjá á meðfylgjandi mynd af óróamælunum eins og hann var fyrir nokkrum mínútum. 

 

 

 


mbl.is Gosvirkni eykst enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Eiríksson

Nú kl. 22.25 er farinn að sjást eldur ofan til í brún Gígjökuls og mér sýnist það vera goseldur en ekki glóð af hrauni!     Getur verið að sprungan hafi lengst svona mikið til norðurs eða opnast ný sprunga þarna???

Ragnar Eiríksson, 2.5.2010 kl. 22:31

2 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Og nú sést glóðin í hrauninu- reyndar betur hjá Mílu.

Helga R. Einarsdóttir, 2.5.2010 kl. 22:33

3 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Mér finnst ótrúlegt að sprungan sé að lengjast. Held að reglan sé sú að þegar eldgos á sprungu hafi þrent sig niður í einn eða tvo gíga haldi það sig þar. Nema því aðeins að ný sprunga opnist eins og á Fimmvörðuhálsi. Á móti kemur að ég hef ekkert vit á þessum.

Tek undir með Helgu að þetta er líklega bjarminn af glóandi hrauni, líklega í bröttu rennsli. Þá brotnar það og glóðin sést.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 2.5.2010 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband