Sigur fyrir landsbyggðina

Til hamingju Hólmarar. Þetta er í fyrsta sinn sem Íslandsmeistaratitillinn í körfuknattleik lendir utan suðvesturhluta landsins. Því ber að fagna og rétt eins og leikmaður Snæfells sagði í viðtali á Stöð2 Sport: Þetta er sigur landsbyggðarinnar.

Með dugnaði og þolinmæði hefur lið Snæfells styrkst með hverju árinu sem líður. Nú vinna þeir tvöfalt. Það er stórkostlegur árangur og fyllilega verðskuldaður.

Þegar íþróttalið í bæjarfélag með 1100 íbúa verður Íslandsmeistari þá telst það til tíðinda og hvatning til íþróttaliða og sveitarfélaga út um allt land. Ekkert er ómögulegt lengur í íþróttum.

 


mbl.is Titillinn í Stykkishólm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hamarinn

Er ekki Snæfellsnesið talið til suðvesturhluta landsins?

Hamarinn, 29.4.2010 kl. 21:57

2 Smámynd: Hamarinn

Nei að sjálfsögðu ekki vitleysa hjá mér.

Hamarinn, 29.4.2010 kl. 21:58

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Frábært :-)

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 29.4.2010 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband