Skyndilegt lífsmark undir jöklinum

100414_jar_skjalftar.jpgSamkvæmt jarðskjálftagrafi Veðurstofunnar á vedur.is er að sjá sem upptök jarðskjálftanna séu í toppgígnum sunnanverðum. Jafnvel sunnan við hann, sunnan Hámundar, sem er hæsti tindur jökulsins.

Undanfarnar vikur og jafnvel mánuði hafa jarðskjálftarnir verið ofan Steinsholtsjökuls sem eru í jöklinum norðaustanverðum. Þetta kemur því nokkuð á óvart.

Þegar þetta er skrifað, um 02:30, er ekki að sjá að gos sé byrjað né heldur eru merki um gos nema á óróamælum Veðurstofunnar. Mælarnir á Goðabungu, Mörk og Skógum hafa verið hundflatir en allt í einu má sjá hviður. 

Sunnanverður Eyjafjallajökull er mjög brattur. Jökullinn er þykkur þarna efst en mestur er jökullinn í gígnum sjálfum.

Sé kvikuhlaup undir Eyjafjallajökli er alls óvíst hvar það kemur 

upp, komist það á annað borð upp á yfirborðið.

100414_oroamaeling.jpg

Síðast hljóp kvikan langar leiðir og náði yfirborði fyrir einskæra tilviljun á Fimmvörðuhálsi. Ekkert bendir enn til þess að það gerist núna.

Sem sagt, alls ótímabært að lýsa því yfir að Eyjafjallajökull sé til hvílu lagstur. 

 


mbl.is Rýming við Eyjafjallajökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

mér sýnist á óróamælum núna kl 03 að gos sé í þann veginn að hefjast ef ekki hafið.

Óskar, 14.4.2010 kl. 02:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband