Gönguleiðir sem eyðileggja landið

dsc00068_979922.jpg

Skil ekki þesa frétt: „... forða ágangi fólks um svæðið.“ Hvernig er hægt að forða ágangi? Er kannski átt við að takmarka ágang fólks um svæðið?

Stjórnmálamenn sem og almenningur má ekki missa stjórn á hugrenningum sínum. Áður en eitthvað er friðlýst verður að svara nokkrum spurningum. Til hvers er verið að friðlýsa? Hverju á friðlýsinga að skila.

Fjöldi staða og svæða víða um landi er í hrikalegu ástandi vegna ágangs ferðamanna. Nærtækast er að líta niður á Foldir, norðan megin við Fimmvörðuháls, á gönguleiðinni sjálfri. Meðfylgjandi myndir sem teknar voru sumarið 2007 sýna að ástandið var þá ekki gott, hefur versnað síðan, sérstaklega núna í mars og apríl og á eftir að versna eftir því sem kemur fram á sumarið.

Gönguleiðin upp með Heiðarhorni og á Morinsheiði er í hrikalegu standi. Væri ekki nær að líta til þessara atriða áður en farið að að friða gjósandi eldfjöll og iðandi hraun?

dsc00066.jpg

Ég hef margoft skrifað um þessi mál en veit ekki hvað á að gera til að ná eyrum ráðamanna. 

Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls er sú vinsælasta af lengri dagsferðum á landinu. Það er fínt. Gott að fólk kunni að meta þessa frábæru leið. Ekki minnka vinsældirnar vegna gossins. Vandinn er hins vegar sá að svo mikill ágangur skemmir landið, gönguleiðirnar stækka og breikka, vatn rennur í þær og dýpka, fólk fer úr gömlu förunum og við hliðina myndast nýjir og nýjir gönguslóðar.

Hvað er til ráða? Ekkert annað en að byggja upp gönguleiðir í halla, búa þar til palla eða grindur. Það hefur sýnt sig, t.d. í Strákagili og á Foldum að ekki þýðir að setja möl ofan í göngustígana. Mölin gengsst bara til, rennur undan hallanum og allt stefnir sem áður í óefni.

dsc_0122.jpg

Hvað skyldi umhverfisráðherrann vilja gera í þessu máli. Ég er handviss um að ferðafélagið Útivist myndi vilja leggja til sérþekkingu, mannskap og vinnu til að laga gönguleiðina svo fremi sem umhverfisráðherra myndi leggja til fjármagnið. Og það sem meira er, ég er handviss um að hundruðir sjálfboðaliða myndu vilja leggja á sig vinnu við lagfæringar á gönguleiðinni og það strax í sumar. 

Eða vilja menn sjá tug samliggjandi gönguslóða á viðkvæmu landi eins og myndin hér til hliðar ber með sér? Hún var tekin á Kili síðasta sumar, skammt sunnan Þjófadala.

 


mbl.is Gosstöðvarnar friðlýstar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga R. Einarsdóttir

Ég hef gengið þessar götur sem þú sýnir á myndinni, á KIli sunnan Þjófadala. Ég hef staðið í þeiri meiningu að þetta séu gamlar fjárgötur sem orðið hafa til á tugum og jafnvel hundrað árum, þarna á afrétti Tungnamanna. Fjárgötur sem ferðamenn hafa síðan gengið á sumrum, sér til gamans. Og svona gamlar fjárgötur eru mjög víða til á þeim leiðum sem uppsveitamenn til dæmis, hafa notað til fjárekstra. Friðun hefur dregist alveg skammarlega lengi.

Helga R. Einarsdóttir, 10.4.2010 kl. 19:16

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Það er rétt hjá þér, þetta eru gamlar fjárgötur. En svona geta gönguleiðir víða litið út ef ekki er gripið í taumanna. Svo ég svari minni eigin spurningu í niðurlagi pistilsins: Ég vil ekki að landið líti svona út. Þess vegna þarf að byggja upp gönguleiðir svo þær þoli áganginn. Margir vonast eftir milljón ferðamönnum til Íslands. Getum við tekið á móti þeim?

Bestu þakkir fyrir ábendinguna.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 10.4.2010 kl. 20:18

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Wolfang vill heldur hafa djúp spor eftir göngufólk, svona 1-4 samhliða slóðir. Þetta hefur alltaf verið í landslaginu og á þar heima alveg eins og önnur ummerki um að þar ferðist fólk og fé. Það má sjá þessa slóða í bæjum þar sem skólabörn stytta sér leið í og úr skólanum. Wolfang gekk ansi langt daglega til skólans. En hitt er hörmung með Hafnarfjarðarhraunið sem var. Þetta fallega og sérstaka hraun var látið víkja fyrir geymslum allskonar.

Wolfang

Eyjólfur Jónsson, 11.4.2010 kl. 00:49

4 Smámynd: Olgeir Engilbertsson

Sæll Sigurður. Ég er handviss um að göturnar á myndinni eru eftir hestaumferð fyrri tíma. Ég get bent á dæmi um svona. Fyrir ofan bæinn Hvamm í Holtum eru 21 svona götur hlið við hlið en þarna var meðal annars fjölfarið frá ferjustaðnum við Sandhólaferju. Á fitinni vestan við Landmannahelli eru svona götur og merkilegt nokk 21.. Þetta friðlýsingartal um gossvæðið er bara bull þó að gæta verði varúðar þarna. Engum datt í hug að hafa áhyggjur af Skjólkvíagosinu eða aðgangi fólks þar og maður hefði haldið að þjóðin vðri betur menntuð núna. Kv. Olgeir

Olgeir Engilbertsson, 11.4.2010 kl. 15:15

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka þér fyrir innlitið, Olgeir, gamli vinur.

Er fyllilega sammála þér varðandi friðun gosstöðvanna. Veit eiginlega ekki til hvers hún á að leiða.

Hitt er svo annað mál að ágangur fólks getur leitt til alvarlegra spjalla á landi. Umferð gangandi fólks er að skemma land beggja vegna við Fimmvörðuháls. Ég tel að grípa þurfi inn í og laga göngustíga, sérstaklega þar sem landi hallar. Þar þarf tvímælalaust að byggja upp göngupalla eða tröppur. Myndirnar með pistlinum tala sínu máli.

Á sléttu landi valda göngustígarr eða hestagötur ekki miklum skemmdu. Það er fyrst þegar vatn rennur ofan í slóðir í halla sem það gerist.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 11.4.2010 kl. 15:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband