Ekkert að marka hina háheilögu þrenningu

Lesendur hljóta að hrökkva í kút þegar þeir lesa um glæfraferð þeirra í BBC Top Gear. Hvar var lögreglan þegar þessir gæjar reyndu að keyra upp á hraunið? Hvar voru björgunarsveitirnar? Hvað voru almannavarnir að gera? Skyldi sýslumaður vita af þessu.

Og síðast en ekki síst hvar voru fréttamenn þjóðarinnar að gera og hvers vegna hefur ekki upphafist hneykslunarkór þeirrra yfir hegðun Bretanna?

Undanfarnar vikur höfum við lesendur fjölmiðlanna ekki komist hjá því að lesa um þá háheilögu þrenningu sem stjórnar gosinu, lögreglu, björgunarsveitir og almannavarnir. Þetta lið veit allt, kann allt og getur allt.

  • Mýrdalsjökull var lokaður vegna óveðurs en samt fékk Top Gear liðið að fara upp og ferðinn vestur á gosstöðvarnar tók tíu tíma.
  • Bannað er að fara nær gosstöðvunum en einn km en samt fékk Top Gear liðið að aka upp á heitt hraunið.
  • Björgunarsveitir eiga að passa upp á ferðamenn á Fimmvörðuhálsi og björgunarsveit var í för með Top Gear liðinu sem fékk að fara öllu sínu fram án þess að neinn segði múkk.
  • Í gær eða fyrradag reyndu nokkrir vitleysingar að ganga á nýja fellið og fjölmiðlafólkið hélt varla vatni yfir hneykslun sinni og kom því rækilega áleiðis til okkar, almennings.

Ljóst er af þessu að ekkert er að marka hina háheilögu þrenningu og vakt fjölmiðla vegna þess að augljóslega er ekki er sama Jón og séra Jón.


mbl.is Top Gear ók upp á heitt hraun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: eir@si

Já... 100% sammála og ég var ekki að herma eftir þinni blogfærslu þó mín hafi endað á því sama... þeim Jóni og séra Jóni!

eir@si, 8.4.2010 kl. 09:41

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Og ég gleymdi Pétri og Páli ... Grínlaust, þetta er furðulegt mál.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.4.2010 kl. 09:44

3 identicon

Er þetta bara ekki gamla sagan um Jón og Séra Jón ... eða var einhver búinn að stinga upp á því?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 10:16

4 Smámynd: Jón H B

1. Löggan var ekki þarna þar sem veður var kolvitlaust býst ég við.

2 Björgunarsveitir voru með í för.

3 Almannavarnir sváfu þessa nótt.

4. ég býst við að Ólafur Helgi hafi vitað þetta og sé búinn að gera búnað þeirra bresku upptækan.

Finnst sorglegt að þú sjáir ekki muna á Jóni röltandi einn upp á hraunið eða sjónvarpsupptökum BBC þar sem fyllsta öryggis hafi verið gætt.

Jón H B, 8.4.2010 kl. 10:19

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta mæta fólk frá BBC var bæði með björgunarsveit sér til aðstoðar og einnig var eldfjallafræðingur með í för.

Gunnar Heiðarsson, 8.4.2010 kl. 10:25

6 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þú skilur aldrei neitt, Grefils greyið. Sko, þjóðin hefur mismunað honum Jóni í marga áratugi enda er hann giftur henni Gunnu. Séra Jón er í almannavarnarnefndinni.

Hvað er þetta „fyllsta öryggi“? Annað hvort eru menn á heitu hrauninu eða ekki - akandi eða gangandi ;-). Ólafur Helgi sýslumaður er fjarri góðu gamni enda með lögsögu í öðrum hreppi ... Held að landafræðin hans sé álíka álíka og Þorkels sýslumanns.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.4.2010 kl. 10:26

7 identicon

Það kom fram á RUV í morgun hjá eldfjallafræðingnum, öðru hvoru megin við 8 fréttir, að þetta hafi verið gert með vitund og leyfi sýslumanns.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 10:26

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

fyrir mér er þetta ósköp einfalt;

1. Lokað

2. Opið

ekki flóknara en það

Jón Snæbjörnsson, 8.4.2010 kl. 10:34

9 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég hef enga trú á öðru en að Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur hafi haft gaman af þessari vitleysu. En hvort sýslumanni hafi verið skemmt veit ég ekki né heldur hvort hann hafi leyft þetta.

Hins vegar er ég staðráðinn í að fara upp á Háls í næstu viku og ætla láta mér í léttu rúmi liggja hvað þessir háheilögu hafa bannað eða ekki. Það stenst hvort eð ekkert sem þeir segja. Fer á skíði í hraunstraumnum ef mér líst á aðstæður ... Svo kæra þeir mig bara ef þeir hafa ekkert þarfara að gera.

Nei, Jón Snæbjörnsson. Síðast þegar ég var inni í Básum þá var opið, lokað, opið, lokað, opið, lokað ... Hef orð lögreglumanns fyrir því og hann hafði sýslumann fyrir því og sá hafði almannavarnir fyrir þessu og þær líklega ríkislögreglustjóra sem var í beinu sambandi við páfann og hann ...

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.4.2010 kl. 10:37

10 Smámynd: Jón H B

afsakar landafræðina, en rök þín eru barnaleg að sjá ekki muni á þessu. mátt snúa út úr eins og þú vilt.

Jón H B, 8.4.2010 kl. 10:38

11 identicon

Satt segir þú Sigurður ... og annað sem ég skil ALLS EKKI:

Ég skil ALLS EKKI út af hverju þessi eldgos þurfa alltaf að vera einhvers staðar lengst upp á fjöllum, þangað sem enginn kemst nema fuglinn fljúgandi utan ein og ein hræða og svo björgunarsveitirnar?

Hvers vegna getum við ekki fengið eldgos á Lækjartorgi eða úti á Nesi?

Ef svo færi gætu ALLIR bara farið þangað með strætó og enginn myndi rífast neitt um hver fengi forgang og hver ekki - eða hneykslast á því.

Ættum við ekki ÖLL að geta séð þessi eldgos, en ekki bara einhverjir útvaldir? Erum við ekki að tala um mannréttindi? Koma svo!

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 10:52

12 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Og svo eru eldgosin aldrei á Vestfjörðum, Dölunum, Norðurlandi vestra eða Austfjörðum. Hver er byggðastefnan í eldgosamálum? Þarf ekki lítið, huggulegt eldgos á Ísafirði til að draga að ferðamenn?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.4.2010 kl. 11:07

13 Smámynd: Kristján Hilmarsson

Það er líklega eins og bölva undir guðsþjónustu hér, en ég hlakka til að sjá þáttinn, hef alltaf gamman af því þegar aðrir leggja á sig "svaðilfarir" svo ég geti séð þær í sófanum mínum.

Kristján Hilmarsson, 8.4.2010 kl. 11:18

14 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Kristján, ekki misskilja mig. Mér finnst að menn eigi að fá að vera frjálsir ferða sinna á Hálsinum rétt eins og Top Gear liðið. Og auðvitað hlakka ég til að sjá þáttinn, þetta er einn besti sjónvarpsþátturinn sem í boði er.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.4.2010 kl. 11:26

15 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta á allt að fara á WikiLeaks. Þegar maður horfði á útsendingu Mílu frá hálsinum í gær var alveg eins og að horfa niður Laugaveginn á 17. júní.

En þetta er nú einu sinni á Íslandi, og hvar annars staðar er boðið upp á Drive-inn gos með öllu?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.4.2010 kl. 11:37

16 Smámynd: Ólafur Gíslason

Ætli þeir hafi ekki haft atvinnumenn með sér í för sem koma með af því að þá langar til og sjálfsagt fengið greitt eitthvað upp í kostnað og koma fram í vinsælum sjónvarpsþætti.  Það er allt annað mál en fávísir Íslendingar sem eru alltaf jafn hissa á því að það snjói í nóvember til apríl.

Ólafur Gíslason, 8.4.2010 kl. 11:42

17 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Maður getur rétt vonað að Halldór Sigurðsson fái smáþóknun fyrir eldfjallasafnið sitt út á þessa kvartmílu á nýrunnu hrauninu.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 8.4.2010 kl. 11:47

18 identicon

... ha, ha, ha ... snjóar í apríl ...

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 11:51

19 Smámynd: Ibba Sig.

Fjölmiðlafólk hefur meiri aðgang en almenningur og  þess vegna fékk Top Gear liðið að fara inn fyrir 1 km línuna. Og það er löggan sem ræður þessu.  Öryggisnetið var svo björgunarsveitin sem líka á tæki og tól til að koma fólkinu á staðinn í allavega aðstæðum.

Svona var þetta líka fyrstu daga gossins þegar björgunarsveitir ferjuðu vísindamenn og fjölmiðlafólk upp á hálsinn sem var lokaður almenningi. 

Ibba Sig., 8.4.2010 kl. 11:59

20 Smámynd: Dexter Morgan

Óhjákvæmileg athugasemd frá mér:

Björgunar og hjálpasveitir landsins eru ekki sjálfskipaðir "gæslu"aðilar. Sveitirnar eru til björgunar og hjálpar en ekki til gæslu á einu eða neinu, nema um það sé beðið sérstaklega og þá greitt fyrir það, s.s. lansdmót hestamanna, og aðrir stórir viðburðir.

En að Bretunum; þarna sannast á þá "utanvega-akstur" og ætti sýlsumaður Rangæinga að kæra þá strax og sekta þá feitt, eða eins og nemur 50% af Icesave :)

Dexter Morgan, 8.4.2010 kl. 13:52

21 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég hlakka til að sjá þennann þátt :D svo mikið er víst.

Sævar Einarsson, 8.4.2010 kl. 14:08

22 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Svona aðfarir sem þar að auki er verið að hefja upp til skýjanna eru stórhættulegar.

Má vera að þessi hópur hafi verið vel undirbúinn ( þí kviknaði í dekki ) en aðrir sem hafa enga forsendu til þess að gera eitthvað í líkingu við þetta gætu farið af stað og þá með skelfilegum afleiðingum.

Ég fór til Eyja þegar gosið hófst þar og var í því að koma eignum Eyjamanna í skip - þar kynntist ég þeim reginöflum sem búa a bak við gos -

við skulum umgangast þau öfl með virðingu og aðgát - þau ber að óttast.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.4.2010 kl. 15:18

23 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

sammála síðasta ræðumanni

Jón Snæbjörnsson, 8.4.2010 kl. 16:04

24 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Náttúruna ber að umgangast með virðingu og aðgát, ekki aðeins gosstöðvarnar. Ég skil hins vegar ekki hvers vegna sumir fá leyfi til að vera annan þessa eins km línu en aðrir ekki.

Gamall kunningi og mikill vísindamaður, Magnús Tumi, jarðfræðingur, fékk að lalla yfir hraunið af því að hann var með eitthvað tæki. Þetta hlýtur að vera eins konar „hraunflotholt“sem bloggarinn Grefill gæti hafa fundið upp.

Aðrir en jarðfræðingar, lögreglumenn og björgunarsveitarmenn sökkva auðvitað ofan í hraunið, er það ekki? nema að þeir hafi leyfi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.4.2010 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband