Ekkert að færðinni inn í Bása

Er eitthvað samsæri í gangi milli lögreglu og blaðamanna um að gera meira úr færð inn í Þórsmörk og Bása en efni standa til?

Samkvæmt upplýsingum frá skálavörðum og fararstjórujm Útivistar í Básum er sumarfærð þangað inneftir. Lítið sem ekkert er í ám en vegurinn er nokkuð grýttur á köflum.

Sú fullyrðing að bílar á 35" dekkjum eigin í erfiðleikum með að aka eftir Þórsmerkurvegi er tómt bull og vitleysa.

Það eina sem ökumenn þurfa að hafa í huga er að vinna rétt vöð yfir árnar og fara varlega. Þá á ekki aðeins við núna heldur alltaf. Vegurinn er grófur, hefur oftast verið það og þess vegna er vissara að aka með gát. Hann er hins vegar ekki gerður fyrir fólksbíla, aðeins stærri fjórhjóladrifsbíla. Lágir fjórhjóladrifsbílar gætu skemmst á veginum eða á leið yfir ár.


mbl.is Margir komnir í Þórsmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snæþór Sigurbjörn Halldórsson

Guð minn góður. Þú hlýtur að vera jafnneikvæðasti og samsæriskenningaglaðasti maður sem ég rekist á.

Sem betur fer er fólk varað verulega við því að fara inn eftir. Það kemur hugsanlega í veg fyrir að vegurinn stíflist af Suzuki Baleno, Austin Mini og Nissan Micrum sem annars myndu án vafa stöðva þarna allar leiðir.

Það dugði nú ekki að vara fólk við því að ganga á Fimmvörðuhálsinn ítrekað og benda á vindkælingu o.s.frv. Nei, samt fór fólk þarna upp í kippum á gallabuxum og fleiru þaðan af verra.

Ef þú ert ekki búin að keyra leiðina, þá legg ég til að þú reynir ekki að halda öðru fram en lögreglan er búin að halda fram. Hún hefur enga ástæðu til að ljúga að fólki.

Slakaðu svo aðeins á.

Snæþór Sigurbjörn Halldórsson, 30.3.2010 kl. 15:53

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Talaði fyrir klukkutíma við fólk sem ók þarna inneftir. Ekkert er að færðinni eins og fram kemur í blogginu. Hef aldrei vitað að jeppar á 35" dekkjum eigi í erfiðleikum með að aka eftir Þórsmerkurvegi.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 30.3.2010 kl. 15:57

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fólk hefur nú farið á smábílum í Þórsmörk, þó ég mæli ekki með því að neinn reyni það, sérstaklega ef honum er annt um pústkerfið á bílnum! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 30.3.2010 kl. 15:58

4 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Snæþór! hvað hefur þú komið oft inn í þórsmörk?Á öllum tímum árs? Eða Hvað heldur þú að Sigurður sé búinn að fara þarna inneftir margar ferðir á undanförnum áratugum? Ég held að hann sé jafn dómbær á það og Löggan.Það vita allir fullorðnir sem á annaðborð eru kunnugir,að það er bull að fara á fólksbílum þarna inneftir! En að það sé vont færi fyrir jeppa á 35 tommu dekkjum, er einhver mesta liga þvæla sem ég hef heirt lengi.

Þórarinn Baldursson, 30.3.2010 kl. 16:56

5 Smámynd: Börkur Hrólfsson

Ég held að staðarhaldarar í Húsadal séu á 35 tommu Hilux.

Börkur Hrólfsson, 30.3.2010 kl. 18:20

6 Smámynd: torfitj

Rólegir-Spakir-

Vanir menn vita að vegur inn í Þórsmörk er mjög grófur, fyrir óbreytta jeppa og ekki fyrir fólksbíla. Nú er vegurinn víða grafinn, svo 35" þarf að krækja sumstaðar. Árnar geta orðið mjög varasamar, eins og Hvannáin var að morgni 26.mars. Þá var Krossá ofan við Hvanná aðeins í hné, lygn og þæg, en Hvanná varasöm fyrir jeppa. Steinsholtsá vatnslítil en mjög gróf og Jökullónsáin lign og breið og enginn farartálmi..

Akið varlega !!

torfitj, 30.3.2010 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband