Engin brýn þörf á að gefa eldfellinu nafn

Engin ástæða er til að hlaupa upp og reyna að finna nafn á gíginn sem spýr nú eldi og eimyrju á Fimmvörðuhálsi. Vilji einhverjir leika sér að þeim málum má ekki hrapa að einhverjum niðurstöðum sem eru út í hött.

Af hverju er nafn Hálsins dregið? Hugsanlega er það af þeim fimm vörðum sem staðsettar eru á hryggnum vestan við Fimmvörðuskála Útivistar. Aðvísu eru vörðurnar bölvaðir ræflar en gætu þó verið hinar réttu. Þar, við vörðurnar er lítiuð fell, álíka hátt og eldgígurinn. Fellið hefur stundum verið nefnt Fimmvörðufell

Svo gæti verið að yfir háhálsinn hafi verið fimm vörður. Miðað við það veðravíti sem þana getur orðið er ekki ólíklegt að forðum daga hafi menn talið fimm vörður og þá verið komnir öðru hvoru megin yfir Hálsinn.

Við höfum nokkrar svipast um eftir slíkum vörðum en ekki fundið margar, þó hafa sést nokkrir ræflar vestan megin við Miðsker enda er þar grjótlendi og auðveldara að fá efni í vörður.

Nýja eldfellið þarf alls ekki að draga nafn af hálsins. Nóg er af litlum fellum og jafnvel stærri sem eru ónefnd. Til að friða þá sem eru óþreyjufullir er kannski hægt að leggja til nafnið Eldfell á Fimmvörðuhálsi og Hraunfoss í Hrunárgili. 

Hins vegar er engin þörf á að stökkva til núna. eldgosið er ekki vikugamalt og hver veit hvernig það hafar sér á næstu vikum eða mánuðum. Kannski á hraunið eftir að eyðileggja mikið í Þórsmörk og Goðalandi. Væri þá ekki rétt að kalla gíginn Spilli, Spillifell eða Tortímanda. 


mbl.is Fimmvörðufjall?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur B. Ingvarsson

Sæll Sigurður.  Ég er sammála þér með að óþarfi sé að nefna gíginn strax.  Hins vegar stingur í augun þegar fólk talar um að gosið, eða hraunið, eyðileggi hitt eða þetta í Þórsmörk eða Goðalandi.  Eins og verið sé að tala um framkvæmdir mannanna.  Þarna er landið bara í mótun og sér náttúran sjálf um verkið.

Guðmundur B. Ingvarsson, 25.3.2010 kl. 10:03

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Ég er fyllilega sammála þér. En ættum við ekki að grípa inní þegar yfir vofa skemmdir á þekktum og vinsælum náttúruminjum. Ert til dæmis hægt að halda hrauninu á Krossáreyrum svo það hvorki stífli vatnsföll né valdi því að þau slæmist inn í Bása eða skemmi mynni Langadals eða Slyppugils?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.3.2010 kl. 10:08

3 Smámynd: GAZZI11

Ég hefði nú viljað sjá þetta smágos fara í umhverfismat áður en gosið byrjaði. það er greinilegt að enginn tekur mark á þessum ríkisstofnunum.

Einhver talaði um það að gosið væri ekki á Fimmvörðuhálsi heldur í Goðalandi að mig minnir. Það væri rangnefni að kalla fjallið Fimmvörðufjall.

GAZZI11, 25.3.2010 kl. 10:17

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Mér skilst að á Fimmvörðuhálsi hafi gosið í algjöru óleyfi. Það er ástæðan fyrir því að nú stendur til að sameina Vinnumálastofnun og Vinnueftirlit. Ríkisstjórnin hefur í krafti meirihluta síns ákveðið að nú sé ekki réttur tími fyrir eldgos og skuli því nýja stofnunin skrúfa fyrir það við fyrsta tækifæri.

Þar að auki hefur umhverfisráðherra komið auga á að eldgosið getur verið atvinnuskapandi og það gangi alls ekki á krepputímum.

Rétt er að Goðaland markast af Hrunárgili í austri og Hvannárgili í suðri og vestri. Gosið er tvímælalaust á Fimmvörðuhálsi. Nauðsynlegt er að þetta komi fram því framundan er leit að gosrásunum enda stendur til að loka fyrir þær.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.3.2010 kl. 10:25

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sammála þér Sigurður. Stundin er einfaldlega ekki sú rétta í svona hugleiðingar. Vonandi verður þetta bara ferðamanna kreppu-björg, og ekki verði alvarlegri hamfarir í kjölfarið af þessu gosi. M.b.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.3.2010 kl. 10:31

6 Smámynd: Guðmundur B. Ingvarsson

Sigurður:

Ég sé enga ástæðu til að grípa inn í gang náttúrunnar.  Ef einhverjar þekktar og vinsælar náttúruminjar fara undir hraun þá verður svo að vera.  Við fáum bara nýjar náttúruminjar í staðinn - myndarlegan gjallgíg, háan hraunfoss, nýtt og fallegt hraun o.s.fr.

Gazzi:

Svona gos eru víst ekki matsskyld, eru alltént ekki á lista yfir matsskyldar framkvæmdir í lögum um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000

Guðmundur B. Ingvarsson, 25.3.2010 kl. 10:40

7 Smámynd: Njörður Helgason

Fjallið fái nafn Þórðar Tómassonar!

Það er eitt nafn sem mér finnst að þetta fjall eigi að fá: Þórðarfjall!

Þetta fjall er á Fimmvörðuhálsi undir Eyjafjallajökli sem er bæjarfjall Eyfellinga. Þórður Tómasson frá Vallnatúnum býr í Skógum undir Eyjafjöllum. Í Skógum hefur Þórður byggt upp byggðasafn Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu.Stórmerkilegt safn minja, byggðanna og heimilda í riti á skjalasafninu sem er þar

Fimmvörðuhálsinn er tenging milli sýslanna sem Þórður hefur safnað heimildunum frá og safnað saman í Skógum.

Það væri því góð virðing að nefna þetta nýja fjall í höfuðið á Þórði Tómassyni: ÞÓRÐARFJALL!

Njörður Helgason, 25.3.2010 kl. 10:41

8 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þú segir nokkuð. Þetta gæti ég stutt enda Þórður liggur mikið eftir ævistarf hans.

Þó er ég ekki viss um að Þórður myndi telja nafngiftina heiður ef hraunið færi nú að valda skemmdum og illum breytingum á þeim slóðum sem hann unnir framar öðrum. Um Þórsmörk hefur hann skrifað stóra og fræðandi bók sem er okkur öllum til leiðbeiningar.

Verði skaðinn af þessu mikill sé ég ekki annað en nafnið Kreppukambur eins og einhver nefndi í athugasemdum við bloggið mitt fyrir nokkrum dögum. Má þetta til sannsvegar færa enda byrjaði Kreppan á að senda allt ofan í Hruna rétt eins og efnhagaskreppan hófst með hruni.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 25.3.2010 kl. 10:52

9 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Skiptir það í alvöru einhverju máli hvort fólk er að gera sér að leik að spá í nafni á þetta eða ekki. Er þetta ekki bara yfirþyrmandi þörf bloggara að tuða yfir öllu mögulegu.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 25.3.2010 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband