Stjórnarandstaðan og almenningur með forystu

Ríkisstjórnin er með ólund og hún hefur dregið lappirnar í Icesave málinu í nærri eitt ár. Sá tími hefur einkennst af ótímabærum og fljótfærnislegum yfirlýsingum. Heimsendaspárnar hennar hafa enn ekki ræst og samt eru Bretar og Hellendingar tilbúnir til viðræðna.

Pólitískt séð hefur ríkisstjórnin og einstakir ráðherrar látið stilla sér upp við vegg. Næst á dagskránni er þjóðaratkvæðagreiðslan sem þýðir þýðir hrein og klár aftaka ríkisstjórnar.

Á sama tíma og stjórnarandstaðan hefur forystu í Icesave málinu standa almennir borgarar fyrir vörn þjóðarinnar á innlendri og erlendri grundu. Hinn ágæti InDefence hópurinn sem hefur sýnt og sannað að drifkraftur þjóðarinnar er fyrst og fremst meðal almennings, ríkisstjórn og meirihluti þingsins er annars hugar.

Þetta leiðir hugan að samsetningu löggjafarsamkundunnar. Liðið sem þar hefur meirihluta hrópaði manna hæst eftir hrunið en er nú tekið að sér það hlutverk að vera málsvarar kerfisins.

 


mbl.is InDefence til Hollands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Það er reyndar fráleitt að tala um aftöku ríkisstjórnarinnar í sömu andrá og að tala um þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún á aldrei að tengjast lífi eða falli ríkisstjórna - aldrei. Þjóðaratkvæðagreiðsla á að standa algerlega sjálfstæð gegn bulli um fall eða ekki fall ríkisstjórnar - hefur bara ekkert með vilja þjóðarinnar í einstöku máli að gera. Mjög rangt að nálgast svo lýðræðislega tilburði með þessum hætti.

Andrea J. Ólafsdóttir, 25.2.2010 kl. 10:53

2 Smámynd: Guðmundur Björn

Andrea:  Þú hefur væntanlega lesið yfir athugasemd þína áður en þú ýttir á senda?

Guðmundur Björn, 27.2.2010 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband