Gjaldþrotaleiðin, lögleg en siðlaus

Bankarnir valda miklum vandamálum með yfirtöku sinni. Samkeppnisstaða fyrirtækja sem enn eru í rekstri en þjást af skuldsetningu er mjög höll gagnvart þeim sem bankarnir hafa yfirtekið með eða án gjaldþrots. Fyrirtæki sem hafa verið aflúsuð af bönkunum hafa einfaldlega yfirburði á markaði.

Og hvað á þá að gera? Jú, það þarf að marka stefnu í þessum málum, koma því þannig fyrir að staða fyrirtæki verði eftir því sem kostur er jöfn. Eigendur fyrirtækja eiga ekki aðra möguleika en setja þau í gjaldþrot og stofna síðan önnur ný með nákvæmlega sama starfsfólki, sama tækjabúnaði, sama húsnæði og keimlíku nafni. Þetta er löglegt en siðlaust, svo gripið sé til orða sem eitt sinn voru fleyg.

Það þýðir ekkert fyrir þingmenn stjórnarflokkana að rísa núna upp á afturlappirnar og hvæsa að bönkunum. Engin lög eða reglur hafa verið sett um bætt siðferði taka á þessum málum hvað þá pólitísk stefnumótun um hvað skuli gera við fyrirtæki sem tekin eru yfir.

Það er bara Jóhanna Sigurðardóttir sem hefur heimild til að lýsa yfir vandlætingu og vanþóknun á stöðu mála enda er hún bara forsætisráðherra og stikkfrí. Af öðrum verður að krefjast einhverrrar lágmarks skynsemi.

Er svona mikið mál fyrir stjórnarþingmenn að álykta eða fá lög sett sem taka á vandanum?


mbl.is Gagnrýndi vinnubrögð bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við verðum að biðja þessar bleyður að gera eitthvað í málunum.

Sigurður Haraldsson, 17.2.2010 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband