Samningurinn batnar ekki þó Indriði og Svavar gelti

Fyrir liggur að samningur ríkisstjórnar Íslands við Breta og Hollendinga um ríkisábyrgð á Icesave mun ekkert skána hversu oft sem Indriði H. Þorláksson og Svavar Gestsson koma fram í fjölmiðlum. 

Samningnum verður einfaldlega hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu vegna þess að hann er vondur. 

Fullyrða má að réttlætingarherferð fjármálaráðherra fyrir þessum makalausa Icesave samningi byggist ekki á öðrum forsendum en þeim að grafa upp drög að eldri samningi og hrópa: Þó okkar samningur sé slæmur þá hefði hann getað verið verri!

Ríkisstjórnin er í mikilli vörn. Hún gerir sér grein fyrir því að annað hvort verði samningnum hafnað eða nú þurfi að gera nýjan samning. Áður hafði hún fullyrt að samningurinn sem Indriði og Svavar gerðu sé sá besti sem í boði er og þess vegna þyrfti að samþykkja hann sem fyrst, annars ...

Ríkisstjórnin er ber að rangfærslum. Þess vegna beitir hún fyrir sig Indriða og Svavari. Þeir hafa hins vegar aldrei komið að kjarna málsins sem er að samningurinn þeirra er slæmur og verið er að undirbúa nýja samningalotu.


mbl.is „Makalaust innlegg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband