Ríkisstjórninni verður ekki kjaftað úr keldunni

Verði ríkisstjórnin gerð afturreka með eitt mikilvægasta mál lýðveldisins Íslands fyrr og síðar á hún tvímælalaust að segja af sér.

Ekkert er einfaldara.Ríkisstjórnin á að segja af sér og efna til kosninga.

Af hverju? Þjóðaratkvæðagreiðsla er ígildi þingkosninga. Í þeim lætur þjóðin álit sitt í ljós á verklagi ríkisstjórnar og það er endanlegur dómur. Ekki getur ríkisstjórnin haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Engu skiptir hvort ríkisstjórnin hafi verið mynduð í kringum lausn á Icesave málinu eða ekki. Öllu skiptir hins vegar að hún virðist hafa rekið það í þrot. Að því leytinu hefur stjórnin ekki traust þjóðarinnar. Pólitískir orðfimleikamenn mega ekki komast upp með að kjafta ríkisstjórnina út úr svona keldu.

Hins vegar er það er svo allt annað mál hvort ríkisstjórnarflokkarnir nái aftur meirihluta eftir næstu kosningar.

Icesave máli er kannski ópólitískt mál en því miður hefur ríkisstjórnin fyrir löngu misst tökin á því. Kaldhæðnin er í því fólgin að svo virðist sem þrælpólitísk ríkisstjórn hrökklist frá vegna ópólitísks vanda.

Þessu getur jafnvel orðaflaumurinn úr Ögmundi ekki breytt. 


mbl.is Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Það kerfi sem við höfum í dag virkar ekki þegar um svo afdrifaríkar ákvarðanir er að ræða einstaklingarnir sem eru við völd virðast hafa of mikil hagsmunatengsl við ofur peningavaldið. Það sem við þurfum er þjóðstjórn óháð flokkum sem sagt algera uppstokkun í kerfinu, að stjórninni mættu koma erlendir hagfræðingar ef ekki er um annað að ræða.

Sigurður Haraldsson, 13.1.2010 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband