Hugsanlega er hægt að skipuleggja 2000 manna landsfund

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er venjulega ekki skipulagður með stuttum fyrir. Flokkurinn er gríðarlega stór og fundinn sækja um tvö þúsund manns. Mörg hundruð manna starfa að málefnaundirbúning og þar viljum við flest eiga einhverja hönd í bagga. Undirbúningur hans tekur þar af leiðandi langan tíma.

Aðrir flokkar geta ábyggilega framleitt sennilega stefnu á nokkrum dögum, pantað lítinn sal og spjallað í góðu tómi um framtíðina og sagst vera tilbúnir í kosningabaráttu.

Sem betur fer er það ekki þannig hjá Sjálfstæðisflokknum. Við viljum hafa tímann fyrir okkur sé ætlunin að gera einhverjar veigamiklar breytingar á stefnu hans. Margir málefnafundir á landsfundi eru fjölmennari en aðalfundir eða landsfundir annarra flokka. Þetta er síst af öllu sagt til að gera lítið úr flokksstarfi annarra heldur eru þetta blákaldar staðreyndir.

Ábyggilega verður reynt að koma á landsfundi, kjósa formann og fylla í embætti varaformanns. Hér reynir hins vegar á að fjöldi fólks komi að málum og hjálpi til.

Þó andstæðingar Sjálfstæðisflokksins haldi öðru fram er mikil samvinna innan flokksins enda er hann flestum félagslega mikilvægur.


mbl.is Erfitt að flýta landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband