Hann sagđi ekki einu sinni bless ...

HnefibVinur minn einn er nćr óţolandi, létt spjall er ekki til í huga hans. Allt hefur einhvern tilgang, merkingu og jafnvel fleiri en eina. Svona menn eru frekar ţreytandi á tímum ţar sem sjónvarpiđ tćmir huga manns, Netflix, iTunes og ađrar menningarveitur og mađur ţarf ekkert ađ hugsa um tvírćđni eđa eitthvađ ţađan af dýpra. Eftir ţví sem mađur er meira matađur, hverfur sjálfstćđi hugsun og afleiđing er innantómt bergmál ţess sem mann rekur minni til ađ hafa heyrt ađra segja eđa vörpulegur leikari hefur látiđ sér um munn fara.

Jćja ... Ţessi ćskuvinur minn eđa öllu heldur kunningi, bauđ mér í heimsókn dag einn er norđaustanáttin gerđi ţví fésbókarfólki grikk sem hélt ađ nú ćtti ađ vera eilíft mćjorkasumar.

Viđ spjölluđum um daginn og veginn og ţar sem viđ höfđum ekki sést lengi ţurfti ég endilega ađ leita í reynslusögubankann og ţá var tilvaliđ ađ segja af svađilförum og hrakningum. Ég hef til dćmis ótal sinnum vađiđ yfir lćki, ár og jafnvel fljót og alltaf lifađ ţćr hörmungar af.

Ţá varđ mér á ađ segja frá gamla smíđahamrinum hans pabba sem hann erfđi frá föđur sínum og sá frá sínum. Og gamli sumarbústađurinn frćnku minnar stendur enn og er ţó orđinn eitthundrađ ára gamall og ég nefndi hann svona í framhjáhlaupi er ég minntist á fjallaskála.

Af minni hálfur var nú fáu logiđ en vinur minn, svo leiđinlega nákvćmur sem hann er, dró í efa ađ ég hafi oft vađiđ sömu lćki, stundum í leysingum, og straumharđar ár. Aha ... hrópađi ég ćstur og nefndi hrađmćltur til sögunnar Krossá, Reykjarfjarđarósinn og hugsanlega einhvurjar fleiri sprćnur.

Nei, sagđi vinurinn. Sko, ţú veđur hverja á bara einu sinni vegna ţess ađ vatniđ rennur í burtu og kemur aldrei til baka ... áfram streymir áin endalaust!

Svo benti hann mér á ađ gamli hamarinn hans langafa sé međ ţrjátíu ára gömlu skafti og tíu ára gömlum haus og ábyggilega ekki í fyrsta sinn sem ţessir hlutir hans voru endurnýjađir. Ţetta sé nú ekki sá ćttargripur sem ég hef gumađ af. Síđur en svo.

Sumarbústađur frćnku minnar er nú ekki allur sem hann sýnist, ţó fornfálegur sé. Hann benti á ađ hver einasta spýta í honum hefur veriđ endurnýjuđ ţó vera megi ađ í honum sé eitt og annađ sem teljist 100 ára en búiđ ađ sandblása og hefur fengiđ nýtt hlutverk. Gólfiđ er vissulega meira en eitthundrađ ára en ţađ er sannarlega komiđ úr húsi viđ reykvísku Hverfisgötuna sem var taliđ ónýtt og rifiđ fyrir mörgum árum ţó svo ađ endurnýta mćtti nokkur gólfborđ.

Viđ ţessu gat ég ekkert sagt, fannst raunar dálítiđ niđurlćgin felast í afhjúpuninni, óţarfa ađfinnslur sem drepa hefđbundnar samrćđur. Viđ ţögđum. Ég mundi eftir ţví ađ svona var hann líka í gamla daga. Í barnaskóla gat hann aldrei unnt nokkrum öđrum neinnar frásögu. Hann toppađi allt eđa dró í efa.

Ţá lét ég einfaldlega krók koma á móti bragđi, ef ţannig má ađ orđi komast. Uppi á vegg í hékk innrömmuđ mynd, plakat. „We never walk alone“, stóđ ţar međ stríđsletri og kennitákn frćga enska fótboltafélagins Liverpool.

Ég hallađi mér aftur í stólnum og lét fara vel um mig áđur en ađ ég skaut á hann ţví sem ég hafđi upphugsađ í skyndingu.

Já, má vera ađ ţetta sé allt rétt hjá ţér, kćri minn. Ţannig er ţetta líka međ fótboltafélagiđ ţitt. Á hverjum tíma er ţađ ekkert annađ en ţeir leikmenn sem sparka í tuđruna í samkeppni viđ önnur. Ţó klúbburinn sé 125 ára er hefur hann reglulega veriđ endurnýjađur eins og fjalirnar í húsinu hennar frćnku minnar. Raunar er hann eins og Krossá, alltaf rennur nýtt vatn um vađiđ - og kemur aldrei til baka. Á hverju ári bćtast nýir leikmenn í liđiđ og ađrir hverfa á braut. „They never stay for long“ ... Ég reyndi ađ endurbćta slagorđ Liverpool.

Liverpool er ekkert annađ en „lógóiđ“, sagđi ég og sveiflađi hendinni međ leikrćnum tilburđum og benti á plakatiđ.

Ţú ert nú meiri asninn, sagđi ţessi vinur ... kunningi minn. Hann ţurfti ekki ađ hugsa sig um. Ţú getur ekki snúiđ kenningum Forn-Grikkjans Herkakleitosar upp á menn. Ţetta á viđ dauđa hluti, drengur minn. Ćtlarđu kannski ađ halda ţví fram ađ lýđveldiđ Ísland sé ekki ţađ sama og ţađ var viđ stofnun, áriđ 1944?

Ég reyndi ađ leiđa ţetta hjá mér og benti á ađ félög vćru ekkert efnislega óáţreifanleg vćru ţau ţó til vegna ţess ađ ţau vćru formuđ á sama hátt og hlutir. 

Ég endurtek, ţú ert asni, sagđi kunninginn. Ţú ert ekki heimspekingur en ţađ er ég. Sé ţađ rétt sem ţú segir vćrirđu ekki sá hinn sami og ţú varst ţegar ţú fćddist vegna ţess ađ árlega endurnýjast líkaminn ađ hluta til og smám saman breytist hann. Ţú ert ennţá sami asninn og ţú varst ţegar viđ vorum í barnaskóla.

Skyndilega rann upp fyrir mér hvernig hann var í gamla daga. Hann hafđi einstakt lag á ađ gera lítiđ úr öđrum, ekki bara mér. Hann var ţessi leiđinda náungi sem skipti sér af öllu. Ef einhverjir hlógu og skemmtu sér hrinti hann einhverjum. Ţegar hann beiđ lćgri hlut í fótbolta átti hann ţađ til ađ stela fótboltanum og skera gat á hann. Á dansiböllum kippti hann stólunum undan stelpunum og reif í háriđ á ţeim. Hann var hávćr og frekur. Á örskotsstundu mundi ég ţetta allt, leiđindin, sárindin út af fótboltanum, stríđninni og ... ţađ sem mestu máli skipti ţeim tíma sem hafđi fariđ til spillis en hefđi getađ orđiđ eftirminnilegur.

Jćja, sagđi ég, stóđ upp og kýldi hann á kjaftinn svo hann steinlá á stofugólfinu.

Ţú hefur rétt fyrir ţér, sagđi ég, og nuddađi sáran hnefa hćgri handar. Viđ breytumst ekki, ţó hef ég ekki slegiđ nokkurn mann fyrr en núna.

Svo kvaddi ég en hann svarađi aungvu, sagđi ekki einu sinni bless.

Ţessi saga getur veriđ sönn.

 


Ţögn Píratar um launahćkkanir kjararáđs er hávćr

Píratar reiddust í fyrrahaust yfir ţví ađ kjararáđ úrskurđađi ađ hćkka skyldi laun alţingismanna, forseta Íslands og fleiri ađila. Nú hefur kjararáđ tjáđ sig um enn frekari hćkkanir launa ýmissa embćttismanna.

Ekkert hefur hins vegar heyrst í Pírötum sem njóta auđvitađ launa sinn ţó Alţingi sé ekki ađ störfum.

Ţeir sem fengiđ hafa launahćkkun á ţessu ári og í ţokkabót aftur í tímann eru:

  • Skógrćktarstjóri
  • Forstjóri Hafrannsóknar
  • Bankastjóri Íslandsbanka
  • Varformađur kćrunefndar útlendingamála (!)
  • Forstjóri tónlistarhússins Hörpu
  • Ríkislögmađur
  • Skrifstofustjóri Alţingis
  • Forstöđumađur Greiningar- og ráđgjafastöđvar ríkisins
  • Forstöđumađur Samskiptamiđstöđvar heyrnalausra og heyrnarskertra
  • Forstjóri Borgunar hf.
  • Ríkissáttasemjari
  • Forstöđumađur og varaformađur úrskurđarnefnda umhverfis- og auđlindamála (!)
  • Forstjóri Umhverfisstofnunar
  • Orkumálastjóri
  • Forstjóri Landsnets hf.
  • Jón Ţór ÓlafssonForstjóri Fjármálaeftirlitsins
  • Framkvćmdastjóri Fríhafnarinnar ehf.
  • Ferđamálastjóri
  • Ríkisendurskođandi
  • Hagstofustjóri
  • Sendiherrar
  • Forsetaritari
  • Varaforseti Hćstaréttar

Píratar segja ekkert. Hugsjón ţeirra byrjar og endar á eigin hag.

Myndin hér til hliđar er af hinum geđţekka ţingmanni Pírata Jóni Ţór Ólafssyni er hann talar tungum í rćđustól Alţingis ţann 1. júní 2017, sjá hér.

Ţann 9. júní 2017 fékk sá sem hér stýrir eftirfarandi grein birta í Morgunblađinu. Ekki er leiđinlegt ađ berja á hugsjónalausum Pírötum. Auđvitađ ţegja Píratar ţrátt fyrir gagnrýni, en ţeim líđur illa út af ţessu.

 

Jón Ţór Ólafsson, alţingismađur Pírata, reiddist illa ţegar kjararáđ hćkkađi rausnarlega laun ţingmanna. Honum fannst ţessi hćkkun á laununum sínum svo ... svívirđileg ađ hann hótađi ađ kćra hana eftir ţví sem hann sagđi í eftirminnilegri grein í Fréttablađinu ţann 8. nóvember 2016.

    • Hann hótađi ađ kćra kjararáđ fyrir forsetanum (sem í sjálfu sér er óskiljanlegt)
    • Hann hótađi ađ kćra kjararáđ (líklega fyrir dómstólum)
    • Hann hótađi ađ kćra formenn ţingflokka nema ţví ađeins ađ ţeir láti ráđiđ hćtta viđ hćkkunina.

Um ţrem vikum síđar fékk Jón Ţór Ólafsson 338.254 króna hćrri laun.

 

Hin hávćra ţögn Jóns Ţórs Ólafssonar

Síđan hefur ekkert heyrst í manninum. Menn hafa ţagnađ fyrir minna fé. Frá og međ 1. desember 2016, er launahćkkunin var greidd út í fyrsta sinn, gleymdi Jón Ţór hann öllum mótmćlum. Hann kćrđi engan, hann kćrđi ekkert, og líklega rak hann lögfrćđinginn ţennan sama dag.

Ţetta sama haust lýsti forseti Íslands yfir óánćgju međ launahćkkun kjararáđs og kvađst ekki hafa beđiđ um hana og myndi ekki ţiggja. Síđan hefur hann mánađarlega gefiđ um ţrjú hundruđ ţúsund krónur til góđgerđastofnanna. Ţegjandi og hljóđalaust. Já, ólíkt hafast menn ađ.

 

Hvađ varđ um launahćkkun Jóns Ţórs Ólafssonar

Sumir ţingmenn ţrífast á eigin hávađa, hreinlega elska röddina í sér, og ekki síst andlitiđ, sérstaklega í fjölmiđlum. Ţađ er svo gaman ađ standa upp og rífa sig út af réttlćtis- og lýđrćđismálum. Ţeir eru samt svo hávćrir og óđamála ađ rökhugsunin týnist í öllum ţessum látum ... hafi hún nokkurn tíma veriđ til stađar. 

Ţegar launahćkkunin upp á 338.254 krónur bćtist í budduna segja menn eins og Jón Ţór Ólafsson, Pírati í hálfum hljóđum: Vá ... Svo ţegja ţeir og vona ađ enginn muni eftir frumhlaupinu.

Hvađ gerđi Jón viđ launahćkkunina sína? Um ţađ hefur hann ekkert sagt. Hér eru fjórar spurningar:

1. Afţakkađi hann hana?

2. Lagđi hann hćkkunina inn á bankabók til ađ geta skilađ síđar, međ eđa án vaxta?

3. Fór hann ađ dćmi forsetans og gaf hćkkunina til góđgerđarmála?

4. Hirti hann hćkkunina ţegjandi og óhljóđalaust?

 

2,4 milljón króna gróđi Píratans

Nú eru liđnir sjö mánuđir síđan Jón Ţór Ólafsson, Pírati, fékk launahćkkun frá kjararáđi og á ţeim tíma hefur hann grćtt rúmlega 2,4 milljón króna ofan á föstu launin.

Ţó hann sé hćttur ađ tala um kjararáđ er hann enn hávćr, hefur höndlađ sannleikann, réttlćtiđ og lýđrćđiđ í allt öđrum málum.

Ţrjúhundruđ og ţrjátíu ţúsund kallinn hjálpađi vissulega til, styrkti eflaust sjálfstraustiđ.

Svona eru nú margir ţingmenn, ekkert nema óhljóđin og sjálfselskan og gjörsamlega hugsjónlausir. Launahćkkun ţingmanna var aldrei dregin til baka eđa felld niđur.

Ţrátt fyrir hávćr mótmćli lifa ţeir í vellystingum á ţessum ágćtu launum og myndu aldrei skila ţeim eins og forsetinn ...

Um leiđ ţverr virđing Alţingis. Máliđ er löngu gleymt og ţingmenn eru innst inni guđs lifandi fegnir ađ hafa fengiđ ţessa feitu launahćkkun kjararáđs.

Munum launahćkkunina nćst ţegar píratinn Jón Ţór Ólafsson fer hamförum á ţingi, ađ hann meinar ekkert međ ţví. Ekki frekar en ţegar hann mótmćlti launahćkkun kjararáđs til handa ţingmönnum.

Ţetta er bara leiksýning, spuni.


Bloggfćrslur 25. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband