Augnabliki síđar lá ég óvígur í gólfinu ...

SS logreglan 1977Árin 1976 og 1977 fékk ég sumarvinnu í lögreglunni í Reykjavík. Ţetta ţótti mikil upphefđ í ţá daga, vel launađ starf og mikil yfirvinna.

Í liđinu var margt gott fólk, sumhvert ţekkir mađur enn ţann dag í dag Til dćmis hann Sćvar Gunnarsson, fyrrum varđstjóra, sem nú er ađ vísu hćttur störfum. Drengur góđur, fróđur og skemmtilegur. Hitti hann aftur í vetur sem leiđ. Hann hefur ekkert breyst.

Ćtli viđ höfum ekki veriđ um fimmtán strákar sem fengum ráđningu fyrra sumariđ mitt. Ég fékk númeriđ 208, var líklega sá tvöhundrađasti og áttundi í lögreglunni. Minnir ađ hćst númeriđ hafiđ veriđ 215. Reyndar löggur gerđu grín ađ okkur og sögđu okkur bera símanúmer! 

Gamlir félagar

Sumir ţeirra sem voru ţarna í fyrsta sinn ílengdust í löggunni. Nefna má Jón H.B. Snorrason, sem er nú ađstođarlögreglustjóri í Reykjavík, og Hörđur Jóhannesson, yfirlögregluţjón. Einn náunga ţekkti ég en hann var á sínu öđru ári sem sumarlögga. Mundi eftir honum úr MR, er ţó, minnir mig, tveimur árum eldri en ég. Hann var oftast á miđborgarstöđ lögreglunnar og stóđ sig vel, kaldhćđinn og hress. Núna er gćinn ríkislögreglustjóri og heitir ennţá Haraldur Johannessen.

Í lögreglunni 1977Á ţessum tíma var Sigurjón Sigurđsson lögreglustjóri, Bjarki Elíasson, yfirlögregluţjónn, Magnús Einarsson yfirlögregluţjónn, var á ţessum tíma, minnir mig, varđstjóri. Ásmundur Matthíasson var varđstjóri í umferđadeild, einnig Sigurđur Sigurgeirsson. Fleiri mćtti telja.

Allir voru ţeir einstaklega eftirminnilegir, höfđu sín sérkenni en sinntu sínu starfi af mikilli ţekkingu og alúđ.

Ţannig háttađi til í umferđadeild ađ salerni var skammt frá herbergi varđstjóra. Einn ónefndur varđstjóri ţurfti ađ bregđa sér ţangađ en heyrđi ţá ađ gestur kom í varđstjóraherbergiđ og vildi hitta hann.

Sagđi ţá varđstjórinn: „Var einhver ađ kalla á mig“, og snéri sér viđ og meig í hálfhring út á gólfiđ áđur en hann áttađi sig. Ţessi saga var frćg ţarna innandyra.

Fyllikall

Á fyrstu vaktinni minni í umferđadeild var tilkynnt um ölvađan mann sem lent hafđi árekstri á Sundlaugavegi. Ég var skráđur í bíl međ hörkunagla sem ég man ekki í augnablikinu hvađ heitir. Viđ hlupum út í Volvo-löggubíl, rauđu ljósin blikkuđu á ţakinu. Félagi minn sagđi mér ađ toga í sírenuhnappinn. Hann var ţeirrar gerđar ađ um leiđ og togađ var í hann vćldi lúđurinn á ţakinu en hélt áfram ađ vćla međ sama tóni nema mađur ýtti takkanum inn. Verkefni mitt á ţessari stuttu leiđ var ađ toga í hnappinn og ýta honum inn til skiptis og um leiđ reyndi ég ađ halda mér svo ég ylti ekki um í bílnum. Ökumađurinn steig pinnann í botn, jafnvel í beygjum.

Viđ komum ađ horni Sundlaugavegs og Reykjavegs í sama mund og lögreglumađur á mótorhjóli. Ţađ var hann Sigurđur Benjamínsson, annar hörkunagli sem vílađi ekkert fyrir sér.

Ţarna á götuhorninu var einhver fyllikall sem nýstiginn var úr bíl sínum og var međ dólgslćti og reyndi ađ segja löggunni hvađ hún ćtti ađ gera.

Hvorki fyrr né síđar hef ég séđ tvo lögreglumenn handtaka mann á jafn fumlausan og skjótan hátt eins og ţarna gerđist. Manninum var einfaldlega skellt á húddiđ á bílnum, í loftinu var hann kominn međ hendur aftur fyrir bak og er hann lenti var handjárnum skellt á. Andartaki síđar var hann kominn í aftursćtiđ í Volvóinum. Atburđurinn var handtakan var svo hröđ og einföld ađ fyllikallinn vissi ekkert af sér fyrir en hann var kominn í fangaklefa.

Ég varđ oft síđar vitni ađ svona handtökum og átti ţátt í ţeim sjálfur en ţessi atburđur greyptist í minni mitt umfram flestar ađra.

Námskeiđ

Áđur en okkur nýliđum fyrra ársins var sleppt „á götuna“ ţurftum viđ ađ fara á hálfsmánađar námskeiđ. Ţar var okkur kennt og sýnt hvernig viđ ćttum ađ hafa okkur. Grunnurinn var sá ađ viđ vćrum ţjónar laga og reglu en engu ađ síđur lögreglumenn. Viđ voru stöđugt minntir á ađ viđ vćrum ekki upp yfir ađra hafnir, vćrum ekkert merkilegri en ađrir borgarar ţrátt fyrir einkennisbúninginn, kylfuna, handjárnin ... og flautuna. Önnur „vopn“ voru ekki notuđ.

Sá sem stjórnađi skotćfingum og raunar ćfđi hann alla nýliđa hét Guđbrandur Ţorkelsson, varđstjóri. Hann var einstakur mađur. Stjórnađi međ heraga og tók ekki vel í neinar málamiđlanir en engu ađ síđur afar skemmtilegur.

Man eftir ţví einu sinni ađ hann rćddi frammi á gangi í umferđadeild um hćttuna sem stafađi af síđu hári lögreglukvenna og ekki síđur hárprúđum lögreglumönnum. Ţá höfđu tvćr lögreglukonur orđiđ fyrir líkamsárás, önnur ţeirra snúin niđur á hárinu.

Viđ vorum ţarna nokkrir og viđhöfđum karlrembulegar athugasemdir um lögreglukonurnar. Guđbrandur tók ţađ óstinnt upp og sagđi ađ viđ ćttum ekki ađ tala svona heldur andskotast til ađ láta klippa okkur. Ég var kotroskinn og sagđi ađ enginn myndi nú geta snúiđ mig niđur. Augnabliki síđar lá ég bjarglausí gólfinu og međ annađ hné Guđbrands á bringunni.

bankarćningi aJćja, Sigurđur minn. Hann glotti en sagđi ekkert annađ. Kennslustundinni var lokiđ.

Guđbrandur hafđi einfaldlega ţrifiđ aftan í hárlubbann á mér og snúiđ mig eldsnöggt niđur.

Félagar mínir sem ţarna stóđu hlógu auđvitađ af óförum mínum, en ţarna hafđi dálítiđ merkilegri atburđur gerst en ađ mér hefđi veriđ skellt. Ţetta var lexía.

Fullyrđi ţó ađ í dag geti enginn snúiđ mig niđur á sama hátt ...

Byssur

Viđ fengum ađ skjóta úr skammbyssum ... Já, á ţessum tíma voru skammbyssur notađar í lögreglunni. Í sumum bílum, sérstaklega ţeim sem fóru út á land voru byssur, bćđi skammbyssur og haglabyssur. Ţetta ţótti ekkert tiltökumál. Ţćr voru víst notađar til ađ aflífa dýr, lömb sem höfđu lent fyrir bílum, rottur, minnka og annađ. Aldrei nokkurn tímann var byssu miđađ ađ fólki.

Á miđju sumri var skotkeppni haldin međal lögreglumanna. Hún fór fram yst á Seltjarnarnesi, skammt frá Golfklúbbnum Nes, en ţar voru nokkur gömul hús og inni í einu ţeirra hafđi veriđ útbúiđ skotćfingasvćđi. Viđ fengum byssu í hönd, revolver, hlóđum og skutum.

Ég man ađ ég lenti í öđru sćti á minni vakt og ţótti ţađ nokkuđ gott hjá nýliđa. Ég lét á engu bera en gat ţess ţó ađ ađrir en góđar skyttur ćttu ekki ađ taka sér byssu í hönd. Ţessi athugasemd ţótti mörgum sem heyrđu frekar hrokafull en ekki jafn fyndin og mér.

Bankarćninginn

Mér ţótti ţađ mikil lífsreynsla ađ vera lögreglumađur. Eitt sinn gripum viđ ţýskan bankarćningja, Lugmeier ađ nafni. Ţá voru međfylgjandi myndir teknar af okkur og birtar í ţýsku tímariti. Höfundur er lengst til vinstri á efri myndinni en aftast til hćgri á hinni.

Síđan ég gekk um ganga á lögreglustöđinni hefur allt gjörbreyst. Tćknin er allt önnur, mannskapurinn miklu betur ţjálfađur og ég er ţess fullviss ađ enn gildir ţađ sem mér og öđrum nýliđum var kennt í upphafi ađ lögreglan er ekki yfir neinn hafin, lögreglumađur er ţjónn laga og reglna.

bankarćningiGangbrautarglćpurinn

Á ţessum árum fengum viđ ţađ verkefni ađ ganga niđur Laugaveginn, Skólavörđustíg, Hverfisgötu og götur í miđbćnum. Ţađ var erfitt fyrst en svo vandist ţađ. Einu sinni handtók ég mann sem gekk yfir Snorrabraut á rauđu ljósi. Ţrátt fyrir ađ hann sći lögreglumanninn vildi hann storka honum, ég var ímynd valdsins. Og ég beitti ţví.

Ég flutti manninn inn á lögreglustöđ og fyrir varđstjóra. Sá rak upp stór augu, sagđi mér síđar ađ hann minntist ţess ekki ađ lögreglan hafi handtekiđ mann fyrir ađ ganga yfir á rauđu ljósi - og svo glotti hann.

Ég sá dálítiđ eftir handtökunni, hafđi ţá ekki gert neitt rangt. Mađurinn reyndis hundleiđinlegur, kjaftfor, húmorslaus og vildi helst bođa til byltingar. Honum var sleppt, án sektar eđa áminningar en hefđi átt ađ fá sekt fyrir leiđindi.


Bloggfćrslur 18. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband