Hvað opnar Gröndalshús?

GröndalshúsÞjóðhátíðardagurinn er ekki aðeins tengdur sjálfstæði okkar heldur einnig tungumálinu.

Núna er svokallaður tyllidagur og ótal ummæli benda til þess að það sem sagt er á slíkum dögum sé ekki nefnt á öðrum, hvað þá að efndir fylgi. Auðvitað eru þetta ekki nein algild sannindi en ...

Látum þetta gott heita en stígum á stokk og strengjum heit um að byrja á því að standa okkur betur á tyllidögum og smám saman gera betur alla aðra daga. 

Þennan stutta formála er tilhlýðilegt að setja með áminningu vegna auglýsingar frá Reykjavíkurborg.

Annað hvort kunna stjórnvöld í borginni ekki rétta íslensku eða þeim er alveg sama. Í auglýsingu á blaðsíðu níu í Morgunblaðinu stendur:

Gröndalshús opnar á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Æ, æ, æ ... Þvílíkt klúður. Þetta fallega, rauðmálaða hús í auglýsingunni opnar ekki neitt.

Hús hafa hvorki vilja né getu til að opna eitt eða annað. Þau eru bara þarna og bíða þess að aðrir sjái um að opna dyr eða glugga og bjóða gesti velkomna.

Með rassbögu, orðalagi sem er er án tengsla við íslenskt mál, er minningu skáldsins Benedikts Gröndal enginn greiði gerður, síður en svo.

Auglýsing er hins vegar vel hönnuð, snyrtileg og lesendur taka ábyggilega vel eftir henni. Hönnuðir hennar hefðu samt átt að grípa í taumanna og segja við Reykjavíkurborg að hús opni ekki ... nema því aðeins að þeir viti ekki betur. Fátt er verra en rangt mál hjá blaðamanni og auglýsingahönnuði.

 


Bloggfærslur 17. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband