Í gamla daga var ónýtum bílum henti í sjóinn

IMG_8659 BÁ ferđ minni um daginn ađ fallegum stađ, sögulega merkum, nokkuđ langt frá höfuđborginni, lá leiđ mín međ fjöru um lítil nes. Ţar blöstu viđ mér leifar af farartćkjum sem greinilega hafđi veriđ komiđ fyrir ţarna í ţeirri von ađ ţau hyrfu nú einhvern tímann alveg ofan í sjóinn, bćrust helst út á sextugt dýpi eđa djúpt í fjörusandinn.

Ekki hefur ţetta enn gengiđ eftir. Sjá má öxla, stuđara, grind og ýmislegt fleira sem ryđ fćr örugglega grandađ ... á nokkrum árhundruđum.

IMG_8660 - Version 2Mér brá nokkuđ enda sjaldgćft ađ sjá svona. Held ađ enginn í dag myndi nota fjörur eđa sjóinn sem ruslakistu.

Nokkrar myndir tók ég en var í öđrum erindagjörđum og staldrađi ţví stutt viđ. Hafđi í raun ekki áhuga á ađ stoppa lengi á ţessum hörmulega stađ.

Hér er yfirlitsmynd af lítilli vík, nćr ţví á háfjöru. Svo klippti ég úr myndinni og stćkkađi og ţar er ţetta allt í miklu návígi.

Held ađ ţetta hljóti ađ vera mjög gamalt, líklega meira en fjörtíu ára. Má vera ađ ţarna sé gamall Moscowiz bíll ef dćma má eftir stuđaranum sem enn ber sitt króm nokkuđ vel, sjá ţriđju myndina. Er ţó ekki viss.

IMG_8658 - Version 2

Svona var nú lenska hér áđur fyrr. Sjórinn átti ađ taka endalaust viđ en auđvitađ gerir hann ţađ ekki. Ađ sjálfsögđu er ekki heldur neitt ráđ ađ urđa málma. Ţeir eyđast afar hćgt og urđun er ekkert annađ en feluleikur.

Nútímamađurinn veit ađ best er ađ endurvinna alla mála og ţađ er ástćđan fyrir ţví ađ greitt er skilagjald fyrir bílhrć.

Auđvitađ vćri réttast ađ hreinsa ţessa fjöru.


Skammast sín fyrir íslenskuna og kalla gistihúsiđ Lighthouse Inn

Nýtt hótel hefur veriđ tekiđ í notkun í Garđi á Suđurnesjum. Eitthvađ undarlegt er samt viđ ţetta hótel. Ekki ađ ţađ er bjálkahús úr finnsku eđaltimbri eins og segir í frétt í Morgunblađi dagsins. Nei, ţađ er eitthvađ annađ ţví aldrei kom til greina ađ byggja steinsteypt hús.

Eigendurnir eru hörkuduglegir. Ţeir fengu kunnáttumenn til verksins, verkfrćđistofuna Riss, sérstakt íslenskt orđ. Í nćsta nágrenni er veitingahúsiđ Röstin og kaffihúsiđ Flösin og svo er ţarna Garđskagaviti og ábyggilega fleiri fyrirtćki kennd viđ íslenska náttúru

Ţađ eru hörkunaglar sem reisa gistihús fyrir ferđamenn í Garđi og hugsa til allra smáatriđa í byggingunni og rekstrinum. Fengu sex Finna, ramma ađ afli, til ađ reisa húsiđ.

Í fagurri íslenskri náttúru og einstöku umhverfi dettur eigendunum ţađ eitt í hug ađ kalla gistihúsiđ LIGHTHOUSE INN.

Ligthouse inn. Hvađ er eiginlega ađ ţessum brćđrum sem eiga ţetta gistihús og reka? Á íslensku ţýđir Lighthouse einfaldlega Viti. Er engin ćrleg taug í ţeim?

Nei, Viti er ekki nógu gott orđ. Íslenskan nćr auđvitađ ekki ţessum fögru blćbrigđum enskrar tungu sem dregur ađ sér útlenda ferđamenn.

Og auđvitađ sćkja útlendir ferđamenn frekar í ţjónustu sem ber ensk heiti. Ţetta á viđ norđurlandabúa, Ţjóđverja, Frakka, Spánverja, Ítali og jafnvel Kínverja. Í ţokkabót vita allir ađ Bretar, Bandaríkjamenn og Kanadamenn hafa ekki áhuga á menningu ţeirra landa sem ţeir heimsćkja, vilja bara ástkćra og ylhýra enskuna.

Nei, auđvitađ er ţetta einber aumingjaskapur í eigendum Lighthouse Inn. Ţeir reka naglann í líkistu ţjóđtungunnar rétt eins og eigendur Air Iceland Connect. Ţetta liđ fyrirverđur sig fyrir íslenskuna og ţví er skömm ţeirra mikil.

 


Bloggfćrslur 1. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband