Söguleg kosningasvik VG, á móti fyrir kosningar, með á eftir

Hvað eru söguleg kosningasvik? Enginn stjórnmálaflokkur mun geta toppað eftirfarandi: 

Fyrir utan hina efnahagslegu þætti snúast stóru spurningarnar um fullveldið, samnings- og sjálfsákvörðunarrétt þjóða. Þær snúast um lýðræði, stöðu almennings gagnvart fjarlægu miðstjórnarvaldi, og hvaða áhrif það hefur á eitt lítið samfélag að færa ákvörðunarvald þess fjær fólkinu sem skapar það. Þær snúast um stöðu, sjálfsmynd og menningu lands og þjóðar, forræði yfir auðlindum, efnislegum og jafnvel huglægum. …

Okkar niðurstaða í VG hefur verið sú að þegar vegnir eru saman kostir og gallar, þær fórnir sem færðar væru í þágu aðildar að Evrópusambandinu og það framsal á lýðræðislegu ákvarðanavaldi sem færi þar með úr landinu, væri sú takmörkun fullveldis og samnings- og sjálfsákvörðunarréttar of dýru verði keypt …

Þetta sögðu formaður og varaformaður Vinstri grænna, Steingrímur J. Sigfússon og Katrín Jakobsdóttir, í grein í Morgunblaðinu 28. júlí 2009 um hugsanlega aðild að ESB.

Ári síðar stóðu þau tvö ásamt hluta af þingflokki VG að því að samþykkja þingsályktunartillögu um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hafði þó ekkert breyst frá því árinu áður. Og þó ...

Það sem breyttist var að stjórnmálaflokkurinn Vinstri grænir gerðist svo ómerkilegur að selja skoðanir sínar í Evrópumálum fyrir ráðherrasæti. Flóknara var það nú ekki. Flokkurinn gekk í berhögg við stefnu sína, forystumenn hans urðu ómerkingar í augum flestra landsmanna - og eru það ennþá. Þetta eru kosningasvik sem aldrei verða toppuð, ekkert kemst í samjöfnuð við þessi hrottalegu svik.

Og hér er meira.

Í Kastljósi Ríkissjónvarpsins 24. apríl 2009, kvöldið fyrir þingkosningarnar 2008, sagði Steingrímur um ESB aðild:

Við erum andvíg aðild að Evrópusambandinu. ... Það var staðfest af okkar landsfundi sem okkar óbreytt stefna. Við höfum rætt um málsmeðferð og hvernig við förum að því. Við höfum nú frekar fengið orð fyrir að vera stefnufastur flokkur og ekki hringla mikið með okkar áherslur.


Steingrímur MEÐ aðild að ESB

Þann 16. júlí 2009 greiddi Steingrímur J. Sigfússon atkvæði þingsályktunartillögu um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Stefnufestan var ekki meiri né virðingin fyrir „áherslum“ flokksins.

Varla hafði Steingrímur og gleymt andstöðu sinni við ESB, stefnu flokksins eða áskorunum forystumanna og óbreyttra flokksmann gegn málinu. Hann sveik, ákvað að hafa þau að engu. Ráðherrasætið skipti hann meiru en „fullveldið, samnings- og sjálfsákvörðunarréttur þjóðarinnar, lýðræðið, staða landsins, sjálfsmynd og menning lands og þjóðar, forræði yfir auðlindum, efnislegum og jafnvel huglægum“ svo vitnað sé til hans eigin orða hér í upphafi.

Eru þetta ekki kosningasvik?

Katrín Á MÓTI þjóðaratkvæði um ESB

Í umræðum um aðild að Evrópusambandinu á þingi sagði Katrín Jakobsdóttir núverandi formaður VG:

[...] komi samningur sem hægt verði að vísa til íslensku þjóðarinnar þannig að hún komi að þessu máli, þannig að hún fái það á hreint hvað felst í þessari aðild.

Allt bendir til að Katrín hafi hreinlega ekkert vitað hvað felst í aðildarumsókn að ESB. Hún átti að vita að ekki er boðið upp á samningaviðræður heldur einungis að umsóknarríkið samþykki Lissabonsáttmálann, stjórnarskrá ESB. Hann lá og liggur enn ljós fyrir, allar 90.000 blaðsíðurnar. Undanþágur eru ekki veittar frá honum nema hugsanlega í ákveðnum tilvikum í takmarkaðan tíma.

Katrín MEÐ þjóðaratkvæði um ESB

Í viðtali við Stundina þann 3.-13. mars 2016 hefur Katrín komist að allt annarri skoðun um þjóðaratkvæði um inngöngu í ESB. Í því segir hún:

Við hefðum átt að leita eftir stuðningi þjóðarinnar áður en lagt var upp í þennan leiðangur.

Tæpum sjö árum eftir að Katrín samþykkti aðildarumsókn að ESB ásamt meirihluta þingmanna VG fær hún bakþanka og telur nú að ákvörðun sín og Vinstri grænna hafi verið röng, stefna Sjálfstæðismanna um þjóðaratkvæði rétt.

Við þetta er því að bæta að árið 2009 var Katrín að greiða fyrir ráðherrastólinn sem hún fékk í vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms. Árið 2016 var, að því er virðist, ekkert sambærilegt á skuldareikningi VG. Iðrun Katrínar er hins vegar ekki afsökunarbeiðni, fjarri því. Hún gat ekki varið fyrri afstöðu sína, það sjá allir.

Steingrímur MEÐ þjóðaratkvæði um ESB

Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um að gengið yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu ríkisstjórnarinnar um aðild Íslands að ESB. Um hálfu ári áður, á flokksráðsfundi Vinstri grænna 7. desember 2008, var Steingrímur J.

Sigfússon, formaður flokksins, fylgjandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann sagði þetta í viðtali við Fréttablaðið daginn eftir fundinn:

Steingrímur ítrekaði andstöðu Vinstri grænna við aðild að ESB, en áréttaði að ef til þess kæmi að taka þyrfti ákvörðun yrði hún að vera þjóðarinnar. Þjóðin þyrfti að fá að kjósa bæði um hvort farið yrði í aðildarviðræður, og síðan um aðildina sjálfa. ...

„Ég er bjartsýnn á það að þjóðin muni þá strax hafna því að ganga í Evrópusambandið,“ sagði hann einnig.


Steingrímur Á MÓTI þjóðaratkvæði um ESB

Í umræðum um tillögu Sjálfstæðisflokksins um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB þann 16. júlí 2009 sagði Steingrímur:

Þessi tillaga sjálfstæðismanna og röksemdafærsla hefur tvo stórfellda ágalla. … að það kæmi í veg fyrir það að þjóðin léti strax sitt álit í ljós eftir að aðildarsamningi hefði verið landað að undangenginni kynningu og umræðu og tefði það að þjóðin gæti sagt sitt orð ...

Þessi ummæli skiljast illa, en þarna virðist Steingrímur ekki vita betur en Katrín Jakobsdóttir eða hann fer vísvitandi með rangt mál. Aðildarríki semur ekki við ESB nema um tímabundnar undanþágur frá Lissabonsáttmálanum. Það segir nú ýmislegt, að sami maðurinn sem var áður með þjóðaratkvæði var á móti því eftir að hann fékk ráðherrastól.

Svandísi Svavarsdóttur ferst í umræðum um kosningasvik. Hún stóð að alvarlegustu svikum við íslenska kjósendur ásamt restinni af liðsmönnum VG á þingi. Þetta eru skýrstu dæmin um kosningasvik. Allt annað er hégómi miðað við ofangreint.

 

Stefnan Vinstri grænna er hin sama og áður, doldið áferðafalleg. Ekki nokkur maður getur þó treyst því að flokkurinn ætli standi við hana. Hann er þekktur fyrir svik. Hann sveik þjóðina í ESB málinu, lét hrunið vaða yfir heimilin, ætlaði að troða Iceseve samningum inn á Alþingi, ekki bara einu sinni heldur þrisvar. Margt, margt fleira má upp telja. Þetta er flokkur sem er til sölu fyrir ráðherrasæti. Hér að ofan hafa verið færðar sönnur fyrir því.

 


mbl.is Stefnir í söguleg kosningasvik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband