Costco opnaði ekkert

CostcoCostco hefur opnað“ stendur með risastóru letri á skilti samkvæmt mynd með frétt á mbl.is.

Þetta er einfaldlega rangt.

Costco hefur ekki opnað.

Costco hefur verið opnað.

Á þessu tvennu er mikill munur.

Á skiltinu er einfaldlega verið að tilkynna að stórverslunin Costco hafi verið opnuð. Það er gott og vonandi geta landsmenn gert hagstæðari kaup í henni en annars staðar.

Best væri ef aðrar verslanir lækkuðu verð hjá sér og bjóði jafnvel vel betra verð en í Costco. Slík barátta kallast samkeppni um viðskipti okkar neytenda.

Costco er ekki mennskt og getur ekki opnað eitt eða neitt.

Þetta er algeng hugsanavilla, gryfja sem margir falla í.

Hús eru opnuð, annars eru þau lokuð. Fólk opnar hús eða þá að settur er opnunarbúnaður sem opnar dyr nálgist þær einhver. Þá getur hundur eða köttur komist inn vegna þess að sjálfvirknin gerir ekki greinarmun á þeim sem er á ferð. Hugsanlega gæti stjórnlaus bíll verið þess valdandi að dyr opnist. Ólíklegt er þó að hús hreyfist á grunni sínum og heimsæki annað sem opni sig. Þó mætti hugsa sér að það gæti gerst.

Fólk opnar dyr, það opnar sig jafnvel í fleiri en einni merkingu. Það er hins vegar annað ... mál.

Myndin sem hér birtist er án leyfis: mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

 


mbl.is Íbúar í Costco-hverfi komast ekki heim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband