Strigakjaptar

Ţór Saari og Björn Valur Gíslason, tveir af ţeim pólitískum sem mest blađra í íslenskum stjórnmálum og hafa sjaldnasst veriđ ţekktir fyrir málefnalega umrćđu. Ţeir sitja í bankaráđi Seđlabanka Íslands vegna hćfileika sinna og menntunar og ţiggja fyrir ofurlaun.

Nú held ég ađ kominn sé tími fyrir guđ almáttugan ađ blessa Ísland aftur.

 


mbl.is Ţór Saari í bankaráđ Seđlabanka
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Hrynur verđ á notuđum bílum á nćstunni?

BílasalaLíklega hefur enginn ţorađ ađ segja ţetta fyrr en Guđfinnur S. Halldórsson, bílasali, bendir á ţađ í frétt í Morgunblađi dagsins, ađ verđ á notuđum bílum sé of hátt.

Ég er sammála honum og hef sjaldan séđ jafnmarga bíla á bílasölum höfuđborgarinnar eđa á bilasolur.is. Og verđlagiđ ... mađur lifandi! Ţađ er alltof hátt.

Hvađ finnst ţér, lesandi góđur um ţessi dćmi:

  • Toyota Landcruser jeppa, árgerđ 2003, ekinn tćplega 400 ţúsund km á 1,5 milljón króna?
  • Eđa sömu tegund, ellefu ára gamla á 3.000.000 milljónir króna?
  • Eđa tíu ára gamalan Subaru Forester á eina og 1,5 milljón ...
  • Eđa tólf ára gamla Hondu CR-V ES á 1,2 milljónir ...

Ofangreind dćmi eru til vitnis um ađ notađir bílar eru verđlagđir alltof hátt. Má vera ađ ţađ séu bílasalar sem halda verđinu uppi eđa ţá eigendur sem vilja auđvitađ fá nógu mikiđ fyrir bílinn sinn. Skiptir ekki máli. Óseldir bílar hrannast upp hjá bílasölum.

Stađreyndin er einfaldlega sú ađ frambođiđ er meira en eftirspurnin. Einstaka umbođ hafa komist upp međ ađ halda verđi notađra bíla uppi međ handafli svo mismunurinn á milli nýrra og notađra er ansi lítill. Hver er ţá hvatinn til ađ kaupa notađan bíl?

Mér segir svo hugur ađ á nćstunni hrynji verđ notađra bíla um ađ minnsta kosti 25%. Ţađ mun ţá leiđa til ţess ađ verđ á nýjum bílum mun lćkka ţví bifreiđaumbođin munu alls ekki sitja međ hendur í skauti enda geta margir sem kaupa notađa bíla hugsađ sér ađ kaupa frekar nýja.

Má vera ađ ţađ sé rétt sem Guđfinnur, bílasali, segir í Moggaviđtalinu, ađ ţađ bílaleigur skekki markađinn og ţćr reyni ađ halda uppi verđi á notuđum bílaleigubílum. Ađ minnsta kosti er ţađ ekki nein tilviljun ađ flestar stćrri leigurnar eru međ eigin bílasölur og bjóđa ţar ađ auki rekstrarleigu á notuđum bílum til lengri og skemmri tíma. Ţetta bendir til ţess ađ markađurinn sé tregur.


Sómasamleg virđing

Mađur nokkur er sterklega grunađur um ađ hafa orđiđ öđrum ađ bana og situr í fangelsi. Öll ţjóđin hefur fylgst međ rannsókn málsins og syrgir sárt unga stúlku sem átti framtíđina fyrir sér.

Skiljanlega hugsa margir hinum grunađa ţegjandi ţörfina en sem betur fer taka borgararnir ekki tekiđ lögin í sínar hendur og hefna sín á manninum. Hefndin er nefnilega ríkisins og hún byggist á ítarlegri rannsókn málavaxta og dómi samkvćmt lögum. Annađ er auđvitađ ótćkt. 

Í fréttum hefur komiđ fram ađ fangar í einu af fangelsum landsins ćtli hugsanlega ađ gera ţeim grunađa mein ţegar hann kemur ţar hinn fyrir dyr. Ađrir hvetja til ţess ađ honum sé sýnd virđing.

Virđing, hrópa ţá margir í vandlćtingu sinni. Myrti hann ekki unga stúlku međ köldu blóđi. Hann á ekki neina virđingu skilda.

Hér er um ađ rćđa mikinn misskilning. Virđing er nefnilega skrýtiđ fyrirbrigđi sem á alla rót sína í hverjum og einum, ţetta er ţađ sem stundum er nefnt sómi en margir hafa misst sjónar af honum í ćđibunugangi hefndarhyggju sem gleggst má sjá í bíómyndum og langdregnum sjónvarpsmyndaflokkum. Í ţykistulandinu er hefndin ljúf en í raunveruleikanum er hún sár enda segir í fornu orđtaki ađ ađeins skamma stund verđur hönd höggi fegin.

Sá sem finnur hjá sér hvöt til ađ hrakyrđa einhvern eđa jafnvel meiđa ţá er ţađ honum sjaldnast til mikils vegsauka, síđur en svo. Má vera ađ slíkt tíđkist í skáldsögum og bíómyndum en auđvitađ verđur fólk ađ gera sér grein fyrir ţví hvenćr skáldskapnum sleppir og raunveruleikinn tekur viđ.

Ţađ fer ekki endilega saman ađ bera virđingu fyrir einhverjum og líka viđ ţann hinn sama, kunna ađ meta hann. Ég viđurkenni hins vegar ađ stundum er erfitt ađ fara eftir ţessu.


Bloggfćrslur 25. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband