Hvernig má verjast fölskum fréttum, hálfsannleika og áróđri?

Sé ćtlunin ađ niđurlćgja pólitíska andstćđinga eđa gera lítiđ úr skođun ţeirra og gerđum ţá er skiptir fernt mestu:

  1. Vitna í orđ andstćđinganna
  2. Fara rangt međ tilvitnunina
  3. Leggja út af hinni röngu tilvitnun
  4. Fá fleiri til ađ gera hiđ sama

Ţetta er óbrigđul ađferđ og viti menn. Innan skamms er hin ranga tilvitnun og útlegging orđin ađ sannleika ... af ţví ađ svo margir segja ţađ. Stundum mistekst ţetta ef andstćđingurinn nćr eyrum fólks og geti leiđrétt rangfćrsluna. Ţá er máliđ ónýtt nema ţví ađeins ađ nógu margir brúki taki ţátt í ţessum leik.

Auđvitađ er ţetta áróđur, ljótur áróđur sem hefur einkennt íslensk stjórnmál, sérstaklega síđustu tvo áratugi. Nú er svo auđvelt ađ koma upplýsingum til fólks, vefsíđurnar eru svo margar ... og líka bloggin.

Ţessi áróđursađferđ varđ til í Sovétríkjunum gömlu. Ađferđinni lýst í bók Arthurs Koestlers, „Myrkur um miđjan dag“. Hann var kommúnisti en hvarf af trúnni, samdi skáldsögu um Rubashov sem á ađ hafa veriđ hátt settur mađur í stjórnkerfi Sovétríkjanna en lendir í ónáđ hjá No. einum og er settur í fangelsi. Í yfirheyrslunum er fariđ nákvćmlega yfir feril Rubashovs og smáum atriđum og stórum snúiđ gegn honum. Í bókinni segir:

„Mestu glćpamenn sögunnar,“ hélt Ivanov áfram, „eru ekki menn á borđ viđ Nero og Fouché, heldur slíkir sem Gandhi og Tolstoy. Innri rödd Gandhis hefur gert meira til ađ koma í veg fyrir frelsi Indlands en byssur Breta. Ţađ, ađ selja sjálfan sig fyrir ţrjátíu peninga silfurs, er heiđarlegur verknađur, en hitt, ađ ofurselja sig samvisku sinni, er svik viđ mannkyniđ. Sagan er a priori siđlaus. Hún hefur enga samvisku. Ţađ, ađ ćtla sér ađ stjórna rás sögunnar eftir sömu reglum og sunnudagaskóla, er sama sem ađ láta allt danka eins og ţađ er. Ţetta veistu eins vel og ég. [bls. 163, útgáfan frá 1947]

Ţetta er alveg stórundarleg útskýring á ţessu einstaklingsbundna fyrirbrigđi sem kallast samviska. Samkvćmt ţessu á hún ađ vera „félagsleg“ og ţar međ er hún rifin út tengslum viđ hugsun. Í stađin er hún gerđ útlćg og í stađ hennar ţarf einstaklingurinn ađ leita til annarra sé hann í vafa um hvađ sé rétt og rangt. 

Auđvitađ átt Rubashov ekki nokkra möguleika gegn kerfinu. Hann var yfirheyrđur og kerfisbundiđ snúiđ út úr ţví sem hann hafđi áđur sagt, gert og fundir hans međ öđru fólki voru gerđir ađ samsćri gegn Sovétríkjunum. Svona gerist nú ţegar gildi eru skilgreind fyrir pólitíska hagsmuni. 

Auđvitađ er samviska hvers manns mikilvćgari en orđ fá lýst sem og hugsun og ekki síst rökhugsun. Eina leiđin til ađ halda sönsum er ađ hlusta á samvisku sína. Ţetta er eina leiđin til ađ berjast móti áróđri dagsins, fölskum fréttum og hálfsannleika.

Til dćmis er ég ekki alltaf viss hvort sú skođun sem ég hef byggist á ţekkingu, reynslu og rökhugsun eđa ţá ađ hún sé afleiđingin af síbylju áróđurs sem glymur fyrir eyrum og verđur fyrir augum. Eftir ţví sem ég tala viđ fleiri og fylgist međ ţjóđfélagsumrćđunni flögrar ţađ ađ mér ađ vandinn sé ekki einskorđađur viđ mig einann. Ég hreinlega finn ađ margir hafa ekki skilning á umrćđunni, kynna sér ekki mál öđru vísi en ađ hlusta á ágrip, lesa fyrirsagnir.

Auđveldast í öllum heimi er ađ trúa síđast rćđumanni, rökum ţess sem virđist sannfćrandi, hefur réttu raddbeitinguna eđa hefur ásjónu ţess sem er heiđarlegur. Einhvern tímann var sagt um forhertan glćpamann ađ hann liti nú síst af öllu út fyrir ađ vera glćpamađur. En hvernig lítur glćpamađur út? Hvernig lítur sá út sem afflytur stađreyndir, prédikar hálfsannleika? Ţá vandast auđvitađ máliđ ţví öll erum viđ ţannig ađ viđ hlaupum stundum til og leggjum vanhugsađ mat á hugmyndir, skođanir og jafnvel fréttir.

Viđ treystum oft prentuđu máli eđa ţví sem viđ heyrum frá snoppufríđum fréttalesara í sjónvarpsstöđvar af ţví ađ hann lítur svo „heiđarlega“ út, hvađ svo sem ţađ nú ţýđir. Eđa stjórnmálamann sem setur orđin sín fram á heillandi og sannfćrandi hátt.

Ţessa stađreynd ţekkja allir og ţví er svo ósköp auđvelt ađ villa um fyrir öđrum. Ţetta er nú til dćmis ágćt ástćđa fyrir ţví ađ frelsi á ađ ríkja í fjölmiđlun. En í guđanna bćnum, ekki treyst fjölmiđlum í blindi. Betra er ađ treysta á eigiđ hyggjuvit.

Stađreyndin er sú ađ allt er sennilegt en fátt er satt nema rök fylgi, öll rök. Ţar af leiđandi er krafan sú ađ sá sem hlustar á eđa les frétt trúi henni ekki eins og nýju neti.

Ţetta er nú sunnudagsprédikunin ađ ţessu sinni.

 

     


Bloggfćrslur 2. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband