Mogginn svindlar - ekkert Reykjavíkurbréf

MoggiÞó svo að Ragnar Axelsson sé einn af fremstu ljósmyndurum landsins og Sæfellsjökull sé eitt af mínum uppáhaldsfjöllum þá er ég alls ekki sáttur við að í Morgunblaði helgarinnar sé ekki Reykjavíkurbréf eins og hefðin býður.

Helgarblað Morgunblaðsins er oft athyglisvert, stöku viðtöl eru ágæt en uppskriftir og annað til heimilisbrúks er ekki meðal þess lesefnis sem ég hef áhuga á.

Yfirleitt flettir maður hratt að Reykjavíkurbréfinu og les það. Eins og gengur er maður ýmist fyllilega sammála eða ekki, mismikið eftir umfjöllunarefninu. Það skiptir svo sem ekki alltaf máli heldur er það stíll bréfritara, röksemdafærsla og yfirgripsmikil þekking sem gerir Reykjavíkurbréfið að góðu efni.

Þessa helgina svindlar Mogginn á lesendum sínum, birtir ekki Reykjavíkurbréf heldur er opnuninni „eytt“ í flennistóra mynd af efsta hluta Snæfellsjökuls, horft í austur yfir ský og hnúka sem standa upp úr þokunni.

Þessu mótmæli ég harðlega og er að velta því fyrir mér að hætta áskrift að þessu ágæta blaði ... síðar á þessari öld. Eina afsökunin Moggans er að bréfritari hefi verið lasinn og ekki getað skrifað helgarpistilinn. Þá óska ég honum góðs bata. Ég vona bara að bréfritari hafi ekki lent undir ritskoðun og pistillinn felldur út. Það væri hún meiri skandallinn.

Mikil prýði er af fallegri mynd en hvað veit lesandinn svo sem um myndefnið? Hér er tilraun til að skýra landslagið. Þetta geri ég án leyfis Moggans og RAX.

Má vera að mér skjöplist í einhverjum tilvikum en þá eru lesendur vísir til að skrifa mér leiðréttingu hér fyrir neðan.

Í júlí 2015 gekk ég á gönguskíðum upp á Snæfellsjökul. Tók þá meðfylgjandi mynd undir Miðþúfu. Undir Norðurþúfu eru útlendir ferðamann sem komu upp á snjótroðara.

Jökullinn


Bloggfærslur 15. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband