Áhrifamikil frásögn af kraftaverki í heilbirgðiskerfinu

170205 MogginFyrsta kransæðahjáveituaðgerðin var framkvæmd í Bandaríkjunum fyrir rúmlega hálfri öld og hafa aðgerðirnar í raun breyst sáralítið síðan; þóttu strax mjög árangursrík meðferð við lífshættulegum sjúkdómi sem alvarlegur kransæðasjúkdómur getur verið. [...]

Fyrsta aðgerðin á Landspítalanum var gerð sumarið 1986 en áður höfðu sjúklingar farið utan í hjáveituaðgerðir, einkum til Bretlands en líka til Bandaríkjanna.[...] 

Síðan hafa hátt í sjö þúsund opnar hjartaaðgerðir verið framkvæmdar á Landspítalanum og eru kransæðahjáveituaðgerðirnar um tveir þriðju aðgerðanna. Rúmlega 98% sjúklinga lifa aðgerðina af, og eru þá taldir með þeir sem koma á spítalann í lífshættulegu hjartaáfalli. [...]

Um 250 opnar hjartaaðgerðir eru framkvæmdar á spítalanum á ári hverju af fjórum hjartaskurðlæknum sem þar starfa. 

Athygli vekur að 25% þeirra sem fara í kransæðahjáveituaðgerð eru eldri en 75 ára. Fyrstu árin sem aðgerðin var gerð hér á landi var sjaldgæft að fólk á þeim aldri væri skorið upp enda þótti það upp til hópa ekki nægilega hraust til að þola aðgerðina.

Einn af bestu blaðamönnum landsins og ritfærustu blaðamönnum landsins er Orri Páll Ormarsson á Morgunblaðinu. Grein hans um kransæðaaðgerðir í helgarblaðinu er afar vel skrifuð og fróðleg, áhrifamikill vitnisburðum um þennan hluta heilbrigðiskerfisins. Fyrir leikmann er það ekkert annað en kraftaverk að hægt sé að lækna ónýtar kransæðar.

Hið merkilegast við greinina er dálítil sagnfræði, lífreynsla sjúklingsins, hæfileg kímni, frásögn Tómasar Guðbjartssonar, læknis, og auðvitað magnaðar myndir Ragnars Axelssonar, ljósmyndara Morgunblaðsins. Úr þessu verður fögur saga sem fyllir lesandann gleði og ánægju enda tekst afar vel til. Ekki búa allir yfir þeim hæfileikum, reynslu og yfirsýn að geta skrifað svona góða grein og haldið sama stílnum frá upphafi til enda.

Eftirfarandi frásögn í greininni er eiginlega kjarni hennar. Hún er svona gleðitragísk miðað allt við það sem sjúklingurinn, Gautur Hansen, hefur gengið í gegnum.

Fljótlega var hann meira að segja orðinn nógu hress til að hringja í spúsu sína.

„Almáttugur,“ segir Anna. „Það var furðulegt símtal.“

Nú?

„Ég þekkti ekki manninn minn.“

Hún hlær.

„Læknirinn hafði látið mig vita strax eftir aðgerðina að hún hefði heppnast vel en ég bjóst ekki við því að heyra í Gauti fyrr en morguninn eftir.“ 

Símtalið var nokkurn veginn svona:

Sæl!

Sæll!

Hvað segir þú?

Hver er þetta?

Þekkirðu mig ekki?

Nei.

Ég er að selja áskrift að Morgunblaðinu!

Þá fyrst hringdu bjöllur í höfðinu á Önnu. Þetta var þá eiginmaður hennar að stimpla sig inn eftir aðgerðina. Augljóslega ekki búinn að glata

„Mér til vorkunnar þá var röddin í honum dálítið breytt enda var hann búinn að vera lengi með barkarennu í kokinu,“ bætir Anna við.

Þau hlæja.

Samantekt blaðamannsins og ljósmyndarans er ekkert venjulegt viðtal, svipað þeim sem finnast í hrúgum í ótal fjölmiðlum. Hér er vandað til verka af þeim sem kunna vinnubrögðin. Þannig er Mogginn yfirleitt og þess vegna er gott að vera áskrifandi að honum. 

Hér í lokin er líklega best að taka það fram að persónulega þekki ég hvorki Orra Pál, blaðamann, né Ragnar Axelsson, ljósmyndara.


Bloggfærslur 5. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband