Er réttlát reiði frétt en lygafrétt ekki?

Hvað er að því þótt menn fyllist réttlátri reiði? Ekkert, alls ekkert.

Trúnaður á ritstjórn Fréttablaðsins er svo slakur að þar inni lúta sumir svo lágt að leka „frétt“ til keppinautarins um atburð innandyra.

DV, Pressan og Eyjan reka harðan áróður gegn Sjálfstæðisflokknum. Þar þykist menn hafa himinn höndum tekið þegar einhver fullyrti í eyru fréttabarnanna þar að formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, hafi reiðst blaðamanni á ritstjórn Fréttablaðsins fyrir rangan fréttaflutning á vefnum visir.is.

Nú telst það „frétt“ að Bjarni hafi reiðst, en reynt er að sneiða framhjá því að visir.is hafi farið með rangt mál. Hér eru endaskipti höfð á hlutunum.

Róginn sem rekja má til ritstjórnar Fréttablaðsins og visir.is og birtur er á dv.is er pólitísk árás. Ekkert annað. Tilgangurinn er að gera lítið úr Bjarna Benediktssyni i þeirri von að æ færri kjósi Sjálfstæðisflokkinn.

Allt skynsamt fólk hlýtur að sjá í gegnum svona áróður. Hann byggist á því sama og var lætt svo ísmeygilega að fólki fyrir nokkrum vikum, að Sjálfstæðisflokkurinn verndaði barnaníðinga. Um leið var talað um leyndarhyggju og ólýðræðislegar aðgerðir til að hrekkja almenna borgara.

Hin blákalda staðreynd er sú að enginn væri að bera bull á borð landsmanna nema vegna þess að sumir eiga það til að falla fyrir honum. Þá er hinum pólitíska tilgangi náð og það vita rógberarnir. Þetta eru almannatengsl með skítlegum formerkjum.


Bloggfærslur 11. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband