Hæstiréttur dæmdi Svandísi Svavardóttur seka

SvandísUm leið og ný ríkisstjórn virðist komin á koppinn eru þingmenn Vinstri grænna komnir í gamla gírinn. Þeir komust ekki í ríkisstjórn og eru nú með ólund.

Ekki eru nema tvær vikur síðan þingheimur fagnaði eftir að hafa samþykkt fjárlögin nær einum rómi. Af því tilefni datt fjölmörgum í hug að nýir tímar hefðu runnið upp, þar sem þingmenn úr ólíkum flokkum hefðu lært að vinna saman, landi og þjóð til heilla.

Nei, þetta voru falsvonir. Ekkert hefur breyst hjá Vinstri grænum. Kommaliðið skiptir reglulega um nafn og á það nýjasta hefur ansi vel fallið á.

Hin hýra og káta Svandís Svavarsdóttir vill nú vita hvort umboðsmaður Alþingis sé sammála henni um að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra, hafi gerst brotlegur við siðareglur ráðherra vegna þess að hann lagði ekki fram skýrslu sína um eignir Íslendinga í aflandsfélögum á þeim tíma sem henni hentaði.

Auðvitað er þetta alveg hrikalega illa að verki staðið hjá Bjarna. Hann hefur þó ekki fengið á sig dóm vegna embættisfærslu sína eins og sumir. Nefnum bara nafn eins ráðherra. Sá heitir Svandís Svavarsdóttir og var umhverfisráðherra í alræmdri ríkisstjórn sem kennd var við Jóhönnu og Steingrím.

Hæstiréttur dæmdi 2011 að Svandís ráðherra hafi ekki haft heimild til að hafna tillögu sveitarstjórnar Flóahrepps um aðalskipulag sem gerði ráð fyrir virkjun við Urriðafoss. Það hafði hún þó gert af því að hún hélt að hún kæmist upp með það. Dómurinn gerði hana hins vegar afturreka með málið og neyddist hún um síðir til að staðfesta skipulagið.

Þetta minnir mann á að varhugavert er að stunda grjótkast úr glerhúsið.


mbl.is Telur Bjarna hafa brotið siðareglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íbúð óskast á leigu

Ég er að leita að íbúð til leigu sem allra fyrst.

Viti lesandinn af einni slíkri væri afar ánægjulegt að fá að vita af henni í síma 864 9010 eða á netfangið sigurdur.sigurdarson@simnet.is. 


Bloggfærslur 9. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband