Hann sem allt kann miklu betur en allir ađrir

Ónefnt bćjarfélag á SA landiÁgćtlega ritfćr mađur sem ég kannast viđ skrifađi eitt sinn smásögu sem fjallađi um komu útlendra ferđamanna til ónefnds bćjarfélags á suđausturlandi.

Sagan hefst í Reykjavík og ţar bauđ Stefnir Jónsson, flugstjóri, farţega velkomna um borđ. Eftir lendingu í hinu ónefnda bćjarfélagi kom Stefnir Jónsson međ tröppur ađ flugvélinni. Mađur međ sama nafn flutti farangurinn inn í flugstöđina. Bílstjórinn sem ók rútunni ađ hótelinu hét Stefnir Jónsson. Hótelstjórinn, Stefnir Jónsson, tók á móti farţegunum og kokkurinn, Stefnir Jónsson, matreiddi um kvöldiđ ţennan líka dýrindis silung. Um morguninn gekk hópurinn međ Stefni Jónssyni, leiđsögumanni, um bćinn og fengur ţeir lítinn bćkling á ensku sér til glöggvunar á stađháttum. Höfundur hans var Stefnir Jónsson. Um kvöldiđ var leiksýning í samkomuhúsinu og ađalleikarinn hét Stefnir Jónsson og var góđur rómur gerđur af frammistöđu hans í hlutverki Hamlets í nýstárlegri uppsetningu. Nćsta morgun ók Stefnir Jónsson upp á jökul og ţar rúntađi hann í snjóbíl međ útlendinganna um jökulinn og var ţađ mikiđ, mikiđ gaman. Um kvöldiđ var gleđistund viđ barinn á hótelinu og Stefnir Jónsson, barţjónn, kynnti stórfínan kokteil sem bjó til. Skemmtiatriđi kvöldsins var fjöldasöngur sem Stefnir Jónsson, stórsöngvari, leiddi og stjórnađi. Daginn eftir var haldiđ til baka til Reykjavíkur og eftir ađ hafa kvatt alla farţeganna međ handabandi kom lögreglan og flutti Stefni Jónsson aftur á Litla-Hraun ţađan sem hann hafđi fengiđ helgarleyfi vegna andláts ömmu sinnar (í fjórđa og síđasta sinn).

Jćja ... ţetta datt mér í hug ţegar ég las um Tómas Guđbjartsson, hjartaskurđlćkni, í Fréttablađi dagsins. Enn einu sinni kemur grein og viđtal viđ Tómas, enn og aftur. Nú veit ég alltof mikiđ manninn. Rétt eins og hann Stefnir Jónsson í smásögunni er Tómas mađur ekki einhamur. Hann gengur á fjöll, skíđar, veikist af myglusveppi, lćknar sig, býr til börn, lćknar önnur, sinnir konu sinni, situr í stjórn Ferđafélagsins, er fararstjóri, fer í langar um stuttar gönguferđir međ vinahópum og fyrir félagiđ, lćknar međ gervibarka, kennir lćknanemum, stundar rannsóknir, tekur líffćru úr einum og setur í annan, gengur um stofu sjúkrahússins, skrifar um sjúkdóma, hughreystir sjúklinga, rannsakar teikningar af nýjum há-há-hátćknifrćđilegum Landspítala, klappar á koll barna og ábyggilega margt fleira. Honum er greinilega margt til lista lagt. Sem sagt ég veit meira um Tómas en góđu hófi gegnir. Ég veit minna um hann Tyrfing frćnda minn og er sá góđi mađur afar skemmtilegur og kátur mađur, spilar golf, les góđar bćkur ... og svo veit ég ekki meir. 

Um annan lćkni veit ég fátt en ţó er hann oft í fjölmiđlum. Hann heitir Kári Stefánsson og er vel máli farinn og hćfileikaríkur skríbent, beitir hvoru tveggja til stuđnings ţví sem hann trúir á. Hins vegar veit ég ekkert um persónulegar ađstćđur Kára, hvort hann skíđar, gengur á fjöll eđa lemur iđnađarmenn meira en góđu hófi gegnir. Ţađ ţykir mér gott. Ég vil ekki vita allt um alla.

Svo er ţađ hitt, ţađ er ekki traustvekjandi ađ vera mellufćr í öllu, jafnvel ekki frábćr. Sú var nú ástćđan fyrir ţví ađ hann Stefnir Jónsson ţóttist geta allt - og var meira en góđur í flestu. Ţađ er sitt hvađ ađ kunna ađ taka flugvél á loft en ađ geta lent henni. Held ég.

Sögunni um Stefni Jónsson týndi ég fyrir löngu, höfundinum til mikillar skapraunar.

Ţess ber ađ geta ađ fyrirsögn pistilsins á viđ söguhetjuna.

Myndin er af ónefndu bćjarfélagi á suđausturhorni landsins. Örćfajökull í baksýn.


Ef ađrir myndu menga svona mikiđ ...

IMG_7919Mengunarvöldunum er oftast nćstum ţví alveg sama ţótt ţeir skađi umhverfiđ. Ţannig er ástandiđ um áramót. Mínir flugeldar og blys valda ekki mengun, hvađ ţá stóru stjörnuljósin og alveg pottţétta ekki brennan sem ég stóđ viđ á gamlaárskvöld. Ţađ voru hinar brennurnar, hinir sem skutu upp rakettum og kveiktu í blysum sem menguđu.

Sama er međ nagladekkin. Alveg hrein makalaust hvađ margir keyra um á nagladekkjum, alveg frá byrjun október og jafnvel fram í júní. Aldrei er ég međ nagladekkin svona lengi undir, í mesta lagi frá nóvember og fram í apríl.

Ef allir hefđu jafn brenglađa hugsun og ég vćri mengunin miklu meiri vegna ţess ađ svifryksmengunin eykst međ meiri notkun nagladekkja.

Auđvitađ er rosalega gaman ađ skjóta upp rakettum og stemningin er gríđarlega skemmtilegt. Nagladekkin veita manni svo ossalega mikiđ öryggi ţessa ţrjá daga sem ţeirra er virkilega ţörf.

Hvers vegna skjótum viđ upp flugeldum á gamlaárskvöld og áramót? Er ţađ álíka mikilvćgur siđur og ađ höggva niđur grenitré á heiđum Jótlands og flytja inn hingađ til lands og kalla „jólatré“? Eđa er ţađ vegna ţess ađ viđ erum ađ styrkja björgunarsveitir landsins?

Björgunarsveitunum vantar fé til reksturs síns, ţađ er óumdeilt. Er ţađ hins vegar ekki dálítiđ mikiđ í lagt ađ kaupa rakettur frá Kína, ţar sem rafmagniđ er fengiđ úr orkuverum sem kynnt eru međ kolum. Skoteldarnir eru svo fluttir inn međ skipum yfir meira en hálfan hnöttinn. Kolefnisfótspor rakettunnar minnar og stóru tertunnar ţinnar er ţví rosalega mikiđ.

Er ekki ástćđa til ađ hugleiđa ţetta?

Nagladekk eru gagnslaus í snjó. Ţađ eiga allir ökumenn ađ vita. Á suđvesturhorninu koma afar sjaldan upp ţćr ađstćđur ađ nauđsynlegt er ađ nota ţau. Ţetta er svipađ og ađ ganga í stígvélum alla daga vegna ţess ađ hugsanlega verđur drullupollur á vegi manns. Stígvél eru ţarfaţing en oftast hćgt ađ krćkja fyrir pollinn. Einnig er hćgt ađ sleppa ţví ađ aka í vinnuna ţessa ţrjá daga á ári sem hugsanlega er ţörf á nagladekkjum.

Ég vćri til í ađ sleppa ađ kaupa rakettur og skottertur um áramótin, láta stjörnuljósin duga og eyđa peningunum í ađ kaupa eitthvađ annađ af björgunarsveitum landsins, jafnvel afhenda ţeim ţessar tuttugu og fimmţúsund krónur í seđlum ... 

Í sannleika sagt hef ég ekki notađ nagladekk í nćrri tuttugu ár og hef ekki í hyggju ađ gera ţađ. Ađ vísum komu upp nokkur atvik er ég bjó úti á landi ađ betra hefđi veriđ ađ vera međ nagla. 

Ţeir sem valda mengun eru oft kćrulausir um gerđir sínar. Viđ, borgararnir erum ţó haldnir mikilli tvöfeldni.

Hefđi eitt eđa fleiri fyrirtćki veriđ völd ađ ţví ađ styrkur svifryks hefđi á nýársnótt veriđ 1.451 míkrógrömm á rúmmetra ţá hefđi fjandinn orđiđ laus. Viđ, hinir sómakćru sem ökum á nagladekkjum, skjótum upp rakettum, kveikjum í brennum og erum međ jólatré frá Jótlandi, myndum umsvifalaust kćra ţessi fyrirtćki. Jafnvel safna undirskriftum og krefjast ađ ţeim vćri lokađ.

Sem rökstuđning myndum viđ benda á ađ heilsu barnanna okkar vćri stefnt í vođa.

Myndin er tekin á horni Ćgissíđu og Hofsvallagötu í Reykjavík á nýársnótt.


mbl.is Mengun langt yfir heilsuverndarmörkum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 2. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband