Fáránlega áhugaverđir atburđir liđins árs

Vefţjóđviljinn tekur jafnan um áramót saman ţađ sem helst hefur boriđ viđ á liđnu ári. Hér eru nokkur óborganleg atriđi.

  • Enginn ársins: Ţingmannafjöldi Samfylkingarinnar úr kjördćmum ţar sem eru sveitarfélögin Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörđur, Mosfellsbćr, Garđabćr og Seltjarnarnes, alls um 160.000 kjósendur.

  • Fjáröflun ársins: Flokkur fólksins fékk engan mann kjörinn á ţing en getur fengiđ um 40 milljóna króna verđlaun úr ríkissjóđi fyrir atkvćđin sem hann náđi.

  • Stefna ársins: Skođanakannanir sýndu lítiđ fylgi Samfylkingarinnar. Oddný Harđardóttir lýsti mikilli furđu á ţví vegna ţess ađ Samfylkingin hefđi „bestu stefnu í heimi“.
  • Endurskođun ársins: Eftir kosningar sagđi Oddný Harđardóttir ađ Samfylkingin ţyrfti ađ endurskođa stefnu sína. Ţá bestu í heimi.

  • Afsagnarskilningur ársins: David Cameron forsćtisráđherra Bretlands sagđi af sér daginn eftir Brexit-kosninguna. Katrín Jakobsdóttir sagđi afsögnina ekki koma á óvart. Sjálf sat Katrín í ríkisstjórn sem tapađi tveimur ţjóđaratkvćđagreiđslum. Engum ráđherra í ţeirri ríkisstjórn datt í hug ađ segja af sér.

  • Líkur ársins: Birgitta Jónsdóttir sagđi ađ 90% líkur vćru á ţví ađ hún gćti mynduđ yrđi fimm flokka vinstristjórn.

  • Ţónokkuđ ársins: Helgi Hrafn Gunnarsson sagđi ađ Birgitta Jónsdóttir hefđi „opinberlega rćgt ađra, ţónokkuđ oft og mikiđ“.

  • Ţarfleysi ársins: Hjálmar Sveinsson, formađur skipulagsnefndar Reykjavíkur, sagđi tilgangslaust ađ fjölga akreinum á helstu umferđarćđum. Ţćr myndu bara fyllast einhvern tímann af bílum.

 


Styrkur ríkis og ţjóđfélags međ orđum forsetans

Fáni í Básum

Ţađ er nefnilega ţannig ađ styrkur ríkis og ţjóđfélags er ekki metinn eftir hagvexti eđa ţjóđarframleiđslu, vígbúnađi eđa mannfjölda. Og ţótt viđ fögnum afrekum samlanda okkar á sviđi menningar, vísinda eđa íţrótta eru ţau ekki endilega til vitnis um kosti samfélagsins. Raunverulegur styrkur ţess felst í ţví hversu vel er hlúđ ađ sjúkum og öđrum sem ţurfa á ađstođ ađ halda, fólki sem býr viđ fötlun eđa ţroskaskerđingu.

Styrk samfélags má líka meta eftir ţví hvernig börnum er sinnt, hvernig búiđ er ađ öldruđum á ćvikvöldi. Ţetta eru allt saman mćlikvarđar á lífsgćđi, markmiđ sem skipta mestu í bráđ og lengd. Í samanburđi viđ mörg önnur ríki og okkar eigin fortíđ megum viđ vel viđ una. En viđ getum ćtíđ gert enn betur.

Ţetta sagđi forseti lýđveldisins í fyrsta áramótaávarpi sínu ţann 1. janúar 2017. Undir ţađ geta flestir tekiđ hvar í flokki sem ţeir standa. Vonandi verđur ţessi hugsjón rituđ framarlega í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnar sem Bjarni Benediktsson er ađ mynda međ Viđreisn og Bjartri framtíđ.

Myndin er tekin í Básum á Gođalandi og er horft yfir á Tindafjöll í Ţórsmörk.


Bloggfćrslur 1. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband