Konur í baráttusætum Sjálfstæðisflokksins í öllum kjördæmum

Þingmenn, kynVerði niðurstöður kosninganna á þá leið sem fram kemur í skoðanakönnun Fréttablaðsins verða konur líklega tíu af tuttugu og fjórum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins.

Á meðfylgjandi töflu hefur verið reynt að reikna út hvernig þingmenn Sjálfstæðisflokksins skiptast á kjördæmin miðað við eldri skoðanakannanir sem gera ráð fyrir að flokkurinn fái 17 þingmenn kosna. Rauður rammi er um þingmenn í hverju kjördæmi.

Konur eru í baráttusætum allra kjördæmi nema norðvesturkjördæmis. Eftir því sem þingmönnum flokksins fjölgar eru miklu meiri líkur á því að konur komist inn en karlar. Þetta geta allir séð á töflunni.

Níu konur eru núna í 19 manna þingflokki Sjálfstæðisflokksins, 47,4%. Fái Sjálfstæðisflokkurinn 24 þingmenn og þar af verði 10 konur er hlutfallið aðeins lægra 41,7%.

Greinilegt er að eftir miklu er að slægjast fyrir Sjálfstæðismenn, karla og konur. Til að þetta geti gerst þurfa bæði konur og karlar að kjósa flokkinn. Að minnsta kosti læt ég ekki mitt eftir liggja.

 


mbl.is „Heilmikil hreyfing á fylginu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. september 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband