Leiftrandi beittur og ósvífin áróður gegn staðreyndum

Ég get ekki að því gert, en stundum dáist ég að vinstrimönnum. Ekki fyrir hugsjónir þeirra heldur málflutning, sem er oft leiftrandi, beittur og ósvífinn. Í baráttu fyrir málstaðnum þvælast aukaatriði ekki alltaf fyrir, staðreyndir eru lagðar til hliðar og fyrri orð og gjörðir löngu gleymd.

Þetta segir Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, í hárbeittri ádeilugrein í Morgunblaði dagsins.

Í greininni telur hann upp hvernig margir vinstri menn fara á svig við sannleikann í gagnrýni sinni á Sjálfstæðisflokkinn og ríkisstjórnina.

Hann segir um þessi mál:

Flugvallarmálið

Skipulega er unnið að því að loka Reykjavíkurflugvelli, þvert á vilja meirihluta landsmanna og höfuðborgarbúa. 

Icseave:

Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur, þar sem yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar hafnaði því að greiða skuldir einkaaðila, dugðu ekki til. Þess í stað var gert lítið úr fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu frá stofnun lýðveldisins - hún sögð dapurleg markleysa.

ESB-aðildin:

„Það dettur engum í hug að við göngum í Evrópusambandið nema þjóðin sjálf taki ákvarðanir í því máli jafnvel bæði hvort við eigum að fara í slíkar viðræður og þá að niðurstaðan verði lögð í dóm þjóðarinnar,“ sagði þáverandi formaður Vinstri grænna á þingi 2003.

Í júlí 2009 tók Steingrímur J. Sigfússon þátt í því að koma í veg fyrir að „þjóðin sjálf“ tæki ákvörðun um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þá var hann fjármálaráðherra ríkisstjórnar „norrænnar velferðar“.

Seinni einkavæðing bankanna:

Í stefnuyfirlýsingu eftir kosningar 2009 gaf ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna fyrirheit um að „beita sér fyrir opinni stjórnsýslu, auknu gagnsæi og lýðræðisumbótum“. Það þurfti því ekki aðeins pólitískan kjark, heldur töluverða forherðingu, til að ganga til samninga við kröfuhafa og afhenda þeim tvo banka. Þá var vélað í bakherbergjum í lokaðri stjórnsýslu án nokkurs gagnsæis.

Heilbrigðismálin:

Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur verið sökuð um að „hola“ velferðarkerfið að innan og á sama tíma lækka skatta á efnafólk m.a. með „afnámi“ auðlegðarskatts. Hvorki staðreyndir né saga flækjast fyrir og ekki í fyrsta skipti. Útgjöld til heilbrigðismála og almannatrygginga hafa verið stóraukin frá tíma vinstristjórnarinnar. Um það verður ekki deilt. Þingmenn geta tekist á um hvort auka hefði átt útgjöldin enn meira og jafnvel hvort fjármunum sé öllum skynsamlega varið.

 

Auðlegðarskatturinn:

„Norræna velferðarstjórnin“ lagði skattinn á og hét því að hann væri tímabundinn. Samkvæmt lögum skyldi skatturinn falla niður í lok árs 2013. Oddný Harðardóttir var afdráttarlaus í áðurnefndu viðtali við Viðskiptablaðið:

„Það eru ákveðin vandamál með auðlegðarskattinn. Hann er þó tímabundinn og ég mun leggja áherslu á að endurnýja hann ekki.“

Hvorki meira né minna: Fjármálaráðherra vinstristjórnarinnar lagði áherslu á að auðlegðarskatturinn yrði ekki endurnýjaður. Svo er ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sökuð um að afnema skattinn og hygla þar með eignafólki. Þó var ekkert annað gert en láta ákvörðun meirihluta „norrænu velferðarstjórnarinnar“ ná fram að ganga og ákvæði laga féll úr gildi.

Við þetta má bæta að alltof oft eru litlar efndir á loforðum stjórnmálaflokka þegar þeir komast í stjórn. Oft er þá farið í hrossakaup um hin ólíklegustu mál eins og dæmin sanna.

Verra er þó þegar hrein handvömm, þekkingarleysi og getuleysi leiða til ótrúlegra niðurstaðna eins og raunin var með ESB-aðildina og Icesave-málið, svo dæmi séu nefnd.

Eða þegar kröfuhafar fengu tvo banka gefins. Um leið fengu þeir 30% afslátt af húsnæðislánakröfunum til að gera gjöfina huggulegri. Skuldarar nutu þó einskis af þessum afslætti, hann hirtu kröfuhafar og slitastjórnir.

Annar þessara banka, Íslandsbanki, er nú kominn aftur í eigu ríkisins, kröfuhafar nenntu ekki að standa í þessu og hrökkluðust burtu þegar þeir núverandi ríkisstjórn bauð þeim útgönguleið. Enginn afsláttur af húsnæðislánakröfum fylgdi þó í þetta sinn.

 


Bloggfærslur 24. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband