Afstaða Katrínar Jakobsdóttur skilur margar spurningar eftir ...

Þessi aðferð við að kynna hluti með þessum hætti skilur margar spurningar eftir.

Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna í viðtali í Morgunblaði dagsins. Viðtalið var án efa tekið eftir kynningu ríkisstjórnarinnar á tillögum á kaupum ungs fólks á fyrstu íbúð. Katrín virðist ekki vera búin að lesa þær en er eldsnögg að hallmæla þeim fyrirfram.

... skilur margar spurningar eftir.“ segir hún og umsvifalaust kippir henni í kynið enda notar hún sömu aðferð og Gróa á Leiti sem orðaði það svipað; „ólygin sagði mér“. Báðar láta að því liggja að eitthvað alvarlegt sé að en eins og aðrir sem dreifa ósannindum eru þau ekki nefnd á nafn. „... skilur margar spurningar eftir.“ Það dugar meðan verið er að fóðra „skítadreifarann“ (afsakið talsmátann).

Í fréttinni er haft eftir Katrínu í óbeinni ræðu:

Áhyggjur væru af því að leiðirnar myndu nýtast tekjuhærri hópum best, þar sem þeir ættu auðveldara með sparnað.

Ekkert fullyrt en látið að því liggja að eitthvað stórkostlega alvarlegt sé að.

Þetta kemur frá stjórnmálamanni sem hefur krafist opinnar stjórnmálaumræðu, heiðarleika og lýðræðis. En munum að krafan á við alla aðra, ekki hana sjálfa. Verkefni hennar er þannig skilgreint að að hún eigi að ata aðra auri svo af henni sjálfri skíni eins og af nýsleginni evru. Þannig verkaðferð skila sjaldnast neinum árangri.

Rifja má eftirfarandi upp frá ráðherratíð Katrínar Jakobsdóttur:

  1. Var hún ekki ráðherra í ríkisstjórninni sem samþykkti aðlögunarviðræður við ESB án samþykkis þjóðarinnar?
  2. Sveik hún og aðrir ráðherrar þar ekki samþyktir Vinstri grænna?
  3. Gerði ríkisstjórn hennar eitthvað vegna verðtryggingarinnar?
  4. Aðstoðaði þessi ríkisstjórn hennar fólk vegna hrunsins?
  5. Setti ríkisstjórn hennar ekki lög sem björguðu bönkunum frá bótakröfum almennings þegar gengistrygging lána var dæm ólögmæt?

Fleira mætti til taka. Niðurstaðan er þó sú að afstaða Katrínar Jakobsdóttur til tillagna núverandi ríkisstjórnar skilur margar spurningar eftir ...

Sú mikilvægasta er þessi:

Er Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, marktæk?


Bloggfærslur 16. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband