Vel heppnaðar nýbyggingar á Hverfisgötu

hverfisgata 1Átti leið um Hverfisgötu. Hef fylgst þar með nýbyggingum á milli Klapparstígs og Smiðjustígs. Er svo íhaldssamur að mér finnst flestar breytingar á götumyndum í Reykjavík yfirleitt afar ljótar og þar að auki tortryggi ég meirihluta borgarstjórnar síðan Gnarrinn narraði borgarbúa með tilgerðalegri aðdáun sinni á njóla.

Aftur á móti tel ég hér hafi vel tekist til. Ný hús hafa verið byggð með „gömlu“ útliti, ekki er um eina blokk að ræða heldar mörg og mismunandi hús. Og gamla húsið á horni Hverfisgötu og Smiðjustígs fær að halda sér enda afar fallegt hús að utan og innan.

Í sannleika sagt er engu líkar en þessi hús hafi verið þarna í áratugi. Athugið að myndin er tekin í „panorama“ og virkar dálítið sveigð og teygð. 


Bloggfærslur 1. ágúst 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband