Ávirđingar á lögreglustjórann í Eyjum eru ekki alvarlegar

Engu líkar en ađ margir gleđjist yfir áliti umbođsmanns Alţingis um ađ lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hafi ekki fariđ ađ lögum viđ ráđningu löglćrđs fulltrúa. Mátulegt á hana ...

Ţetta byrjađi allt í fyrra međ yfirlýsingu lögreglustjórans um ađ vegna rannsóknarhagsmuna muni lögreglan í Eyjum ekki gefa upplýsingar um nauđganir á ţjóđhátíđ. Margir voru verulega óánćgđir međ ţetta og töldu ađ hún vćri ađ gćta hagsmuna ţjóđhátíđarinnar, sögđu berum orđum ađ engin neikvćđ umfjöllun mćtti vera um hátíđina, ţađ dragi úr sölu.

Lögreglustjórinn hefur ekki breytt um skođun, í ár verđa ekki gefnar upplýsingar um hugsanlegar nauđganir. Í gúrkutíđinni ráđast menn međ offorsi á lögreglustjórann og halda enn ţví fram ađ annarlegar ástćđur séu fyrir afstöđu hennar. Viđ liggur ađ fjölmiđlaherferđ sé gegn henni og ekki bćtti úr skák er tónlistamenn neituđu ađ koma fram á ţjóđhátíđ nema afstađa Eyjamanna breyttist. Eftir fund međ bćjarstjóra og ţjóđhátíđarnefnd drógu tónlistamenn hins vegar yfirlýsingu sína til baka og međ ţví viđurkenna ţeir, ţó óbeint sé, ađ nokkuđ mikiđ sé til í afstöđu lögreglunnar.

Nú er aftur bariđ á lögreglustjóranum og margir hafa enn horn í síđu hennar og trúa öllu illu upp á hana.

Mér sýnist ţó á flestu ađ lögreglustjórinn sé samkvćm sjálfri sér. Rök hennar eru skotheld ţó deila megi um ţau rétt eins og um ráđningu löglćrđa fulltrúans. Niđurstađan er hins vegar sú ađ umbođsmađur telur annmarka á málsmeđferđinni en tekur ekki afstöđu til ţess hvort hćfasti umsćkjandinn hafi veriđ ráđinn.

Held ađ eftir ađ allt ofangreint sé virt geti lögreglustjórinn bara boriđ höfuđiđ hátt.


mbl.is Ekki í samrćmi viđ stjórnsýslulög
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Vont ađ vera stykkisólmur ...

Ómar Ragnarsson, fjölmiđlamađur, segir frá ţví á bloggi sínu ađ hann hafi á yngri árum tekiđ ţátt í kappáti í veislu í Hveragerđi. Allir sem borđuđu ţar fengu matareitrun og einnig sá sem Ómar „át undir borđi“ eins og hann orđar ţađ. Ómar slapp viđ eitrunina vegna ţess ađ hann hafđi ekki snert á grćnum baunum sem allir úđuđu í sig en ţćr voru skemmdar og eitrađar.

Af orđleggjandi hagleik segir Ómar:

Ef ţetta hefđi veriđ fjölskylduveisla hefđi hún breyst í fjölskituveislu.

Í athugasemdum segir Már Elísson:

Mér finnst orđiđ "fjölskituveisla" vera bćđi lýrískt og myndrćnt og verđur hér međ tekiđ inn í íslenskar orđabćkur. Orđiđ segir allt sem ţarf og er ţar ađ auki hláturvekjandi svo mađur verđur ađ passa sig. Frábćrt hjá ţér Ómar.

Ómar klykkir út međ ţví ađ segja:

Mér ţykir miđur ef orđiđ vekur slíkar hrćringar međ mönnum, sem eru ađ reyna ađ halda í sér, ađ ţeir geri á sig. Ekki síst ef ástand viđkomandi manns er slíkt ađ hann verđi stykkisólmur.

Ţarna hló ég svo rosalega ađ ég ađ ég átti erfitt međ ađ halda í mér.

 


Bláfjallakvísl er langoftast fćr göngufólki

950803-74Bláfjallakvísl á hinum svokallađa Laugavegi er yfirleitt blátćr. Hún er dragá og tekur til sín vatn víđa ađ. Upptök hennar er ađ finna í Bláfjöllum viđ norđvestanverđan Mýrdalsjökul. Viđ sólbráđ eykst vatn úr jöklinum og ţađ skilar sér í ána.

Sjaldnast er hún til trafala. Vegur suđur Emstrur er á traustu vađi sem sjaldnast breytist. Göngufólk kemst auđveldlega yfir, vatniđ sjaldnast nema í hné á međalmanni.

Örskammt fyrir norđan er Kaldaklofskvísl. Hún er öllu vatnsmeiri og stundum straumhörđ. Hún var brúuđ fyrir um tuttugu og fimm árum, raunar ítrekađ vegna snjóţyngsla sem sliguđu brúna einu sinni eđa tvisvar. Hér áđur fyrr ţótti frekar leiđinlegt ađ ţurfa ađ vađa tvćr kaldar ár međ 400 m millibili.

Myndin sem hér fylgir var tekin fyrir mörgum árum. Göngufólk fćr far međ jeppa yfir Bláfjallakvísl og ţakkar fyrir ađ ţurfa ekki ađ vađa.

Laugavegurinn er međ vinsćlustu gönguleiđum landsins. Ţađ er eđlilegt, landslag er víđa fagurt og gönguleiđin fjölbreytt. Ţó verđur

ađ segjast eins og er ađ hann er frekar ofmetinn sé hann borinn saman viđ ađrar gönguleiđir. Sá sem ţetta ritar hefur ótal sinnum fariđ Laugaveginn, gangandi, á skíđum, hlaupandi og á bíl eins og mögulegt er. Í dag heillar hann ekki eins og hann gerđi. Of margir göngumenn eru ţarna og ţađ eyđileggur upplifunina ađ miklu leyti. Vilji fólk endilega ganga ţessa leiđ ţá er mćlt međ ţví ađ fara seinnipart ágúst eđa í september. Gćta ţá vel ađ veđurspá og vera vel búinn.


mbl.is Mikiđ vatn í Bláfjallakvísl
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 29. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband