Ný-fíflin ráðast á vonda fólkið

idiot2Vefur ofstækismanns í stjórnmálum hefur vakið afar mikla athygli að undanförnum. Hann ræðast á fjölmargt fólk og kennir þá við rasisma sem hann raunar kallar ný-rasisma, líklega til að leggja enn meiri vigt á orð sín. Þetta kemur skýrt fram á vef sem nefnist sandkassinn.com. 

Þegar einhver ræðst ruddalega að öðrum er ástæðan fyrst og fremst þörfin á að upphefja sjálfan sig.

Ritstjóri vefsins telur sig hvítskúrað gæðablóð enda gætir hann þess að kenna vef sinn við fjölmenningu, jafnréttismál, listir, heilbrigðismál og ábyggilega allt fagurt mannlíf sem hann hugsanlega vill iðka.

Hann telur sig dæmi um fagurt mannlíf en þeir, hinir, sem eru á öndverðum meiði við hann í stjórnmálum er vonda fólkið, rasistar, fasistar sem ekkert gott gera, græða bara á daginn og grilla á kvöldin.

Umræða sem ætlað er að fjalla um kærleika, fjölmenningu og fólk af ýmsu þjóðerni og kynþáttum en skeytir engu um mannorð, heiður, réttlæti og hefur ekki í heiðri nauðsynlega aðgát og hógværð í umfjöllun um annað fólk er vita marklaus. Hún er merki um þroskaleysi og vitskerðingu enda leiðir oft ofstækisfull orðræða oft til líkamlegs ofbeldis eins og dæmin sanna um allan heim.

Hér á landi verður þó að kalla svona heimskupör fíflaskap. Fíflin þekkjast yfirleitt á orðum þeirra og til að skýra þetta enn betur má kalla þau ný-fífl. Slíkt lið er sem betur fer fámennt en áberandi í þjóðfélagsumræðunni, á bloggsíðum og athugasemdadálkum ýmissa fjölmiðla. Með orðræðu sinni beitir það sér af mikilli hörku gegn vitrænni umræðu af því að það kann hana ekki, kann ekkert nema ofbeldi.

Ný-fífl eru þeir sem reyna allt sem hægt er að gera lítið úr öðrum, niðurlægja aðra, snúa út úr orðum fólks. Fíflin þola ekki öðrum að hafa andstæðar pólitískar skoðanir. Þau skilja ekki lýðræðið, málefnalega rökræðu enda fara þau jafnan hallloka í henni.

Þess vegna er gripið til viðbjóðslegrar, fasískrar orðræðu sem ætlað er að vinna fylgi með því að niðurlægja aðra ... og um leið upphefja sjálfa sig. Í þessu er fólgin grundvallarskýringin á ný-fíflum.

Spurningin er yfirleitt sú hvar hver og einn kýs að standa í þjóðfélagsumræðunni. Í henni er oft gott að spyrja sig einfaldrar spurningar: Hvaða afstöðu myndi ég taka ef nákominn ættingi eða vinur ætti undir högg að sækja gegn ný-fíflunum

 


Bloggfærslur 28. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband