10.000 ára fótspor í Vífilsfelli?

Fótspor2Á hinu gáfulega vefriti iflscience er grein um steingert fótspor manns sem talið er að sé 1,9 milljón ára gamalt. Ekki er vitað hver á sporið en talið að hann sé látinn.

Þetta minnir mig á fótsporið sem ég fann í móberginu á Vífilsfelli fyrir stuttu og hafði vit á að taka mynd af. Fjallið myndaðist við eldgos á fyrra jökulskeiði og síðan gaus aftur á síðara jökulskeiði sem lauk svo fyrir um 10.000 árum.

Móberg myndast þegar gosefni splundrast í vatni og setjast oftast þar til. Með tíð og tíma þéttast þau og harðna og þá verður til þessi mjúka, brúnleita bergtegund. Raunar er það svo að móberg getur myndast mjög hratt eins og sannaðist best í Surtseyjargosinu.

Fótspor VífÁ síðasta jökulskeiði er talið að um 600 til 1000 m hár jökull hafi verið yfir því landi sem nú nefnist höfuðborgarsvæðið. Líklega hefur jökullinn verið við hærri mörkin yfir Bláfjöllum.

Með allt ofangreint í huga er svona frekar ólíklegt að ég hafi rekist á fótspor. Varla hefur nokkur maður lagt lykkju á krók sinn (eins og sumir segja), að eldstöðin og stigið í mjúka gosöskuna sem síðan hefur geymt fótsporið um þúsaldir.

Varla ... en ef til vill ekki útilokað (hér er við hæfi að setja broskall).laughing

Nú verða lesendur bara að geta upp á því hvor myndin sýni eldra fótsporið. Gef hér eina vísbendingu. Af umhverfisástæðum geng ég yfirleitt ekki berfættur á fjöll

(og annar broskall).smile


Bloggfærslur 14. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband