Halla Tómasdóttir verður sér til skammar

Sigurður Arnarson, kennari og fræðimaður, heldur ásamt fleirum úti afar málefnalegri og fróðlegri fésbókarsíðu sem nefnist „Vinir lúpínunnar“. Hann sendi forsetaframbjóðendum eftirfarandi bréf með ósk um svör:

Uppblástur, jarðvegsrof og hnignun gróðurs er stærsta umhverfisvandamál sem Íslendingar hafa staðið frammi fyrir allar götur frá landnámi. Beit viðgengst enn á íslenskum auðnum og rofsvæðum sem enga beit þola að mati okkar helstu sérfræðinga.

Því langar okkur að bera upp eftirfarandi spurningar:

1. Hvað munt þú gera, sem forseti, til að snúa þessari þróun við?
2. Munt þú, sem forseti, beita þér fyrir vörsluskyldu búfjár?
3. Hvert er álit þitt á lúpínu sem landgræðsluplöntu?

Halla Tómasdóttir, forsetaframbjóðandi, svaraði á eftirfarandi hátt (uppsetning svarsins og feitletrun er á ábyrgð ritstjóra):

Sæll Sigurður og takk fyrir spurninguna.

  1. Við eigum einstaka náttúru á Íslandi og ég tel mikilvægt að við stöndum vörð um náttúruna. Okkur ber skylda til að gæta þess að komandi kynslóðir fái tækifæri til að njóta þeirra auðæva sem náttúran hefur að geyma. Ég mun beita mér fyrir því að svo verði og ég mun tala fyrir því að við stöndum vörð um náttúruna og beitum nauðsynlegum úrræðum til að koma í veg fyrir að komandi kynslóðir geti notið náttúrunnar.
  2. Í lögum nr. 38/2013 um búfjárhald segir að sveitastjórnir taki ákvörðun um vörsluskyldu búfjárs. Sveitastjórnir eru líklega betur til þess fallnar en forsetinn til að meta þörfina á vörsluskyldu búfjár á einstaka landsvæðum. Ég tel hins vegar að forseti eigi að beita sér fyrir því að komið sé í veg fyrir að teknar séu ákvarðanir sem leiða til þess að náttúran hljóti óafturkræfan skaða af.
  3. Það eru skiptar skoðanir hvað þetta mál varðar og ég er þeirrar skoðunar að stíga þurfi varlega til jarðar varðandi mál sem varða náttúru Íslands. Velta þarf upp kostum og göllum og taka ákvörðun út frá því hvað er best að gera til langs tíma. Engin undantekning er þar á varðandi notkun Lúpínu sem landgræðsluplöntu.

Kv. Halla 

BelgjurtabókinÞetta er furðulegt ritsmíð, greinilega samin á hlaupum, óyfirlesin með málvillum og stafsetningavillum.

rMá vera að konan hafi metið að fyrirspyrjandi sé einhver kverúlant eða kjáni. Því fer fjarri. Maðurinn er auk þess að vera kennari góður fræðimaður á sínu sviði og gefið út ritið Belgjurtabókina.

Svona gerir ekki forsetaframbjóðandi. Hún hefur orðið sér til skammar fyrir svarið og hér hefur þó ekki verið rætt um það efnislega. Á þann veginn er aðeins eitt hægt að segja, það er innantómt og segir ekki nokkurn skapaðan hlut nema hve frambjóðandinn er illa að sér.

 

 


Sumir segja að Icesave málið skipti engu en ...

Svavars-samningarnir hefðu reynst Íslendingum dýrkeyptir. Sjö ára skjólinu, sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lagði svo mikla áherslu á, hefði lokið síðastliðinn sunnudag - 5. júní. Skuld ríkissjóðs - íslenskra skattgreiðenda - hefði numið 208 milljörðum króna eða 8,8% af áætlaðri landsframleiðslu. Þetta jafngildir að hver fjögurra manna fjölskylda hefði skuldað 2,5 milljónir króna vegna samninga, sem áttu sér enga lagastoð.

Þetta segir Óli Björn Kárason, varaþingmaður í  ágætri grein í Morgunblaði dagsins. Í henni er farið yfir sögu Svavars-samninganna og ábyrgð Steingríms J. Sigfússonar, þáverandi fjármálaráðherra og Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

Upp á síðkastið hefur borið á því að margir fullyrði að Icesave sé liðið og það skipti ekki lengur neinu máli. Þetta er auðvitað blygðunarlaus tilraun til að endurskrifa söguna, nema verið sé að verja einhvern forsetaframbjóðanda fyrir vandræðalegum ummælum um Icesave.

Jú, auðvitað skiptir Icesave máli. Staðreyndin er sú að fjöldi fræðimanna hvötti til þess að þjóðin samþykkti Icesave, að hún tæki á sig skuldir óreiðumanna, annars væri voðinn vís. Sem betur fer tók þjóðin ekki mark á þessu liði og hafnaði samningunum. Margir þeirra eru nú á harðahlaupum frá sínum fyrri skoðunum og reyna að gera sem minnst úr þeim. Að því leyti virðist Icesave vera enn ferskt og langt frá því að gleymast.

Óli Björn segir í grein sinni:

Í janúar 2013 komst EFTA-dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að engin ríkisábyrgð væri á Icesave-skuldum Landsbankans.

Auðvitað skiptu Icesave samningarnir gríðarlegu máli. Þeir eru hluti af stjórnmálum síðustu ára, rétt eins og sjálft hrunið, og staðreyndin að þjóðin hafi hafnað þeim í tvígang í þjóðaratkvæðagreiðslu mun uppi meðan land byggist. Það varð ekkert „svokallað hrun“ né heldur „svokallað Icesave“ þó margir vilji líta svo á. Icesave samningarnir voru einfaldlega ógn við fjárhagslegt sjálfstæði landsins.

Hrakfarir ríkisstjórnarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslum vegna þessara vondu samninga höfðu þó engin áhrif á hana, hún sagði ekki af sér. Hins vegar má leiða líkum að því að hún hafi dáið þarna enda bar hún eiginlega aldrei sitt barr síðan þótt hún hafi að forminu séð enst til loka kjörtímabilsins.

í lok greinarinnar segir Óli Björn:

Steingrímur J. Sigfússon hefur aldrei skýrt ástæðu sinnaskipta sinna gagnvart ríkisábyrgð á Icesave-skuldum Landsbankans. Ekki frekar en ráðherrar og þingmenn norrænu ríkisstjórnarinnar sem þegja þunnu hljóði um hvað fólst í „baktjaldasamkomulagi“ stjórnarflokkanna um ESB, en liðlega mánuði eftir að Svavars-samningarnir voru undirritaðir var samþykkt að sækja um aðild Íslands að sambandinu.

 


Bloggfærslur 8. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband