Paul Ryan sættir sig við Donald Trump ...

„Ófreskjan er stigin á land!“ Svo hljóðuðu fyrirsagnir Parísarblaðanna þegar Napóleon keisari steig á land í Suður-Frakklandi, nýsloppinn úr prísund sinni á Elbu. Eftir því sem keisarinn færðist nær höfuðborginni mildaðist tónninn þar til þau birtu að lokum: „Hans hátign, keisarinn, mun halda innreið sína á morgun.“ Allar götur síðan hefur þessi atburðarás verið nefnd sem dæmi um pólitíska hentisemi.

Vel skrifaður og góður leiðari í Morgunblaði dagsins. Hann fjallar þó ekki um Napóleón keisara Frakka heldur Donald Trump. Á leiðaranum á skilja að Morgunblaðinu er ekkert sérstaklega vel við forsetaframbjóðandann. Er það ekki bara ósköp skiljanlegt?

Í leiðaranum er gert að umtalsefni að Paul Ryan, forseti (e. Speaker) fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafi lýst yfir stuðningi við Donald Trump. Ryan er ungur og áhrifamikill republikani, var fyrst kjörinn á þingið 1998 og var varaforsetaefni Mit Romneys og en þeir höfðu ekki erindi sem erfiði.

Í lok forystugreinarinnar segir og er greinilegt að Ryan þarf að sætta sig við Trump þvert gegn vilja sínum: 

Og raunar hefur Ryan ekki legið á gagnrýni sinni á stefnumál Trumps hingað til. Hann sagði til að mynda að tillaga Trumps um að meina öllum múslimum að koma til Bandaríkjanna gengi ekki bara gegn gildum íhaldsstefnunnar, heldur einnig gegn öllu því sem Bandaríkin stæðu fyrir.

Líklega gat aldrei gengið til lengdar að æðsti embættismaður repúblíkana á landsvísu myndi ekki styðja forsetaframbjóðanda flokksins. Það að sú stuðningsyfirlýsing komi án þess að Trump hafi í raun beygt af með þau stefnumál sem Ryan gerði svo alvarlegar athugasemdir við kemur hins vegar verulega á óvart. Hans hátign er greinilega komin til Parísar.


Bloggfærslur 6. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband