Furðulega vanhæf útgáfa fjölmiðla

Einkenni DV, dv.is, pressan.is og eyjan.is er óskipuleg og metnaðarlaus ritstjórnarstefna. Þetta lýsir sér í illa skrifuðum „fréttum“, þýðingum á ómerkilegu efni úr erlendum fjölmiðlum og endursögnum úr innlendum fjölmiðlum. Verst er þó hve kunnátta blaðamanna í íslensku máli er ábótavant.

Skringilegast er að efni ofangreindra miðla miðast eingöngu við að fylla upp í pláss á milli auglýsinga.

Svona útgáfa getur ekki enst til lengdar. Úrbóta er þörf en þær spretta varla út úr höfðum óreyndra manna sem hafa hvorki menntun né reynslu á þessu sviði, jafnvel þó þeir telji sig „blaðamenn“.


mbl.is Kolbrún og Hörður ritstjórar DV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband