Ómarktæki munurinn á Davíð og Andra Snæ

Gamall vinstri sinnaður kunningi hafði samband við mig í morgun. Ein og við var að búast skensaði hann mig fyrir stuðning minn við framboð Davíðs Oddssonar til forseta Íslands. Við skutum svona á hvorn annan í bróðerni og reyndum að vera fyndnir.

Er við kvöddumst sagði hann nær pottþétt að Davíð yrði í þriðja sæti í kosningunum. Þegar ég hváði sagði hann að ástæðan væri einfaldlega sú að búið sé að hafa samband við stóran hóp fólks sem hefur lýst yfir stuðningi við Guðna Th. Jóhannesson og þetta fólk hvatt til að styðja Andra Snæ verði haft samband við það í skoðanakönnunum.

Tilgangurinn sé fyrst og fremst áróðurslegur, gera lítið úr Davíð og helst þannig að það bitni á Sjálfstæðisflokknum.

Ég hló, og spurði hann hvaða líkur væru á því að hópur fólks gæti haft áhrif á úrtak í skoðanakönnunum. Sá hópur þyrfti að vera stór og vel skipulagður.

Kunningi minn sagði það ekki stórmál. Aðalatriðið væri hvernig unnið sé úr skoðanakönnunum. 

„Þú veist,“ sagði hann, „að allt í einu er ekki marktækur munur á Davíð og Andra Snæ og stuðningur við Guðna Th. minnkar. Heldurðu að það gerist bara upp úr þurru?“

Þetta kom svo flatt upp á mig að ég gleymdi að kveðja.

... hvernig unnið er úr skoðanakönnunum?


Bloggfærslur 16. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband