Bönnum enska landsliðinu þátttöku í alþjóðamótum

Er ekki kominn tími til að banna enska fótboltalandsliði karla þátttöku í heimsmeistara-og evrópumótum? Stuðningsmenn liðsins halda að með ólátum, drykkjuskap og ofbeldi geti þeir bætt upp lélegan árangur liðsins. Þeir eru ekki að skemmta sér eins og annað fólk

Ég hef lengi verið stuðningsmaður enska landsliðsins en árangur þess hefur því miður verið hörmulegur í áratugi. Þetta er svona eins og að halda með Liverpool í enska boltanum, ekkert nema ávísun á vonbrigði og leiðindi. Stuðningsmenn liðsins eru þó skárri en enska landsliðsins.

Held ég láti af þessum stuðningi hér með. Enska þjóðin og aðrir verða bara að sætta sig við afstöðu mína. 

Að lokum legg ég fram þá tillögu að enskum stuðningsmönnum fótboltaliða verði meinaður aðgangur að alþjóðlegum fótboltaleikjum nema að þeir hafi fengið viðeigandi meðferð hjá sálfræðingi og geti framvísað vottorði um andlega heilsu sína. 


mbl.is Einn í lífshættu eftir átökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband