Reyniviðarhríslan reyndist vera í Bíldsfelli

TrébFyrir tveimur dögum birti ég tvær fornar ljósmyndir af reynivið sem ég gat ekki fundið út hvar teknar voru. Myndirnar fékk ég af bloggi Fornleifs, sem Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, fornleifafræðingur stendur fyrir.

Með aðstoð Ágústs H. Bjarnasonar er komið í ljós hvar önnur myndin er tekin. Hann sendi mér þessa mynd sem er hér hægra megin og kemur fram að hún var tekin 1936. 

Mér finnst ansi líklegat að myndirnar séu teknar á sama stað. Sú efri var tekin um 1882-1883 samkvæmt því sem Fornleifur segir. Ekki er vitað hver tók myndina.

Bíldsfell

Þær eru báðar teknar af reyniviðartré sem stendur í Bíldsfelli við Sogið.

Í Alþýðublaðinu var í gamla daga dálkur „Hannes á horninu“ sem var dulnefni Vilhjálms S. Vilhjálmssonar, blaðamanns og rithöfundar (1903-1966).

Þann 24. ágúst 1944 er birt eftirfarandi frásögn um reyniviðinn í Bíldsfelli. Hún er  fróðleg en „Hannes á horninu“ segist hafa fengið bréf frá einhverjum M.G. sem skrifar þetta sama tré og hér eru birtar myndir af.

NÚNA NÝLEGA átti ég ferðum Grafninginn, og var fótgangandi. En þá er hægt að Haga ferðalagi sínu eftir eigin Vild. Ég kom að Bíldsfelli, og hafði ánægju af því. Þar er fallegur bær, og fagurt útsýni, og þar mun einnig vera myndarlegt heimili.

ÉG HÉLT SVO AF STAÐ frá Bíldsfelli, sem leið liggur inn með fellinu í áttína til Sogsfossanna. Er töluvert birkiskógarkjarr þarna meðfram hlíðinni. Og þar á meðal er hin gamla reyniviðarhrísla. Er hún á lítilli vallendisflöt, neðan undir grýttum ás. Þaðan er skammt að Sogsfossunum.

Hríslan saman stendur af fjórum stofnum, jafn gildum, og munu allir vera af sömu rót, þó að ekki beri á því ofanjarðar. Stofnarnir eru greina lausir langt upp eftir. Hafa auðsjáanlega verið klipptar þar af greinar fyrir löngu síðan. Þær greinar hafa þá líklega verið farnar að skemmast, og eina grein sá ég, sem var kalin og ber. 4—5 m. frá jörð taka greinar að kvílslast út frá stofninum. stefna þær allar upp á við og mynda þar sameiginlega laufkrónu. Laufskrúðið er þó ekki þroskalegt. Blöðin eru mjó og kyrkingsleg. Þó er tréð í heild all tignarlegt, það gera hinir háu og gildu stofnar. Mun reynitré þetta vera eitt með hinum hæstu hér á landi. En það er nú búið að llfa sitt fegursta."

STOFNAR þess eru nær allir jafn gildir. Nálægt alin að ummáli. Víða hafa verið grafin fangamörk og ýmsar rúnir á stofnana. Á einum má lesa enskt mannsnafn, sem nær þvert yfir stofninn og heimilisfang fyrir neðan, og skammstafanir Bandaríkjanna í Ameríku. En eldra finnst mér þetta vera, en að það gæti verið eftir gesti þó, sem nú hafa verið hér að undanförnu. Það gæti verið fróðlegt að rita upp rúnir þær, sem skornar hafa verið á þessa trjástofna áður en þessi forni hlinur fellur að velli. En hann mun varla geta brosað við sumri og sól ýkja lengi úr þessu.

LÍKLEGA væri snjallast að leggja þessi tré að velli innan skamms, og girða síðan blettinn með góðri girðingu. Myndi þá vaxa þarna upp reynir að nýju. Ég sá marga reyniviðarnýgræðinga komna í ljós umhverfis einn stofninn. Svo að auðsætt er að þarna gæti enn á ný vaxið nýr reyniviður, eftirkomendum okkar til yndis og ánægju. Það þýðir ekki fyrir okkur hina gömlu, að hugsa eingöngu um okkur sjálfa. Við eigum að hugsa um landið og eftirkomendurna.

Tré2bcNú er hins vegar eftir að finna út hvar hin myndin var tekin. Held að það sé pottþétt að ekki er um að ræða sama reyniviðartréð.


Bloggfærslur 1. júní 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband