Hverjum er ekki drullusama um þennan Atla Fannar?

Eftir að Davíð svar­aði spurn­ingum í beinni útsend­ingu á Face­book-­síðu Nova í vik­unni birti mbl.is frétt undir fyr­ir­sögn­inni 27.000 horfðu á Davíð — full­kom­lega eðli­leg fyr­ir­sögn ef það væri hægt að sýna fram á að 27 þús­und manns hefðu horft útsend­ing­una.

Hið rétta var að búið var að horfa á ein­hvern hluta upp­tök­unnar af útsend­ing­unni 27 þús­und sinn­um. Ég segi ein­hvern hluta vegna þess að aðferð­irnar sem Face­book notar til að telja áhorf eru í besta falli rausn­ar­leg­ar. Áhorfin telja eftir aðeins þrjár sek­úndur eru liðn­ar. Mynd­böndin spil­ast oft sjálf­krafa og meira að segja án hljóðs. Til sam­an­burðar þá hleypa mynd­banda­veitur á borð við Vimeo og Youtube taln­ing­unni ekki í gegn fyrr en búið er að horfa á tvo þriðju mynd­bands.

Það mætti sem­sagt deila í áhorfs­töl­una með tveim­ur. Jafn­vel þrem­ur. En þetta snýst ekki um það.

Nei, þetta snýst ekki um það. Blaðamaður á vefmiðlinum kjarninn.is, Atli Fannar Bjarkason, getur ekki á sér heilum tekið vegna forsetaframboðs Davíðs Odddsonar. Hann skrifar jafnan af heift um Davíð og kjökrar vegna framboðsins.

Ofangreind tilvitnun er úr grein hans sem nefnist „Er öllum drullusama um Morgunblaðið?“ Má vera en ég held að flestir hafi ekki nokkurn áhuga á kjarninn.is.

Til að byrja með hafa fleiri frambjóðendur en Davíð setið fyrir svörum hjá símafyrirtækinu Nova. Atli Fannar missir sig eingöngu um Davíð. Halla Tómasdóttir og Guðni Jóhannesson, forsetaframbjóðendur, fá ekki yfir sig gusuna frá manninum. Kjarninn er greinilega hlutdrægt rit og hverjum er ekki „drullusama“ um það. Enginn les það nema vinstri gáfumenni - allir einn og átta.

Annars er það grátlega fyndið að lesa tilraun Atla Fannars til að telja niður þá sem fylgdust með upptöku af viðtalinu við Davíð Oddsson. Með tænilegum útskýringum fær hann það út að aðeins 9.000 manns hafi horft á viðtalið, ekki 27.000.

Hann deilir í töluna með tveimur eða þremur. „En þetta snýst ekki um það,“ segir Atli. Lesandanum er það ljóst. Þetta snýst eiginlega um Atla Fannar og heift hans gegn Davíð, en hverjum er ekki „drullusama“ um geðheilsu hins fyrrnefnda.

Davíð var reglulega fyndinn og skemmtilegur í þessu viðtali, ég hlustaði á það allt og skemmti mér afar vel. Ég hlustaði líka á Guðna, hann var flottur, jafnvel þó hann sé svo forneskjulegur að nota PC en ekki Makka. wink

 


Bloggfærslur 21. maí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband