Blaðamaður telur fjóra vinstri menn vera marktækt úrtak

Visir.is stundar síst af öllu hlutlausa blaðamennsku, oftar er ekki er hún frekar vinstrisinnuð. Í dag má sjá þessa fyrirsögn:

Söguskoðun Hannesar Hólmsteins fær falleinkunn á Facebook.

Blaðamaðurinn Stefán Ó. Jónsson skrifar „fréttina“ og fjallar um grein eftir Hannes Hólmstein Gissurarson í Morgunblaðinu í dag. Tilefni hennar er að tuttugu og fimm ár er síðan Davíð Oddsson myndaði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins.

Blaðamennska Stefáns er ekki merkileg. Hið eina sem hann gerir er að leita uppi á Facebook fjóra vinstri menn í þjóðfélaginu og birta álit þeirra á grein Hannesar.

Þetta eru Óðinn Jónsson, dagskrárgerðarmaður á Ríkisútvarpinu, Egill Helgason, dagskrárgerðarmaður, Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjórar Landspítalans, Heiða B. Heiðars, bloggari, og Illugi Jökulsson, dagskrárgerðarmaður og rithöfundur. 

Auðvitað er enginn þessara vinstri manna er hrifinn af grein Hannesar enda hafa þau hingað til hvorki talist til aðdáenda hans eða Davíðs Oddssonar. Engu að síður telur Stefán, blaðamaður, að úrtakið sé nóg til að komast að þeirri niðurstöðu að grein Hannesar fái „falleinkunn á Facebook“.

Þetta þykir nú ekki merkileg blaðamennska og ég er nokkuð viss um að geta fundið fjóra á Facebook sem eru sammála mér, rétt eins og Stefán fann fjóra sem eru sammála honum um greinina hans Hannesar.

Verra er þó að menn eins og Stefán fái að vaða um á visir.is og viðra pólitískar skoðanir sínar og birta þær sem „frétt“. Auðvitað er tómt rugl að leyfa slíkt. Hins vegar er arfaslök fréttastjórn á Fréttablaðinu og visir.is enda stefnan sú að mikið magn „frétta“ er betra en gæði þeirra. Meira að segja blaðamennirnir eru þessarar skoðunar.


Bloggfærslur 30. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband