Kaldrifjað að reka fólk út á guð og gaddinn

Enn og aftur sendum við að því er virðist gott og vandað fólk úr landi, fólk sem flestir myndu ætla að geti komið að miklu gagni, dugandi fólk. Og ekki nóg með það. Reglurnar eru þannig að engum kemur það við hvað verður um fólkið, hvort það lendir á götunni eða í enn verri aðstæðum heldur en hægt er að ímynda sér. 

Vitað er að fjölmargir þeirra sem koma hingað til lands og þykjast vera á flótta en er sannarlega vandræðafólk, svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Sumir eru ekki til friðs, hvorki á þeim stað sem það er vistað eða annars staðar í samfélaginu.

Fjölmargir segja að lögin eigi að ráða en ekki mat einhverra á aðstæðum og einkennum þeirra einstaklinga sem um ræðir. Þetta er kaldrifjað viðhorf sem og framkvæmdin. Samt metum við fólk daglega, hæfni þess og lunderni. Af hverju skyldi ekki vera hægt að meta hjartalag þess fólks sem sækir hér um landvistarleyfi? Eða eiga gagnaugun ein að gilda?

Mér finnst útilokað að hægt sé að sætt sig við að heiðarlegu og góðu fjölskyldufólki sé vísað á dyr. Það er siðferðilega rangt að vísa fólki út á guð og gaddinn. Í þeim verknaði felst enginn kristilegur kærleikur sem svo margir vilja trúa að þjóðfélag okkar byggist á.

Þvert á móti er þetta rangt og gengur þvert á það sem manni var innrætt í æsku og allar götur síðan.

Finnst fólki þetta háttalag í lagi? Ef svo er ekki, af hverju heyrist engin rödd mótmæla?


mbl.is Seldu gullhring fyrir svefnstað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viltu vinna milljarð og vinninginn heim ...

Hér er einstaklega gott dæmi um arðvænlegan og skemmtilegan samkvæmisleik. Að vísu er aðgangur að honum takmarkaður, ekki fyrir mig og mína líka. Þeir sem fá leyfi til að leika sér geta búist við miklu fjöri. Að vísu kunna lífsskilyrði okkar hinna að skerðast eitthvað, en það skiptir engu máli. Einhvers staðar þurfa peningarnir að vera. E'þaki?

Leikurinn er útlistaður á Fésbókarsíðu Ragnars Önundarsonar:

Viltu "vinna" milljarð ? Viltu svo "vinninginn heim" ? Þá er þetta aðferðin:

    1. Þú stofnar „eignarhaldsfélag“ og tekur milljarð að láni hjá kunningja þínum í bankanum eftir að hafa borgað "bónus" til hans með "þóknun skv. gjaldskrá".
    2. Þú stofnar „aflandsfélag" í Panama eða Tortóla með aðstoð kunningja þíns í bankanum og millifærir það sem eftir er af milljarðinum þangað.
    3. Þú sérð enga leið til að eignarhaldsfélagið geti borgað afborganir og vexti og það fer í þrot. Bankinn afskrifar lánið þegjandi og hljóðalaust þrátt fyrir að hafa allar upplýsingar um hvað varð um peningana og hvert þeir fóru. Þú borgaðir svo góðan „bónus" að þeir fara ekki að vera með nein leiðindi.
    4. Til öryggis stofnarðu fleiri aflandsfélög með aðstoð erlends banka og millifærir áfram nokkrum sinnum í þeirri von að það „snjói í sporin". Allt kostar þetta og þú þarft nú sjálfur að lifa eins og aðrir, svo nú "áttu" bara 900 millur.
    5. Þú bíður í nokkur ár en svo sérðu tilboð Seðlabankans um að taka þátt í gjaldeyrisútboði. Þú tekur því og færð þriðjungs ábót á „vinninginn" og átt allt í einu 1.200 milljónir. Seðlabankinn tryggir þèr nafnleynd svo ekki sé unnt að lesa saman nöfn þáttakenda við afskriftalistana.
    6. Þú kaupir þér teinótt jakkaföt og gerist „fjárfestir". Ásamt félögum þínum kaupir þú banka af ríkinu, sem gleðst yfir vel heppnaðri einkavæðingu og lýsir yfir sigri og fagnar að samkeppni virðist komin í bankaþjónustu
    7. Þú ert kosinn formaður bankaráðs og lætur bankann sinna ýmsum menningar- og velferðarmálum og flytur ávörp af því tilefni.
    8. Þú ert sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu í boði hjá Forseta Íslands.
    9. Þú gerir samkomulag við kollega þína í hinum bönkunum um að bankarnir láni ykkur í kross, svo þið þurfið ekki að skulda í eigin banka. Það er ekkert óeðlilegt við það, þú ert jú „fjárfestir".
    10. Þú tekur 10 milljarða að láni og ... sjá liði 1-8, nema nú er það Stórriddarakross auðvitað.

Bloggfærslur 27. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband