Sumardagurinn fyrsti er formlega vorsins fyrsti dagur

IMG_3341_HDR2Ég óska lesanda mínum gleðilegs sumars. Í tilefni sumarkomunnar langar mig til að endurtaka það sem ég hef áður sagt um þennan forna sið okkar að halda upp á hana.

Sumardagurinn fyrsti markar upphaf vors en margir átta sig ekki á því að vor og sumar eru af sama meiði, rétt eins og haust og vetur. Samkvæmt skilningi forfeðra okkar hefst sumarið á vori, rétt eins og veturinn á hausti.

Vorið kemur ekki á Íslandi í mars eða byrjun apríl. Þetta er óskaplega hvimleiður misskilningur þeirra sem komnir eru úr tengslum við veður landsins og láta sér duga að fylgjast með því út um stofu- eða bílglugga. Forfeður okkar fundu upp sumardeginum fyrsta og einhvern tímann var stungið upp á því að hann yrði fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl. Sem barn var ég látinn muna að þessi ágæti dagur væri alltaf fimmtudagur. 

Oft snjóar á vorin. Tilgangslaust er að væla út af snjó á sumardaginn fyrsta. Nafnið sem þessi dagur ber er tilbúningur og til þess að gera ófullkomin tímasetning miðað við gang náttúrunnar hverju sinni. Hann er aðeins viðmiðun.

Gerist það, sem svo iðulega hendir, að það snjói á sumardaginn fyrsta eða frost sé á þeim degi eða síðar er það einungis gangur náttúrunnar og skýr merki um að við ættum að skoða stöðu landsins á hnettinum áður en farið er að agnúast út í það sem við ráðum engu um.

Halli jarðar veldur því að smám saman nær sólin að losa um tök vetrarins og eftir því sem líður mun sólin ná að verma landið og gróðurinn tekur þá við sér. Skipir þó litlu þó lítt sjáist til sólar, hnötturinn hallar undir flatt og áhrif hennar eru óumdeilanleg.

Þeim sem eru óhressir með ofangreindar skýringar get ég gefið tvö ráð. Annað hvort er að flytja til annarra landa þar sem veðráttan hugnast fólki betur eða halda áfram tilverunni á skerinu okkar og hætta bölvaðri neikvæðni. Á Íslandi er hlýrra að sumarlagi en um vetur, en vonandi verður aldrei veðurfar hér eins og í Suður-Evrópu.

Fyrir þá sem aðhyllast seinni kostinn bendi ég á að veðrið er alltaf miklu skárra en það virðist þegar staðið er innan við stofugluggann.

Fjölmargir þeirra sem njóta útivistar halda því fram að veður sé fyrst og fremst huglægt ástand, síður raunverulegt. Um leið og fólk venst útiverunni kemur í ljós að veðrið á Íslandi er bara ágætt. Þetta heitir að lifa með því sem við höfum og getum ekki breytt. Það gerðu forfeður okkar og skyldum við ekki get gert það sama? Nema við séum svoddan bölvaðir aumingjar.

Og enn og aftur, gleðilegt sumar.


Rannsóknarnefnd um skattaskjól verður pólitískar nornaveiðar

Rannsókn vegna skattaskjóla íslenskra ríkisborgara eða fyrirtækja er best komin hjá skattafyrirvöldum og rannsóknarlögreglu. Alþingismenn er varla sérfræðingar í skattamálum.

Hætt er við því að rannsóknarnefnd sem Alþingismenn skipa verði fyrst og fremst pólitísk nefnd og gagnslaus í þeim efnum. Sama er þó þingið skipi rannsóknarnefnd skipaða utanþingsmönnum. Þetta verður alltaf pólitísk nefnd sem stunda munu nornaveiðar og brennur á torgum.

Skynsamlegast er að halda sig við stofnanir íslenska lýðveldisins sem sérhæfa sig í rannsókn á lögbrotum.

Raunar sjá allir í gegnum svona tillögu. Hún er sett fram af pólitískum hvötum, síst af öllu til að leiða fram sannleikann og koma skattsvikurum fyrir dóm.


mbl.is Spurðu út í rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband