Ótrúlega heimskuleg ekki-frétt Morgunblaðsins

Ólafur Ragnar Grímsson hefur fimm sinnum verið réttkjörinn í lýðræðislegum kosningum sem fram hafa farið samkvæmt lögum sem sett hafa verið af lýðræðislega kjörnu Alþingi. Hvað kemur Morgunblaðinu til að setja fram „frétt“ þar sem hann er settur í hóp með einræðisherrum og skíthælum? Er verið að gera lítið úr manningum, embættinu sem hann gegnir eða fólkinu sem kaus hann?

Þetta er ekki blaðamennska heldur eitthvað allt annað. Mann skortir eiginlega orð gagnvart svona framsetningu í blaði sem vill og er oftast virðulegt og sanngjarnt í fréttaflutningi. Hér setur blaðið svo sannarlega niður við þetta tilræði að mannorði forsetans og þess embættis sem hann gegnir.

Aðferðafræðin er svona álíka vitlaus eins og að flokka menn saman eftir því hvort þeir eru örvhentir eða rétthentir, dökkhærðir, ljóshærðir eða hárlausir. Vissulega gæti samanburðurinn verið óheppilegur fyrir suma en hann er jafnmikið út í hött og „fréttamennska“ Morgunblaðsins.

Framsetning fréttarinnar er slík að Morgunblaðið getur ekki annað en beðið forsetann afsökunar sem og lesendur sína.


mbl.is Ólafur í hópi með einræðisherrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband