Friðlýsum Ómar Ragnarsson, hann er einstakur

Svo stutt er á milli slysa hjá Ómari Ragnarssyni að þjóðin verður að fara að gera það upp við sig hvort hún vilji ekki vernda hann sem náttúruundur eða þjóðararf. Náttúran er friðlýst, búnir eru til þjóðgarðar, náttúruvætt og fuglar eru friðlýstir. Byggt er hús yfir handritin og þau geymd við bestu hugsanlegu aðstæður um ókomna tíð.

Aðeins eitt eintak er til af Ómari Ragnarssyni. Það stykki verður að vernda og verja með öllum ráðum. Legg til að Alþingi lýsi því einfaldlega yfir að Ómar sé friðlýstur, maðurinn sé alltaf í rétti í umferð eða annars staðar, jafnvel þó hann sé í órétti.

Ómar Ragnarsson er nokkurn veginn óumdeildur þó örfáir fái eitthvað „kikk“ út úr því að þrasa í honum á blogginu hans eða annars staðar.

Ég er þess fullviss að hefði maðurinn döngun í sér myndi þjóðin kjósa hann sem forseta, með yfirgnæfandi meirihluta.

Grínlaust, ef það er hægt þegar um Ómar er rætt, þá verður hann að fara að gæta sín. Ég á fimm barnabörn sem enn hafa ekki kynnst list hans og síðan koma börnin þeirra einn góðan veðurdag.

Svo megum við ekki gleyma baráttu hans fyrir náttúru landsins. Hann er þar í fararbroddi og sú barátta stendur enn yfir.


mbl.is Ekið á Ómar Ragnarsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband