Óþverraliðið í athugasemdadálkum pressan.is

Það á nefnilega ekki við að hafa orðið „sekur“ framan við bæði þessi orð [það er skattsvik og skattasniðgöngu]. Ástæða mistakanna kann að vera sú að sumir þeirra sem fjalla um þessi tvö hugtök að gera lítinn mun á þeim.

Á heimsmálinu ensku er talað um „tax evation“ og „tax avoidance“. Það fyrra fjallar um skattsvik og hið síðara um skattasniðgöngu. Í skýringu á síðara orðinu segir þó, að átt sé við „löglega aðferð til að takmarka fjárhagslega stöðu einstaklings í þeim tilgangi að lækka það hlutfall af tekjum sem skattur leggst á. (The legal methods to modify an individual's financial situation in order to lower the amount of income-tax owed.)

Það er því óheiðarlegt að leggja þetta tvennt að jöfnu. Í skattalögum hafa löngum verið heimildir til að draga útgjöld, sem menn sanna með reikningum, frá tekjum. Úr slíku hefur þó dregið.

Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins er meðal annars að finna þessa ofangreint (feitletranir eru undirritaðs). Bréfið er nokkuð vel skrifað eins og oft áður.

Víkur nú sögunni að vefritinu eyjan.is sem er ekki merkilegur snepill. Í dag er er að finna „frétt“ um Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins. Það er ekki gert vegna þess að verið er að skýra út þá skoðun sem í því felst. Þess í stað er með hálfsagðri sögu og hálfsannleik r látið í það skína að höfundurinn sé fylgjandi skattsvikum. 

Óheiðarleiki eyjan.is og pressan.is er líka í því fólginn að þeir leyfa athugasemdadálk sem oftar en ekki er misnotaður. Í þá skrifar stórfurðulegt og illgjarnt fólk; vont fólk. Það dregur ekki af sér í fordómunum þegar snúið er út úr efni Reykjavíkurbréfsins og ekki virðist það há þessu fólki nokkurn skapaðan hlut þó það hafi ekki lesið það. Hér eru nokkrar athugasemdir:

Finnbogi Vikar: Það er gott að vita af því að Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið sjá ekkert athugavert við skattasniðgöngur, aflandsfélög og leynimakk í skattaskjólum. Þetta segir manni að c.a. 1/4 af þjóðinni er siðblindur.

Finnbogi Vikar virðist ekkert vita hvað skattasniðgang er en það truflar hann ekki hið minnsta.

Bergur Ísleifsson: Svona hugsa sjálfstæðismenn. Siðferðið er ekkert. Svart á hvítu. Þessi orð Davíðs Oddssonar sýna vel að þessari mafíu er engan veginn treystandi til að setja sjálfum sér og öðrum lög og ég ætla rétt að vona að almenningur í landinu geri ekki þau mistök að kjósa leppa hennar í valdastöður aftur.

Varla verður sagt um Berg þennan að hann sé skýr í hugsun né heldur að hann hafi lesið Reykjavíkurbréfið, hvað þá að hann hafi skilið það.

Pétur Eyvindarson: Davíð staðfestir hvers konar viðbjóður hann er. Vonandi drepst hann fljótlega til að spara okkur allar greiðslurnar sem fara til hans, klæðskerasaumaðar að hætti siðleysingja.

Hugsanlega er þessi undir fölsku nafni. Engu að síður er hann meðal verstu óþokka á Facebook. Skyldi einhver vera stoltur af kynnum sínum við manninn eða tengslum.

Ólafur Jónsson: Ekki djúpt á siðleysinu þarna frekar en fyrri daginn.

Frekar djúpt á skilningi hjá þessum en snöggur að tjá sig um það sem hann greinilega veit fátt um.

Svona er daginn út og daginn inn skrifað í athugasemdadálka pressan.is, eyjan.is og dv.is. Yfirleitt ekkert nema óhróður og illmælgi. Raunar er það svo að sömu mennirnir skrifa oftast þarna. Þeir sem kynna sér þessa dálka þekkja nöfnin smám saman. Yfirleitt eru athugasemdirnar endurtekningar á sama róginum, aldrei kemur neitt nýtt fram. Líklega vegna þess að þetta fólk getur ekki haldið sömu hugsun lengur en í þrjár til fjórar línur.

 


Bloggfærslur 16. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband