Gjörbreyting í bćjarstjórn Kópavogs, ţar vinna menn saman

Hvađ gerđist í Kópavogi? Á síđustu kjörtímabilum bárust menn á banaspjótum í bćjarstjórninni. Ţar réđust menn á Ármann Kr. Ólafsson bćjarstjóra, uppnefndu hann, reyndu ađ niđurlćgja og gerđu honum upp skođanir. Margt hefur breytst í bćjarstjórn Kópavogs. Í hana valdist gott fólk í síđustu kosningum og svo virđist sem ađ meirihluti og minnihluti hafi lćrt ađ vinna saman. Árangurinn lćtur svo ekki á sér standa.

Bćjarstjórinn er ekki mađur margra orđa. Hann lćtur hins vegar verkin tala. Dálítiđ ólíkur borgarstjóranum í Reykjavík sem talar mikiđ en segir ţó fátt. Sá síđarnefndi hefur tekiđ upp nýtt orđalag. Svart er hvítt, hvítt er svart. Auknar álögur eru lćgri álögur. Minni ţjónusta er meiri ţjónusta.

Dagur hefđi ábyggilega gott af ţví ađ lćra af bćjarstjórninni í Kópavogi en ţađ mun hann aldrei gera ţví hann hefur djúpstćđa óbeit á Sjálfstćđismönnum og talar ekki viđ ţá nema úr rćđustól borgarstjórnar.

Sú hugmynd hefur lengi ţótt heillandi ađ byggja göngubrú milli Kársness og Nauthólsvíkur. Hana sér göngufólk, hlauparar og reiđhjólafólk í hillingum og ekki ađ ástćđulausum. Ekki ađeins ađ međ brú myndi verđur til skemmtileg hringleiđ heldur myndi leiđin milli vesturhluta Kópavogs og miđbćjar Reykjavíkur styttast ađ mun međ öllum ţeim kostum sem ţví fylgja.

Hins vegar er mađur nú ekkert sérstaklega bjartsýnn á ađ ţessi brú verđi reist. Borgarsjóđur er gjörsamlega tómur í langt sukk vinstriflokkanna og í ţokkabót myndi Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, og hiđ heiđríka liđ í meirihlutanum aldrei nokkurn tímann vinna međ meirihluta sjálfstćđismanna og Bjartrar framtíđar í Kópavogi. Fyrr mun frysta í neđra áđur en Dagur mun vinna ađ ţjóđţrifamáli, međ eđa án Sjálfstćđismönnum.


mbl.is Brú yfir Fossvog í forgangi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 3. febrúar 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband