Greinilegt sigurmark í landsleiknum

MarkGreinilegt er af meðfylgjandi skjáskoti úr fótboltaleik Íslands og Finnlands í gærkvöldi að boltinn fór yfir línuna og þar af leiðandi í markið.

Boltinn hafði verið á marklínunni en Alfreð Finnbogason sparkar honum inn og á myndinni er boltinn nærri því komin í andlit finnska markmannsins og Alfreð stígur á línuna á þeim stað þar sem boltinn hafði áður verið.

Boltinn er því að minnsta kosti tveimur „boltum“ fyrir innan.

Á möl fyrir framan bílskúrshlera í Hlíðunum í gamla daga hefði þetta verið talið mark og engin mótmæli tekin gild - sérstaklega ekki þeirra sem fengu markið á sig. Betur get ég varla rökstutt þetta álit mitt.

Þetta sést allt ágætlega í frétt á mbl.is.

Já, og svo er það annað. Markmaðurinn var með aðra hönd ofan á boltanum þegar Alfreð sparkaði honum (boltanum) inn. Telst það brot?

 

 


mbl.is Var þetta löglegt mark? (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur er virkasti framíkallari Alþingis

Ef einhver þyrfti að sækja námskeið í mannasiðum og reiðistjórnun væri það Steingrímur J. Sigfússon, hinn eldklári, mælski en öri leiðtogi Vinstri grænna. Dæmin um reiðiköst hans á Alþingi eru óteljandi og öll þess eðlis að virðing Alþingis hefur tekið dýfur í kjölfarið.

Steingrímur telst ábyggilega einn virkasti framíkallari landsins og er þó með einna lengstan starfsaldur allra þingmanna. Hann hefur þó lítið lært í mannasiðum á þingtíma sínum.

Yfirleitt er það þannig að flestir verða lítt varir við eigin bresti en þeim mun ákafari í að opinbera meinta galla í lunderni annarra. Þetta sést yfirleitt mjög vel í fari stjórnarandstöðunnar á þingi. Næst því koma orð sem svokallaðir „virkir í athugasemdum“ í nokkrum fjölmiðlum láta frá sér fara. Þannig er orðstír þingsins dreginn í svaðið.

Alþingi Íslendinga er engin fyrirmynd í almennum rökræðum. Þegar rökin bresta tíðkast þar að berja á ríkisstjórn og meirihluta með formælingum og leiðindum.

Þetta er í sannleika sagt ógeðsleg framkoma og lítt til þess fallin að hvetja gott og skynsamt fólk til að gefa kost á sér í þingmennsku. Frekar götustráka og -stelpur sem eru þekktari fyrir munnsöfnuð en skynsemi, þekkingu eða reynslu. Lítið bara á bara suma framboðslista.


mbl.is „Þarft að fara á námskeið í mannasiðum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband